Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 16
110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. viku hafði hanti verið í veizlu hjá kunningja sínum einum, er var gamall piparsveinn, og það var kornið undir morgun, er hann kom heim. Hafði Margrét þá vakað alla nóttina og beðið heimkomu hans. Og er hann kom heim hitti hann hana grátandi. Hún kvaðst hafa ver- ið svo hrædd um, að eitthvert óhapp hefði komið fyrir hann og hann hefði meitt sig. Og það sem eftir lifði næturinnar fór í að gefa henni inn ýmiskonar meðul, er sefuðu hana og biðja hana fyrirgefningar, sem ekki fékst fyr en eftir margítrekaða bón. Og þetta var ekki einsdæmi, heldur skeði þráfaldlega. Hottum fanst hann hafa ávalt verið of harður við hana meðan þessu fór fram, en eftir á iðraðist hann eftirlátssemi sinnar og það var ríkt í huga hans að varpa þessu oki af sér. Vagninn ók nú upp eftir trjágöngunum heim að höllinni og skömmu seinna kom greif- inn í herbergi konu sinnar. Hún var þar inni og sá greifinn strax, að hútt hafði grátið. Hann lagði hanzka sína og hatt á borðið og sagði: »Eg veit vel, að eg hefi ekki verið haldin- orður og það er víst bezt fyrir okkur bæði, að eg gefi þér framvegis ekki nein ákveðin loforð um að vera komin heim fyrir vissan tfma.« Margrét svaraði engu en beygði höfðuðið enn meira ofan að bókinni, sem hún var að lesa í og varir hennar titruðust eins og á barni, sem ætla að fara að gráta. »Rú vilt kanske nöldra við sjálfa þig?« Hún leit upp, og í augum hennar var svo mikil sorg og örvænting, að hann viknaði. »Petta er misskilningur hjá þér, Gútither,« sagði hún lágt. »Eg er þér ekki reið. Ef eg hefði lag á að skemta þér, þá mundir þú ekki fara burtu héðan til þess að leita þér skemt- unar. Okkar skoðanir á ýmsum ntálum eru svo mismunandi, að við getum líklega aldrei orðið á sömu skoðun um þau. Við skiljum ekki hvort annað. — i dag hefir þú sjálfur skotið Marko.« — Meira heyrðist ekki, af því sem hún sagði fyrir ekka. Greifinn settist við hlið hennar í Iegubekkinn og sagði: »Hlustaðu nú á mig, Greichen. Hundurinn var veikur og honum gat ekki batnað. Rað var gustukaverk að drepa hann. Eg skaut hann sjálfur, af því eg treysti mér bezt til þess. Hann dó á svipstundu.« Margrét flutti sig dálítið frá honum í Iegu- bekknum. »Eg hefi leikið mér við hann frá því eg var barn,« sagði hún, »og systkin mín hafa leikið sér við hann. Hann var eina endurminn- ingin, sem eg hafði hér frá æskudögum mín- um.« »En hann gat ekki lifað lengur. Rað var gustukaverk að stytta honum aldur. Þú hlýtur að geta skilið þetta.« Hún strauk hárið frá andlitinu og sagði: »Já. Eg veit, að eg hefi átt við alt of mikið eftirlæti að búa og þú — —« »Eg er eiginmaðurinn þinn, Margrét, en ekki neinn æfintýraprins eins og þú, ef til vill hefir hugsað, að maðurinn þinn mundi verða.« Hann tók í hönd henni. »Von Berge, frændi okkar, var hér í morg- uu,< sagði Margrét skömmu seinna. »Hann ætlaði að tala við þig unt kvikfjárræktina í salt- flóunum. Hann sagði, að þú hlytir að hafa séð fyrir löngu, að það væri misráðið að koma þar á fót kvikfjárrækt, og ef þú værir ekki al- veg hættur við það, ætlaði hann að fá þig til þess að hætta við það nú. Og eg er viss um þú hættir við það, þegar bæði eg og hann biðjum þig um það,« Greifinn varð rauður í andliti og æðarnar þrútnuðu á enni hatts, en hann stilti sig þó og sagði: »Nei, Margrét, við það hætti eg ekki og eg skal segja frænda mínum það, þegar eg hitti hann næst.« »Ætlarðu þá, Giinther, að stofna lífi allra þeirra rnanna í voða, sem verða að búaþarna? Meturðu líf annara manna einskis? Og getur þú ekki séð, að þetta fær ntér mikils harms?« Greifinn var staðinn upp og gekk ttú í á- kafa aftur og fram um gólfið. »Pín ást, Margrét, er dálítið undarleg,«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.