Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 47
GÓUGÆLA. 141 lifnar þrá um lönd og sjá að lofa hátignina. M. 18. Einn þá kveður, annar nýr upprís gleðidagur, hláka eða hreinn og skýr himinbeður fagur. F. 19. Heftist sjóa hamförin, hrynur snjóa þakið, að vígja Góu vorljóðin vantar lóu-kvakið. F. 20. Pegar hún líður lofti í og lofar tíð hagstæða, hennar blíða »dirrin dí« dregur lýð til hæða. L. 21. Komið og tvinnið trygðabönd, trausta er minning þróa, þið munuð finna þekta strönd, þröstur minn og Ióa. S. 22. Skiljið við þann skilmingsglóp, er sker á friðarbandið; komið þið nú heim í hóp; hér er friðarlandið. M. 23. Barr nær þróast björkum á, ber að nóga gesti, og hróður Góu hljómar frá heiðalóu og þresti. Þ. 24. Brennuvarga brögðin slyng borgum farga og knörum, en hún hefur bjargað búpening og bætt úr margra kjörum. M. 25. Loftsins bláa hvelfing há, heillum spáir lýði, spegilgljáan sæ má sjá, seggir dá þá smíði. F. 26. Hátt og lágt um höf og lönd og himins áttir kunnar, framber máttug föðurhönd fegurð náttúrunnar. Gvöndardagur ’6. marz. F. 27. Marglit böndin Bifrastar Blíðka önd og hressa. geislavöndul vorsólar vígir Gvöndarmessa. L. 28. Frost og þýða, skúr og skin, skiftir tíðarfari, að verði blíðlynd vordægrin vonar lýðaskari. S. 29. Bændum óvænt trygðatröll tel eg Góu vera; heitin þó ei efndi öll, eyddi hún snjó og frera. M. 30. Kveður í gættum Góa klökk, gæðin hætt að skapa, tárum vætt hún tekur stökk fyr’r tímans ættarstapa. Sólbráð í mai. Sumar, sumar! sól og yl sendir þú um holt og móa. Glæðir alt sem enn er til eftir napran vetrarbyl. Bræðir klakans kalda þil, kveikir líf um um hól og flóa. Sunnan yfir hrannahyl heilsa okkur vor og lóa. Vetrarharkan valdagjörn víkja skal úr dalnum breiða. Peyrinn bræðir helköld hjörn. — Hlakkið sumri, ungu börn. Upp’í hlíð og inn við tjörn, út við sjó og fram til heiða, á sér myrkrið enga vörn, út það skal til heljar leiða. Nema að inn við einhvers barm eigi það sér staði forna. Búi þar um beiskan harm, breiði sig á dulum hvarm.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.