Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 38
36
NÝJAR KVÖLDVÖVUR.
hvítar. Hún fann það var í fyrsta sinn, sem
hún hataði mann, sem hafði sagt við hana
blóðsár stygðaryrði og trúði ekki svo mikið
sem á töframagn fegurðar hennar. Yfir þessu
eina orði gleymdi hún öllu öðru, sem hann
hafði sagt, enda hefði hún ef til vill orðið að
kannast við, að það væri satt, þegar hún stilt-
ist betur. Hún hafði ekki heyrt, að það óm-
aði hrygð og meðaumkvun í orðum hans, og
ekki fundið, að honum mundi finnast manna
mest til um fegurð hennar, ef alt annað færi
eftir henni.
Alt það, sem ólgaði í brjósti hennar, hnipr-
aðist saman í það eitt, að hún yrði að hefna
sín, og það tilfinnanlega, og þó að knýja hann
til þess um leið að falla að fótum sér í stjórn-
lausri ást, biðjandi vægðar, náðar og líknar,
til þess að geta sparkað honum frá sér með
fyrirlitningu. Ressi drambláti maður átti að auð-
mýkjast, og það tilfinnanlega.
Hún gat ekki um annað hugsað — hún
ætlaði að ausa öllum sínum yndistöfrum yfir
hann, látast vera bráðskotin í honum — og
byrja undir eins í dag við vorhátíðina.
Og það átti að verða yfirbót Líane, þess-
arar ósvífnu þernu, sem var svo djörf að lyfta
augum sínum upp til tigins manns. Djúpt
skyldi hún hrapa ofan í vesaldóminn þann, að
vera ekki neitt.
II.
Fám stundum síðar streymdi marglitur mann-
grúinn eins og brimrastir eftir götum borgar-
innar. Hávaðinn og skarkalinh í verkstæðun-
um og smiðjunum þagnaði, auðmennirnir stöð-
vuðu hesta sína og þjónalið, blæjubúið kven-
fólk tylti sér á tá, hálfnaktir beiningamenn og org-
andi förumunkar steinþögnuðu — og allir
góndu í sömu áttina: til enda sölutorgsgötunn-
ar. Rað var ekki svo oft, sem keisarinn lét
sjá sig úti eins og nú á vorhátíðinni.
Konungur konunganna hreykti sér þar í
lokuðum, glæsilegum glervagni; hann var föl-
ur í andliti með biksvarta kampa, er skiftu
andlitinu í tvent um þvert. Manngrúinn hneigði
sig í auðmýkt, er hann sá hinn almáttuga
drottinn, og hann kinkaði aðeins kollinum til
vinstri handar, og starði síðan harðneskjulega
og kuldalega framundan sér; svo bauð hirð
siðareglan.
Rauðklæddir hlauparar með silfurbúnum
stöfum ruddu brautina í gegnum mannþyrping-
una; næstir þeim komu síðan riddarar með
langár kesjur, og síðan keisaravagr.inn. Rar á
eftir var mesti sægur embættismanna, herfor-
ingja og þjóna, sem aidrei ætlaði að taka enda.
Böðullinn var líka með í förinni með tæki sín,
til að fullnægja refsingu, ef á þyrfti á að halda.
Rað er ætið gert um leið og dómur er feldur.
Hafði hann því alt það með sér er þurfti til
iljastroku, bæði fótalása og reyrprik, á múlasna,
sem hann teymdi með sér. Næstar honum
komu síðan konur kvennabúrsins í lokuðum
burðarstólum, er voru fluttir á kviktrjám yfir
tvo hesta. Fylgdi þeim ógurlegur skari þjóna.
Sundraðist þá manngrúinn til beggja handa,
því þung refsing lá við, ef litið var í áttina
þangað, er gyðjur þessar voru á ferð; en í dag
vildu allir ganga heilum fótum.
Manngrúinn var á hvíldarlausu iði fram og
aftur innan um keisaragarðana, því að nú voru
þeir öllum opnir, og voru allir hinir kátustu
og höfðu augun hjá sér; sátu þar víða smá-
hópar af blæjubúnum stúlkum, og skutu stund-
um blæjunum frá, til þess að láta sjá framan
í sig og í augu sín hin tindrandi og fögru. Ó-
giftar konur eru ekki nærri því eins bundnar
með Persum eins og kvennabúrskonur.
Rað leið langur tími áður en Miriam gat
komið auga á fjárstjórann. Hún sá hann að
sönnu við og við, en gat ekki náð að kom-
ast nærri honum. Henni fanst hann nærri því
forðast sig.
Alt í einu kom uppþot nálægt aðalhliði
garðanna, þar sem matsuðumenn höfðu hlóðir
sínar, og bakarar, aldinsalar og slátrarar höfðu
sett söluborð sín, varð af því troðningur mik-
ill og hávaði. Miriam smeygði sér inn í þyrp-
inguna.
»Hefir nokkurt óhapp viljað til, Marjah?«