Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 43
SPARISKÓRNIP. 41 inum vægðar; hann sá þá það, er hann hefði sízt trúað, að hún var brjóstgóð, og fanst hún nú alt öðruvísi en áður. Og það var líka — fanst honum — eins og hún drægist að honum, líklega af þakklátsemi; það gat ekki verið að ástæðuiausu, að hún bað hann svo oft um smágreiðvikni, eða bað hann fyrir eitthvað, og var þá svo einstaklega ást- úðleg, að hqnum fanst það ljúft að gera að vilja hennar. Hún gat komið því svo fyrir, að þau mætt- ust nærfelt daglega í akiingarðinum. Hún gerði alt, sem hún gat, til þess að laða hann að sér. Hún hafði gaman af að lesa bækur, og varð fegin, þegar hún fann að hann hafði það líka, enda bæði las hann og talaði vel frönsku. Skiftust þau svo á bókum, sátu svo oft á tali ogræddu um efni þeírna og innihald. Hann lék vel á hljóðpípu, en hún á fortepianó; ekkert var henni kærra en að þau stiltu hljóðfærin saman og lékju svo bæði saman. Svona gekk það um tíma, og dróst fyrir henni að binda enda á ásetning sinn. En hættuspil var þelta fyrir hana, því það er strengilega bannað að karlmenn komi leyfislaust inn í herbergi kvenna þar í landi, og varð þetta því að fara með hinni mestu launung. En Miriam treysti á það, að Sóbeide sín væri bæði trygg og þagmælsk, og einn dag- inn hleypti Sóbeide' honum inn til hennar í rökkrinu. Herbergi bennar voru að húsabaki, og var jafnan fáförult utn þann hluta garðsins, svo hljóðfæraleikur þeirra heyrðist ekki. Vez- írinn, afi hennar, kom þar sársjaldan, og var því varla hætt við hann kæmist að þessu, ef dálítil gætni var við höfð. Nú þóttist Miriam vera komin svo langt, að hún gæti farið að koma fram hefnd sinni. Hún fagnaði því eins og stórum sigri í vo:i- um, en fann þó einhvern undarlegan beyg í sér, þegar á átti að herða. En hefndin—hún varð þegar að koma frarn, er hann byrjaði að játa henni ást sína —ástina, sem hún Ias svo lifaudi út úr augum hans — og hann hafði hingað til átt svo bágt með að halda í skefjum; honum fanst hann finna dag- lega nýja kosti hjá henni, og fegurð hennar og yndisleikar, fyrirkvenska og mannkostir stóðu dag og nótt fyrir hugskotssjónum hans. Pessi töfrandi fegurð vakti æ fyrir honum sem mun- arfagur vordraumur. Eilt kvöld kom hann enn inn í herbergi Miriamar með Sóbeide. Herbergið var skraut- búið mjög, með þykkum og mjúkum gólfá- breiðum og fult af sætri angan. Hljóðfærið stóð opið, og mærin lá þar, léttklædd og letilega, á nijúkum Iegubekk; bókin, sem hún hafði verið að lesa, hafði lagzt ofan á keltu hennar, það var einsoghún væri sokkin ofan í drauma, og heyrði ekki, þegar Feridún kom inn. Fjárstjórinn stóð agndofa við að sjá þessa munaðarlegu fegurð, og þorði varla að anda. Svo hreyfði hún sigi ögn til. Hún hafði kast- að yfir sig ábreiðu úr rósasilki, en við hreyf- inguna rétti hún litlu fæturna, klædda snotrum gólfskóm úr svörtu þykksiiki, út undan ábreið- unni, og sá í bera fæturna í gegnum silkið, svo var það gisið; en svo nudduðust fæturn- ir saman, og féll við það annar skórinn niður eins og af tilviljun, og fóturiun var nakinn eftir. Og fóturinn var fallegur —það væri synd að segja annað, lítill og liðlegur, ristarboginn, nettur og fagur, holiljin írauð á litinn, en æða- netið stálblátt um öklann og fram ristina. Feri- dún stóðst ekki mátið; það flaug urn hann sem logandi eldur —hann hafði mist alt vald . á sjálfum sér. Hann féll á kné framan við legu- bekkinn, þreif hendur Miriamar og margkysti þær brennandi kossum. Pað virtist sem hún yrði hrædd og hrökk saman, eins og hún hefði ekkert af honum vitað, og ætlaði að reka upp hljóð og stökk á fætur, en þegar hún sá liver þetta var, hallaði hún sér aftur á legubekkinn með ósegjanlega indælu brosi, og lofaði honum að leika við hendurnar á sér eftir vild sinni. « Miriam, eg get ekki leynt því lengur — orðinu, sem hefir sviðið á sálu minni viku\n saman; eg elska þig miklu meira en alt annað í heiminum, meira e:i sjálfan mig, meira en 6

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.