Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 36
34 NÝJAR KVÖLDYÖKUR. sýndkt eins Iítill og barnsfótur, því skórinn var lítill og hællinn hár. »Hvað heldurðu — hversvegna — hann kom ekki Iíka á sölutorgið í gær og gekk á eftir okkur?« »Fjárstjórinn?« »Já, þessi drambsami hirðhöfðingi — en því brosir þú svo slæglega og undirfurðulega?* »Æ það var nú svo sem ekki afneinu. En hann er ekki drambsamur, lafði.« «Hvað segirðu?« Miriam leit hissa í andlit Liane, íRví roðnarðu svona, segðu mér það undir eins, — eða — —.« Liane stóð upp og fölnaði við—en hún var frönsk og kærði sig kollótta og tók upp eftir henni: »Eða?« »Eða eg læt geldingana jafna um þig.» Mærin hin fagra gerði alt sitt til að láta sér ekki bregða. »Gleymið því ekki, lafði, að eg er ekki ambátt yðar, en fylgdi yður af frjálsum vilja sem þerna. Eg er frönsk og enginn hefir heim- ild til að fara með mig eftir grimdarsiðum þeim, er hér tíðkast. Ef þér hafið eitthvað yf- ir mér að kvarta, þá er það konsúll Frakka, og enginn annar, sem hefir heimild til að ran- saka málið og dæma mig eftir frönskum lög- um.« En Miriam varð ekki uppnæm, þó að þern- an svaraði svona þrjóskulega. Hún fann þeg- ar, að hún komst ekki áfram með hótunum. Og Liane var ekki lengi að sjá það, hvað hún hafði unnið með orðum sínum. »Sleppum því,« sagði hún óánægjulega,« eg sagði þetta í fljótræði, og hafði það alls ekki í huga — en þú veist hann hefir elt okkur á röndum meira en heila viku, í hvert sinn er við komum á sölutorgið.* «Við — ójá —« »En í gær — —« Illgjarnlegt glott lék um varir Liane. »So- beide var með yður í gær, lafði, en ekki eg.» Nú var komið að Miriam að skifta litum. «F*ú ætlar þó ekki að segja — að — —» orðin köfnuðu niður fyrir reiði, sem hún gat eigi stilt; hún leit framan í þernuna — hún var líka kafrjóð. »-----að fjárstjóranum lízt fult eins vel á franska stúlku eins og á dætur síns eigin lands, og hafnar ekki fegurð fríðrar meyjar, þó þerna sé —» svaraði Liane, og skein hégómaskapur Parísarmeyjarinnar út úr orðum hennar. «Nú —» Miriam kom ekki meiru upp en þessu eina orði. Petta augnablikið hataði hún þessa litlu, snotru stúlku, sem henni hafði áður fundizt að hvergi gæti komið til greina. Var það hugsanlegt, að fjármálastjórinn, sem hafði hátt embætti í stjórnmálakerfi afa hennar, gæti tekið þernuna fram yfir hana? Hann sá eini, sem hafði hingað til skilið yndisleika henn- ar, og aldrei ausið yfir hana fleðulegu smjaðri eins og hinir? Pví meira fanst henni til um sig- urinn, þegar hún hugði að hann spriklaði fast- ur í neti hennar. Og fá svo þetta! Pessa vegna var það þá, sem hann var að elta þær! Og blóðið sauð og vall í æðum hennar — hún gat ekki litið Liane réttu auga. «Það er gott —eg þarf þín ekki meirameð — farðu!» sleit hún út úr sér, og titruðu orð- in á vörum hennar. Liane ypti öxlum, kerti hnakkan drembilega og fór. Miriam fleygði sér í ofsalegri geðs- hræringu ofan á skrautlegan,’mjúklegau legu- bekk og greip titrandi höndunum fyrir andlit sér. — Pað var óhugsandi að þetta væri satt — Þernan hlaut að Ijúga því. Hann, sem var svo kurteis og óframfærin við hana, skyldi vera að elta þetta stelpugægsni! Verið gat það leikur, ein karlmannabrellan, að hafa gaman af lélegu smáblómi til afbrigðis. Annað gat það fráleitt verið. Enn hún skyldi hafa angun op- in, til þess að sjá, hvað hæft væri í þessu. Það var 13. dagur eftir nýjár í dag, illræmd- ur óhappadagur, og var sú trú þar í landi, að ekki mætti vera heima þann dag ef vel ættí að fara. Pá átti og að láta liggja vel á sér, vera kátur og fjörugur, til að fælafrá sér Divana, vondu andana; þessvegna fór hver,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.