Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 49
KVÆÐI.
47
en öxina þá féllu blóðdropar á —
Víg mun það vafalaust boða.
«Að maklega félli það, ósk mín er ein«
ung hans systir mælti berandi mein.
«En örlítið óskirnar stoða«.
Hvað bjó í unglingsins huganum þá?
Hnigandi saklausan föðurinn sá
á flótta, sér lífsgriða að leita,
ofstopamanninn með vaxandi völd
velja sér smánandi föðurgjöld,
en treystist lítt hefndinni heita.
Kvöldskuggar lengdust og sól hneig í sæ,
með sveinalið Víga-Styr reið þá að bæ,
ána þeir illfæra sögðu;
en Áslaug vosklæðin af þeim dró,
elnaði harmur, er hjúkrun þeim bjó,
sem föðurinn fjörvana lögðu.
Við eldana sátu, því köppum var ka't,
en kváðu þó eldsneytið treglega falt,
«í holti nær» heyrir það Gestur.
Að utan frá sorp bar hann inn um dyr,
því afráðið hafði að standa ei kyr.
í eldinum brakar og brestur. —
Gaus þá upp reykur svo rofaði ei til,
rýrnaði útsýn og sáust ei skil,
en rúmið sem veggur einn væri.
I bakhús við stofuna Gestur inn gekk.
glögt var þá færið, ef tekið nú fékk,
og mikið á milli’ ekki bæri. —
«Þráin til hefnda svo brennir mitt brjóst,
eg bugast og stenzt ei þann örlagagjóst,
og helgar mig hvatirnar kalla,
því vil eg heldur, þó þroski sé smár,
þreyta við hæltu, en liggi eg nár,
sem faðirinn ógildur falla.«
I stofuna hljóp hann frá hugsana þröng,
að heilanum öxin hans ruddi sér göng
á níðingnum friðsælda fáa,
áfram hann laut út á loganna svið
en lokið var skuldadaganna bið.
»Nú launaði eg lambið það gráa\»
Um laundyr þá hljóp hann út ofan að á,
ísskara á milli léttur sér brá,
í eftirleik engan þá fýsir,
Aftur þeir sneru og áurtnu hróp;
ungmennið hugrakka leið sína hljóp —
dugðu hans hamingjudísir. —
Þung eru oft kjörin þess, sem að flýr,
en þróttur hann studdi af sigrinum nýr
fús var hann örlögum eira.
Um svartdimma grímu ei svignaði geð
svipurinn Styrs þó reikaði með.
Málefnið góða vann meira. —
S. P.
Klara Broteva Viktoria Kláusarson
talar í kvenréttindamálinu.
I.
Að konan sé maður er kenning sú ný,
sem kvenfólkið er nú að gala.
Um skoðanir mínar á málinu því
eg má kanske dálítið tala.
Eg fjárábyrgð mannsins gef fylsta traust
— eg fékk ekki’ á ábyrgðum mætur —;
hann situr nú einn með þeim endalaust
og er hjá þeim Iangt fram á nætur.
Af sjónarhæð mannsins mitt útsýni er
— eg á ei við hugsanir þungar —.
Af fegurð hann kaus mig til fylgdar sér
— eg fræði um það dæturnar ungar.
Að hugsa um peningal— herra minn guð!
Ef heimta’ eg þá, kemur hann með þá.
Fyrst mönnum til yndis mig ætlaði guð,
eg einmana get ekki séð þá.
Hve tignarnafn mannsins oss togar að sér!
— þá tilfinning, meyjar, þið kennið —.
Ef sjálf þyrfti’ eg vinna til vírðingar mér
þá væri’ eg með hrukkur um ennið.
Mig beygða lét guð undir bóndann minn
— þó bregði eg mér launkróka með hann —
og ábyrgðarþunga eg engan finn; ,
án ábyrgðar fer eg burt héðan.