Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 8
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. borðinu, gekk hún brott til herbergis síns og settist þar við vinnu sína. Willy hafði gengið út að glugganum og og hafði öpnað hann. Streymdi nú svalur kvöidandvarinn inn í stofuna. Hvítleita móðu lagði upp af rósareitunum og kirkjuna gal mað- ur séð bera við himin í rökkrinu. »Faðir minn,« sagði Willy, »af hverju hefir þú aldrei sagt mér frá því, að Elísabet von Randau væri trúlofuð. von Berge?* »Af því eg hefi ekkert um það vitaó, barn- ið mitt.« Báðir þögðu nú dálitla stund. Kirkjuklukk- an sló nú níu. Loks tók presturinn til máls og mælti: »Hefir þér, Wiily, nokkru sinni, í alvöru, dottið í hug að taka þessa mikiliátu og hjarta- góðu konu frá ættingjum og vinum og tengja hennar örlög og framtíð við þína, sem er ó- viss og stendur á völtum fótum?« »Nei, faðir minn.« jRú ert þó ekki svo eigingjarn, að þú unnir ekki öðrum að njóta þeirra auðæfa, sem þú getur ekki sjálfur notað.* Nú Iiðu nokkrar mínútur þannig að hvor- ugur sagði neitt. Willy dró þungt andann en hann svaraði ekki spurningu föður síns. Loks sneri hann sér við svo Ijósbirtuna lagði framan í alvarlega og drengilega andlitið hans. »Nei, eg unni öðrum þess vel. En hún elskar ekki von Berge. Hún hefir óbeit á að gipta sig, en samt ætlar hún að verða konan hans, af því hún kennir í brjósti um hann og af því hún þekkir ekki sjálfa sig. í öllum guð- anna bænum, misskildu ekki orð mín,« sagði hann lágt, »jeg elska hana, en hún skal aldrei komast á snoðir um það. En mér virðist, að þú, sem ert kennari hennar og góður vinur hennar, að það sé skylda þín að aðvara hana. Rú verður að gera það, faðir minn.« »Eg skal hugsa um það, að minsta kosti mun eg tala alvarlega við hana áður það verð- ur fastráðið.« jRakka þér fyrir það, kæri faðir. Eg vil ógjarna baka þér íleiri áhyggna en þú hefir.« Willy hafði gengið til föður síns og strauk hár hans með hendinni. »Nú tökum við aftur upp okkar gömlu venjur. Nú er óvissan farin og vissan fengin. Eg er þreyttur. Eg ætla að fara að sofa. Góða nótt, faðir minn.« »Góða nótt, Willy,« sagði presturinn og tók innilega í hönd sonar síns. 10. KAPITULl. Pað hafði lengi verið venja frú vón Massow að halda upp á afmælisdaginn sinn. Var hún þá vön að halda veizlu mikla á »Uhlenhorst« og bjóða þangað múg og margmenni. Hafði hún nú Giinther í ráðum með sér um tilhög- alla á hátíðinni og voru þau nú loks orðin ásátt um, hvernig henni skyldi haga. Snemma dags átti að leggja upp frá »Uhl- enhorst« ríðandi og halda til Grúnden, var það gamall bækiskógur, er lá niður við ströndina. Morgunverður skyldi etinn í skóginum. Að því búnu skyldi haldið heim aftur og um kvöldið skyldi vera dansleikur á »Uhlenhorst«. í marga daga hafði mörgum vögnum, hlöðn- um vistum, verið ekið heim til »Uhlenhorst«. Barónsekkjan hafði forsagnir á öllu sjálf og var altaf að senda húskarla sína og þernur hingað og þangað, svo enginn fékk lokið því verki, er honum hafði verið fyrirskipað að gera. Harðast varð þó kenslukonan úti. Hún varð að vera á ferðinni allan daginn og stjana und- ir húsmóður sína, og fjekk þá stundum margt misjafnt að heyra. Var hún því oft stúrin og flóðu augu hennar oftsinnis í tárum. En dag- inn fyrir hátíðina gaf frú von Massow henni fagran dansbúning og leyfði henni að vera á hátíðinni og taka þátt í dansinum og var það kenslukonunni mikil harmabót. Gúnther hafði komið yfir til »Uhlenhorst« til þess að athuga undirbúninginn undir veizl- una og tjáði hann sig ánægðan með hann í allan máta. »Þér getið ekki skemt yður við lítið,« sagði hann brosandi. »Yður væri víst ómögulegt að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.