Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 33
PRESTSSETRIÐ.
31
Hugraunin og sársaukinn var bundinn við
hann, en það var svo langt frá því, að hún
bæri kaia til hans eða ásakaði hann.
Hann varð henni æ hjartfólgnari, og hún
gat aldrei gleymt honum nokkra stund.
Hún var hirðusöm og reglusöm við störf
sín, eins og áður, en samt gat hún aldrei gleymt
honum. Alstaðar var eitthvað, sem minti
hana á hann, bæði í húsinu og í garðinum;
henni fanst hún æfinlega mæta honum í dyr-
unum, þar sem hann hafði staðið, þegar hann
hafði talað við hana fyrsta sinni — en hún
hafði aldrei síðan komið upp á Kóngshaug.
Þar hafði hann tekið hana í faðm sinn, og —
kyst hana.
Presturinn var mjög áhyggjufullur út af
dóttur sinni, og var sífelt að hugsa um, hvað
að henni mundi ganga, En í hvert skifti sem
hann myntist orða læknisins, varð honum að
hrista höfuðið.
Honum gat ekki komið það til hugar, að
ómerkilegur flagari hefði getað brotið þær
verjur, sem hann hafði gefið henni.
* * * * *
* * * *
Vorið liafði komið seint, en haustið varð
ekki á eftir tímanum.
Á hlýju og fögru sumarkvöldi byrðjuðu
haustrigningarnar. Pað var rigning daginn eftir,
og svo hélt rigningunni áfram — æ kaldari
dag frá degi - í samfleytta ellefu sólarhringa.
Loks stytti upp; en nóttina eftir var fjögra
gráða frost.
Blöðin á trjánum héngu niður og voru
öll samanlímd eftir rigninguna; og þegar frost-
ið var búið að þurka þau á sína vísu, hrundu
þau unnvörpum til jarðar, undir eins og vind-
urinn andaði á þau.
Ráðsmaðurinn á prestssetrinu var einn þeirra
fáu, sem búnir voru að ná korninu í hlöðu
fyrir rigninguna; og nú átti að fara að þreskja
það, meðan nóg var vatnið til þess. Litli læk-
urinn niðri í lægðinni beljaði áfram, kolmó-
rauður eins og kaffi, og hvert einasta manns-
barn á prestssetrinu var örnium kafið við að
stunda þreskivélina, og aka korninu upp og
niður bæjarásinn.
Hálmstráin lágu í garðinum alt í kringum •
bæjarhúsin; og vindurinn læddist inn á milli
húsanna, tók í lurginn á hafrahálminum,
reisti hann upp á endann, og lét svo stráin
dansa til og frá eins og gular afturgöngur.
Pað var ungi haustvindurinn, sem var að reyna
sig; en þegar líður að vetri, og hann er búinn
að fá sterk lungu, þá fer hann að leika sér að
þaksteinum og reykháfum.
Pað sat grátitlingur á hundabyrginu. Hann
var allur í einum hnút og dró saman hálsinn,
svo að hann fól næstum höfuðið í fiðrinu,
lygndi augunum, og lézt aldrei taka eftir neinu.
En hann tók vel eftir því, hvar korninu var
hlaðið, og setti það vel á sig. Pessi sami
grátitlingur hafði verið fremstur í flokki í titl-
ingabardaganum um vorið,og látið allra verst.
En nú var hann orðinn hygnari og ráðsettari.
hann hafði fyrir konu og börnutn að sjá, og
vissi að það er gott að eiga eitthvað í vitum
sínum til þess að grípa til í vetrarharðindunum.
Ansgaríus litli hlakkaði til vetrarins; hann
hlakkaði til þess að vera úti í hríðinni og
snjónum, og að fara á kvöldin í kol-þreifandi
myrkri niður í fjöru til þess að horfa á freyð-
andi brimlöðrið. Hanti notaði sér skæning-
inn, sem komið hafði á rigningarpollana um
nóttina. Hann lét alla tindátana sína leggja
út á ísinn með tvær stórar fallbyssur. Svo
hvolfdi hann stórum bala á ísinn, og stóð sjálf-
ur uppi á honurn. En skæningurinn þoldi
ekki þungann, og ísinn smá seig niður, unz
öll herfylkingin seig í kaf, svo að ekkert stóð upp
úr nema fallbyssuhjólin.
Pá æpti hann fagnaðaróp, og veifaði húf-
unni.
>Fyrir hverju ertu að hrópa?« sagði faðir
hans, sem gekk yfir garðinn í sömu andránni.
»Eg er Napóleon við Austerlitz,« svaraði
Ansgaríus, himinglaður.
Presturinn stundi þungan, og hélt áfram
leiðar sinpar. Hann gat ekki skilið börnin
sín —.