Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 48
142
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Pótt við hefðum efldan arm
enginn má við sköpum sporna.
Bezt að dylja blakkan farm,
bíða svo, ef kynni að morgna.
Yfir landsins hlíð og hól
heldur vor á norðurleiðir.
Birtugjafi, blessuð sól,
beygir fyrir norðurpól.
Veltur áfram æfihjól,
ýmist veginn þrengir, greiðir.
Rrá og dáð, sem æskan ól,
út á sviðið hugan seiðir.
Hallgr. Jónasson.
Bókmentir.
Vinnan. Eftir Guðm.
Finnbogason Dr. phil.
Rvík. 1917.
Bók þessi er einhver hin nýstárlegasta, sem
út hefur komið á ísl. tungu nú lengi. Vér
höfum vanizt því fyrirfarandi að ætla að kafna
undir Ijóðakveðskap og búfræði, fornbréfum og
ættartölum, og hefur sumum þólt ærið litið til-
koma eins og gengur, og ættu þó búfræðisrit-
in að vera vinsæl meðal bænda og búaliðs,
meðan unga fólkið svalar sér á Kapitólu og
Cymbelinu fögru. En nú kemur ný bók til sög-
unnar, sem kveður við alt annan tón en nokk-
uð af þessu, þó að óneitanlega verði að telja
hana búfræðinni skyldasta. Rað er kunnugt
að höf. fékk ríflegan styrk á alþingi 1915 til
þess að stunda svo nefnd vinmmsindi, nýja
grein praktískrar heimspeki, og styðja að út-
breiðslu þeirra hér á landi. Oerðu sumir mikið
skop að þessum vinnuvísindum hér á iandi, og
þeir auðvitað mest, er litla sem enga hugmynd
höfðu um vinnu, eða þá þóttust e:nfærir um
að vinna með sínu lagi og þóttust ekki þurfa
neina heimsspekinga með landssjóðsstyrk til
þess að kenna sér verkatökin. Svo hef eg
ekki heyrt teljandi talað um þetta mál. En
höf. fór til Ameríku f fyrra og kynti sér vinnu-
visindin þar, og svo aðra vísindamenn og sál-
arfræðinga, eins og sjá má á heimildarskrá
hans aftan við bókina. Svo hélt hann fyrirlestra
við háskólann um þetta efni í vetur, og voru
þeir síðan prentaðir.
Bókin er rituð svo létt og alþýðlega, að
engum meðalmanni, þóít lítillar nrentunar hafi
notið, getur talizt um megn að skilja hana til
hlítar. Og þar er drepið á svo margt, sem
menn hafa ekki tekið eftir, að eg skil ekki í
öðru, en það fari svo fyrir einhverjum öðrum
en mér, að menn furði sig á því, að menn
skuli ekki hafa tekið eftir því fyrri en þeim
var bent á það. Bókinni er skift í 10 kafla. Er
í fyrsta kaflanum gerð glögg grein fyrir eðli
erfiðisins, hvernig líkaminn framleiði það, og
hvaða áhrif þar komi til greina; en þau eru
bæði mörg og margbrotin. í öðrum kaflanum
er lýst hinni eðlilegu afleiðingu erfiðisins, og
lýst merkilegum tilraunum, er gerðar hafa verið
til þess að auka vinnumagnið án þess að of-
bjóða líkamanum eða auka þreytuna að mun.
í þriðja kaflanum er lýst kappinu, og þykir
mér sá þáltur einhver liinn merkasti kafli bók-
arinnar, og virðist það mál vera furðu vel leyst,
hvernig sem á það er Iitið. Siðari hlutinn er
svo vinnugleði, vinnulaun og margt hvað ann-
að sem að vinnunni lýtur. Bókin er fjörugt og
skemtilega rituð eins og alt sem Guðmundur
Finnbogason ritar, og engu síður skemtileg af
lestrar en góð skáldsaga, auk þess sem hún
hefur margan þarfan fróðleik að geyma. Væri
æskilegt að sem fleslir næðu til að lesa hana,
og ekki sízt þeir er stunda líkamlega vinnu,
því að hún gæti orðið þeim að miklu góðu.
Verst er að dýrtíðin veldur því að bókin er
nokkuð dýr eftir stærð, og er hætt við að það
standi nokkuð í vegi fyrir þeirri útbreiðslu, sem
hún á skilið.
Frakkland. Eftir Kr. Nyrop.
Þýtt hefur Guðm. Guðmundsson skáld.
Rvík. 1917.
Kver þetta hefur ritað prófessor í frönsku
við háskólann í Khöfn, til þess að gera mönn-
um Frakkland betur kunnugt en áður hefur ver-