Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 30
124 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Mundi það eigi bara vera gullhamrar, sem eiga að láta vel í eyrum mér, að enginn vilji nú taka forustuna og efna til þróttmikillar fram- sóknar. Er það mögulegt, að höfðingjasamband vort siitni í sundur, sem saman stendur af merkustu höfðingjum kristinná manna, Iiðist sundur sakir veikinda eins manns, enda þótt svo hafi nú viljað til, að maður þessi sé Eng- landskonungur. Er það hugsanlegt, að veikindi konungs þessa eða dauði geti stöðvað 30 þús. einvalaliðs í framsókn sinni. Rótt krónhjört- urinn falli, tvístrast ekki hjartahjörðin. Drepi valurinn trönu, sem stýrir trönuhóp, tekur önn- ur þegar forustuna og flokkurinn tvístrast ekki. Rví halda höfðingjarnir eigi ráðstefnu og velja einhvern til forustu og framkvæmda?« »Svo eg segi yðar hátign eins og er,« svar- aði baróninn, »fyrst að þér spyrjið um þetta, þá hef eg heyrt að slík ráðstefna hafi átt sér stað.« Konungur hváaði og afbrýðissemi hans vakn- aði þegar. »Hafa samherjar mínir þegar gleymt mér, af því eg hef tekið sakramenti og búið mig undir dauðann? — Eða telja þeir mig ef til vill sama sem dauðan? En samt sem áður er þetta rétt gert af þeim og hvern velja þeir svó fyrir kristna herinn?« »Staða og tign virðist benda á konung Frakklands.« »Sei, sei! Filip af Frakklandi og Navarra, hans allra kristnasta hátign! Pað lætur vel í eyrum. Hér er þó sá hængur á, að vel gæti farið svo, að hann hefði skifti á orðunum »fram« og »aftur á bak«, og að hann færði herinn heim til Parísar í stað þcss að færa hann áfram til Jórsala. Enda hefur nú hans gáfaða höfuð komist að þeirri niðurstöðu, að arðvæn- legra sé að fara heim og þröngva kostum léns- manna sinna og ræna samherja sína en að ber- jast við Tyrki um hina helgu gröf.« »Ef til vill fellur valið á erkihertogann af Austurríki,* sagði baróninn. »Einmitt það, líklega af því að hann er álíka mikill að vallarsýn og þú, Tómas, án þess að eiga snefil af hugrekki þínu og snarræði. Eg segi þér það satt, að þessi höfðingi Aust- urríkis hefur eigi meira hugrekki ísínum hold- uga skrokki, en moldvarpa eða músarindill. Burt með hann. Nei, gefið honum heldur flösku af rínarvíni, svo hann geti helt henni í sig með sínum tötralegu kesjumöunum.« »Ef til vill gæti komið til greina Stórmeist- ari Musterisherranna,* sagði baróninn, sem var mjög ánægður yfir því að geta leitt umhugs- un herra síns frá veikindum hans, enda þótt það yrði á kostnað hinna annara krossfarar- höfðingjanna. »Stórmeistarinn er hraustur og nýtur herforingi, ráðsnjall og ræður sjálfur ekki yfir neinu konungsríki, sem dregið gæti huga hans frá því, að gera silt ítrasta til þess að vinna landið helga. Hvernig litist yðar hátign á það, ef hann yrði foringi kristna hersins?« »Hann hefur ýmsa hæfileika til herstjórnar, því verður ekki neitað. Hann kann að fylkja liði og er ávalt í broddi fylkingar, er til orustu kem- ur. En haldið þér. herra barón, að það væri rétt að taka Iandið helga af Saladin soldáni, höfðingja, sem allar dygðir prýða, sem skartað geta á óskírðum manni, og fá það í hendur Musterisherranum, sem er Iangtum meiri heið- ingi en soldáninn sjálfur — dýrkar djöfulinn sjálfan og fremur á laun svívirðilegar syndir?« »Stórmeistari Jóhannesriddaranna hefur ekki orð fyrir galdra eða trúarvillu,« sagði baróninn. »Ér hann ekki kunnastur sem samvizkulaus nirfill, og grunaður. og meira en það, um að hafa selt þeim vantrúuðu þær upplýsingar, sem hjálpuðu þeim til að ná þeirri stöðu, sem þeir aldrei hefðu unnið í ærlegri orustu. Nei, þá er betra að selja alt liðið ítölskum farmönnum og bröliurum, en að fá það í hendur stórmeist- ara Jóhannesarorðunnar,« sagði konungur. »Látum þá svo vera, eg vil þó geta upp á einum manni enn. Hvað segir yðar hátign um Konráð greifa af Montserrat? Hann er vel viti borinn, kurteis og hraustur í orustum?« »Slægvitur áttu við? Kurteis? ójá, líklega helzt við konur og meyjar. Við þekkjum þó allir þann uppskafning. Pað eiga að vera stjórn- arhyggindi hans að skifta um skoðanir jafnoft

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.