Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 40
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að þér væruð kaldlynd og tilfinningarlaus,* sagði hann hálfhissa og í hálfum hljóðum, «gætið að því, að hann er svikahrappur og á ráðn- inguna skilið.» Hátt og skerandi hljóð tók fram í fyrir honum; prikin voru tekin til starfa. Manngarm- urinn engdist sundur og saman af kvöltim, og tveir eldrauðir garðar hlupu upp í iljum hans, þar sem prikin höfðu krosslagzt niður. Miriam ógaði við: «Vægið honum,» sagði hún grátbiðjandi, »það er hægt ennþá.» Fjárstjórinn fór þegjandi, benti þrælunum, sem voru að reiða til höggs að nýju, og iétu þeir þegar reyrprikin síga, svo gekk hann til lögreglustjórans. Hann heilsaði fjárstjóranum með lotningu, og lagði hægri hendina ofan á þá vinstri sem virðingarmerki. «Látið þetta nægja,» sagði fjárstjórinn í flýti, »sleppið honurn, hljpðin úr honum spilla há- tíðagleðinni, og gætu ónáðað konung konung- anna. Ef hann verður aftur ber að hinu sama, skuiuð þér láta hann fá hundrað högg fyrir þessi fimmtíu, sem hann átti að fá nú.« Hann var vanur því að boðum sínum væri hlýtt, hvernig sem á stóð, og gekk því burtu þegar, og beið ekki svars; hann gekk aftur þangað sem Miriam var. Lögreglustjóranum fanst ástæðan gild — það var hætta að vekja reiði keisarans, og þó það væri gert með þjónustu réttvísinnar. Hann bauð því böðlinum að sleppa manninum og manngarmurinn hökti burtu og grettist allur í framan af sársaukanum — og var steinhissa, því hann átti sfzt von á þessari vægð. Og sízt bjóst hann við að það væri að þakka einni hinni fegurstu meðal hirðkvennanna. Miriam hugsaði heldur ekki hóti lengur um hann, enda hafði hann að eins komið til þess að þjóna eigingirni hennar. En þegar hún var að gá að því, hvað orðið hefði af fjárstjóran- um, rak hún augun í nokkra menn, sem stóðu þar i hóp, og spjölluðu saman og hlógu dáit. Pað voru flest alt Frankar (svo nefnast Norðurálfumenn í Austurlöndum), kaupmenn, vörubjóðar og aðstoðarmenn sendiherranna með konum sínum og dætrum. Meðal þeirra sá hún þernu sína, og hafði hún þó harðskipað henni að sitja heima. Og gremjulegast var að hún bar blóm í barminum, og þóttist hún þekkja að það væri fjólan sama, og dómstjórinn hafði slitið upp í garðinum, og stungið svo vand- lega í hnezluna sína. Hann hafði þá hitt stelp- una og gefið henni hana. Miriam ætlaði að tryllast af reiði. Hefði hún nú séð þessa nettu, ungu frönsku stúlku í sömu sporum og aldinsalann, með fæturna fasta í fótalásnum, þá hefði hún sannarlega ekki beðið henni vægðar. En svo sá hún það, að engri slíkri hefnd yrði fram komið —hún gæti að eins rekið hana úr vistinni —og reynt að gera henni það svo klaksárt sem hún kunni. En svo sá hún fjárstjórann koma aftur — hún lyfti blæjunni og sendi honum svo hlýtt og þakklátlegt auga að það gekk í gegnum fjárstjórann. Hann fann þá í fyrsta skifti til ofurafls fegurðar hennar; hingað til hafði hon- um fundizt að hann gæti staðið á móti henni. »Eg þakka yður fyrir i nafni aumingja manns- ins, og skal aldrei gleyma yður þann greiða, sem þér gerðuð mér. Pér hafið gert mig sæla í dag.» »Pað eru beztu launin mín,« svaraði hann hugfanginn. Hún leitaði að hendi hans í manngrúan- um án þess á bæri, og hann fann að það tók lítil og mjúk hönd hægt og þýtt í hönd hans — en áður en hann hafði áttað sig á þessu til fulls, var Miríam horfin. Hún hafði æst hann upp, sett blóð hans í hreyfingu, meira ætlaði hún sér ekki að gera í dag. Hún var búin að sá hefndarfræinu; svo ætlaði hún að láta það spretta upp hægt og hægt til þess að ávextirnir yrðu því vísari. En nú fór að kvölda; bládökkir skugga tóku að hjúpa trén í garðinum, og hæðadrög- in í fjarlægð sveipuðust töfrandi kveldroða. En purpuraroðinn dökknaði skjótt og breyttist smátt og smátt í bládökkan og blágrænan litblæ,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.