Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 41
SPARISKÓRNIR. rann svo yfir í brennisteinsgu! litbrigði, og seinast dó alt í dökkgráum rökkurskuggum. En Jiegar fólkið og hirðliðið hélt heim úr hátíðagleðinni, þandi stjörnubjört nóttin tjald- hjúp sinn yfir fjöll og dali; næturgalinn söng einn í runnunum, og leðurblökurnar flögruðu hljóðlaust innanum kveldsvala garðana. Miriam var of órótt til þess að geta farið að sofa. Hún fór upp á húsþakið eftir vanda; var það alt þakið þéttri mold, og voru plönt- uð blóm á þakinu, og því mjög skemtilegt að vera þar á kvöldin. Sóbeide færði henni þangað hægindi og ábreiður; þegar hún hafði lokið því, bauð Miriam henni að skila til Liane að koma upp til sín óðara en hún kæmi heim. Ambáttin fór. Eigi leið á löngu áður en Liane litla kom upp hnarreist og þóttafull, og bar ekki á að hún kviði neinu, «Hvers óskar náðug yngismærin?» sagði hún og var kotroskin. «Hvers óska eg?» þaut Miriam upp, «að þú hlífir mér við því, að þurfa framar að sjá þitt hið illa andlit, þú hin ósvífna hunds- dóttir!» Hún hafði þegar lært nokkuð af líkinga- máli Austurlandabúa, en Liane gerði ekki ann- að en að svara því með hæðnisglotti. »Já, ef þér þurfið ekki minnar þjónustu við lengur—» svaraði hún í hálfteprulegum, stuttum tón. «Nei — aldrei meir — þjónustu ótrúrrar skepnu sem gleymir því alveg, sem eg segi henni að gera, og hleypur út í leyfisleysi til að dorga við karlmenn — ». «Pað hafa nú fleiri gert en eg,» svaraði Liane illkvitnislega, og gaut óþægilegu horn- auga til lafði sinnar, »en það er nú mest und- ir því komið, hver árangurinn verður af því.» Og hún horfði með léttúðargletni ofan á útsaumaða tána á skónum sínum, sem gægðist fram undan kjólfaldinum. Miriam hin fagra fölnaði af reiði; hún hafði þá séð, hvernig hún lagði snörur fyrir dóm- stjórann, og var svo ósvífin að hefna sín með því a3 bera á sér blóm frá honum og láta sjá það. Osvífni hennar var meira en tæki nokkru tali. En að maður skyldi ekki hafa Ieyfi til að fara með hana eins og ambátt. Pað væri þó hugsvölun að sjá hana engjast sundur og saman. Henni datt í hug — spari- skórnir. Nú hafði hún ánægju að hugsa um það, sem hana hafði hrylt við áður. Henni datt í hug í fullri alvöru að skeyta ekkert um afleiðingarnar, en kalla á þjóna sína og láta þá gefa Liane duglega iljastroku. En svo datt henni í hug að afi sinn mundi reið- ast, og það gætu sprottið af því útistöður við franska konsúlinn, og hætti því við það. Meðan hún var að leita sér að orðum, til þess að geta ausið úr sér vonzkunni, tók franska mærin til máls aftur á þessa leið: «]a, það sem þér sögðuð mér að sitja heima, get eg ekki tekið í neinni alvöru, og þegar eg sá landsmenn mína á götunni, vini og kunningja streyma á hátíðina, þá fór eg í hópinn með þeim. Fólk af okkar tægi hefir líka gáman af að eiga ögn frítt og skemta sér,— og ef yður finst það ótilhlýðilegt, þá get eg vel farið.» Það var frönsk vinnustúlka, sem svo mælti, og hafði áður verið í eftirlæti. Aldrei skyldi hún oftar taka þjónustustúlku frá Norðurálfu. Miriam krepti hnefann í ráðaleysisæði og sagði: «Já — já—farið þér —svo langt sem þér kom- ist —-út yfir hafið —heim til yðar —því fyr — því betra.» — Liane hneigði sig háðslega. «AIveg eins og þér viljið. — En hvert eg fer — ræð eg sjálf — og eg kann vel við mig hér. Og mér dettur ekki í hug að fara heim. —Maður á líka vini hér—» sagði hún með áherzlu. Miriam beit sig í vörina. Hún varð nærri hrædd við orð hennar. Skyldi Liane vera svo bíræfin að ætla sér að bjóða henni birginn? Það þótti henni verst. Hún sleit út úr sér þessi, orð: «Ætlið þér að vera hér kyr í Teheran?» «Pað ætla eg reyndar; það er hér nóg fólk,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.