Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 42
136 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. LIFIÐ EFTIR DAUÐANN. Rýtt hefur Sig Kristófer Pétursson. (Framh.) — Vér höfum nú virt fyrir oss líf þeirra manna í öðrum heimi, sem hugsa mest um sjálfa sig, jafnvel þótt hinum síðartöldu sé hvað mest hugleikið að fullnægja annað hvort fegurðar eða fróðleiksþrá sinni. En svo eru aðrir, sem eru ekki ánægðir með það, og vilja keppa að ein- hverju sem er enn þá æðra og göfugra, menn og konur, sem hafa bæði þessa he:ms og annars mesta unun að því að hjálpa sambræðrum sínum. Hverjar verða framtíðarhorfur þeirra í sálarheim- inum? Slíkir menn og konur fá þar vissulega tækifæri til að halda þar áfram mannúðarstarfsemi sinni, og verður auk þess miklu meira ágengt en hér í heimi. í sálarheimum er sem sé ólíkt hægra að láta gott af sér Ieiða en hér. Rar getur einn maður hjálpað mönnum þúsundum saman og getur verið viss um, að hjálp hans kemur þeim að miklu verulegri og varanlegri notum en venjulegast á sér stað á jarðnesku tilverustigi. Sumir menn í sálarheiminum hjálpa sérhverjum, sem þeim gefst kosturáað hjálpa, aðrir láta sér aðeins ant um ættingja sína og vini, hvort þeir eru lifandi eða dauðir. Annars eru það einhver hin römmustu öfugmæli að tala um lifandi menn og dauða og nefna íbúa annars heims dauða; því að ef nokkrir geta heitið dauðir, þá erum það vér, sem tórum hér í jarðneska líkamanum. Hinir eru vissu- lega lifandi, því meðvitund þeirra fær ólíkt betur notið sín, af því að þeir eru leystir úr læðingi hinnar jarðnesku tilveru. Mörg móð- irin, sem horfin er inn í hið æðra tilverustig, vakir yfir velferð barna sínna, og er þeim sann- ur verndarengill. Og margur grátinn eiginmaður fer ekki frá konunni sinni er tregar hann. Og hann telur sig sælan, ef hann getur látið hana verða öðru hvoru vara við návist sína og koma þeirri hugsun inn hjá henni, að hann bíði eftir henni, og elski hana engu minna en áður. Eg geri nú ráð fyrir að einhverjir mundu segja: »Sé þessu þann veg farið, þávirðistþað liggja nokkurnveginn í augum uppi, að æskilegt væri að losna héðan sem fyrst.« Fljótt á að líta getur það virzt sem þekk- ing á lífinu eftir dauðann gæti orðið til þess að ýta undir menn að ráða sig af dögum. Ef menn hugsuðu að eins um sjálfa sig, væri ekki nema eðlilegt að slík skoðun yrði almenn, að best væri að hverfa héðan eins fljótt og unt er. En ef menn íhuga, hverjar skyldur hvíla á þeim gagnvart guði og mönnum, munu þeir brátt sjá að slík skoðun er röng. Menn eru hingað komnir í ákveðnum tilgangi, sem hvergi verður náð nema hér. Hinn innri maður hefur lagt mikið á sig, til þess að fæðast inn í þenn- an heim og það er því glæpur gegn insta eðli voru að s.ipta hann tækifæri til að aflasér jarðneskar reynslu. Til þess að varna því, að vér hverfum af þessu tilverustigi fyrir tímann, hefir forsjónin innrætt oss hina ósjálfráðu lífs- þrá, er kemur oss til að klóra í bakkann svo lengi sem kostui' er. Rað er heilög skylda vor að taka svo miklum framförum í hverri jarðvist, sem auðið er, og lengja lífdagana að svo miklu Ieyti og í voru valdi stendur. Rað er sem sé margt, sem vér getum lært hér í heimi, sem verður ekki Iært á öðrum tilverustigum; og eftir því sem vér lærum fyr alt sem jarðlífið getur kent oss, eftir því losnum vér fyr úr þrautaskóla þess, og komust hjá að lifa eins takmörkuðu lífi og því, er verður hlutskifti manna á þessu tilverustigi. Og þessvegna ætti engin að stuðla að því að deyja, fyr en hans skapa- dægur kemur. En þegar dauðann ber að ættu menn að fagna því. Dauðinn flytur mönnum frið og hvíld eftir alt stríð og baráttu þessa jarðneska lífs. En þótt lífið í sálarheimum virðist vera eftirsóknarvert í samanburði við hið jarðneska líf, þá er það þó ærið gleðisnautt J

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.