Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 47
BÓKMENTIR.
45
Hulda gæti fengið góð yrkisefni við sitt hæfi
úr þjóðsögunum, farið vel með þau og farið
fram á þeim. Pær eru góður skóli hverjuin
þeim, sem reynir að gera meira en lesa þær
og ala við þær listagáfu sína. Aftur er Bryn-
hildur Buðladóttir ekki hennar meðfæri, enda
er það ekki smámennum hent að taka til með-
ferðar allan þann eld ástar og haíurs, sem
brennur í brjósti hennar. Hún hefði verið
samboðin Shakespeare eða slíkum mönnum.
En þótt eg hafi þannig margt við bókina
að athuga, fagna eg hennrsamt, því að frá henni
berast mér matgir hljómar, sem gefa mér beztu
vtjnir um skærar raddir síðar. Eg vona að
fá Ijóðsöguna hennar um Hlinik kóngsson og
fleiri Ijóð úr sömu námu, og treysti þeirri
von. En hún á líka til fleiri undurfagrar radd-
ir; eg skal aðeins benda á hið yndisfagra kvæði
sem hún sendir bók sína með út í heiminn.
Það kvæði felur í sér alia bókina — þar birt-
ast brestir hennar og kostir, og þar játar hún
þá sjálf. En hún vill ekki liggja á sínu. Hún
biður um goðsvör — þráir þau, en hefir ekki
fengið þau. Það er vonandi að hún fái þau.
Þegar andinn þroskast og skarpleikinn og dóm-
greindin vex, þá fær hún þau vonandi; en hún
fær þau aldrei utan að sér — hún fær þaú
innan að úr djúpi sinnar eigin sálar, því eg
efast ekki um, að þar er nógur auður fyrir til
þess. En þangað til vildi hún samt hlýða
æskudís sinni og endar því þannig:
Hver lítill geisli ljós frá himni ber,
að lauf og blómstur jarðar fagna megi.
Svo vildi’ eg það, sem lífið gaf mér, leiða
í Ijósum geisla út á djúpið breiða.
Og við þökkum henni fyrir að hún gerði
það, þótt við hefðum kosið sumt af því betra
en það er,
Dagsbrún heitir söngva- og kvæðakver
eftir Jónas Guðlaugsson, kornungan mann í
Reykjavík. Það kom og út í 'sumar. Hann
befir áður gefið út kvæði, bæði V o r b I ó m
og kvæði í T v í s t i r n i. Rað eru víða lagleg
tilþrif í kvæðum þessttm, en ærið eru þau
hljómlík kvæðum sumra annara, setn orí hafa
og gefið út á undan, t. d. Guðmundar Guð-
mundssonar. En flest af ljóðunum er iítt
þroskað, og stundum æðilítið um verulegan,
skáldlegan smekk. »Pjóðskáldið«, «Apis« og
»Dalbúar eru kvæði, sem helzt hefðu átt að
vera kyr í skúffunni heima, og óþverratalið
um bændurna í síðasta kvæðinu eru alls ó-
viðurkvæmileg orð; það vita allir, sem vilja
kannast við það, sem satt er og rétt, að ís-
lenzku dalabændurnir eru kjarni íslenzku þjóð-
arinnar, og flest vorra beztu rnanna er af þeirra
bergi brotið — og skáldið sjálft. Honum hætt-
ir svo mikið við að vonskast í kvæðum sín-
uin og líta með skáldhelgaðri fyrirlitningu of-
an á alla aðra en sjálfan sig, (»þið spyrjið«,
«til kunningjanna«), að það verður skoplegt;
annað eins og það er ekki innan að frá auð-
ugu hjarta, það erti «merkilegheit» og ekkert
annað. En óbifandi trú hefir Jónas á sjálfuin
sér, og köllun sinni sem skáldi, og það er
mikils virðandi, þegar hann stillist og lærir að
gæta sín og getur hafið sig upp yfir mykju-
flugur og úrelta daladjöfla. Og það eru til í
honum ósvikið efni til að verða skáld, ef hann
vill temja sig sjálfur; það sýnir »Vorið kemur«,
»Rósir«, »Eg veit«, ástavísurnar sumar uin
Rórborgu o. fl. »Sönglok« heitir síðasta kvæð-
ið hans; það ólgar af sjálfstrausti, að þessi
byrjun hans verði aðeins »dagsbrún yfir aust-
urleið« er »mun eitt sinn verða að dag» (við
verðum að fyrirgefa málvilluna!) Eg vil óska
skáldinu þess, að því verði að von sinni, því
að hann getur það vel, en til þess þarf hann
að ganga í gegnum þann skóla, sem honum
verður líklega örðugast, eftir þessu kveri að
dæma: að tíma að »krítisera« eða finna að við
sjálfan sig. Þá gæti vel skeð hann kæmist á
skáldalaun með tímanum — og ættu þau skilin.
Þriðja kvæðabókin, sem eg hefi milli handa
er eftir áttræðan, útslitinn, fátækan bónda norð-
ur í Mývatnssveit: Ljóðmœli eftir Jón Hinriks-
son. Kvæðabók þessi kveður við annan tón
en hinar, sem eg hefi verið að tala um. Það
er flest ort í hinum eldra stíl, og það er ó-
svikið, íslenzkt alþýðulag á kvæðunt hans. —
v .