Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 32
126 NÝJAR KVÖLDVÖKUP. Ófermdi drengurinn. Eftir J. B. Það vsr nokkru fyrir hvítasunnu. Tumi á Hóli hafði komið heim daginn áð- ur af barnaprófi. Hafði hann aldur til að ferm- ast, en skorti mikið á að ná fullnaðar einkunn. Og það leit út fyiir að eitthvað meira væri á seiði, því Halldór gamli, húsbóndi hans, hafði fengið þau orð með Tuma, að þeir óskuðu eftir að finna hann, kennarinn og prófdómar- inn. Og nú var gamli Halldór að koma frá þeim með þann úrskurð, að Tumi væri óhæfur til náms. Skólaganga væri þýðingarlaus lengur. Hann gœti ekki lært. Ef hann vildi láta ferma hann, yrði presturinn að reyna hann hvort hann teldi hann fermingarfæran. Hann bæri ábyrgð á því. Þeim kæmi það ekki við. En hitt þætti þeim líklegt, að séra Björn fermdi hann ekki, j>því strákurinn vissi ekki neitt.« Yfir þessu var gamli Halldór ráðalaus, — í fyrsta sinn á æfinni. Honum hafði raunar ver- ið spáð því, að Tumi mundi aidrei fermast. En Halldór hafði aldrei svarað öðru en því, að hann skyldi fermast og það á réttum aldri. Halldór gamli gekk um gólf á hlaðinu. Það gerði hann æfinlega, þegar einhver vandamál báru að höndum. Hvað átti liann að gera? Við svona torfær- ur á veginum stóð hann gersamlega magnlaus. Ekki gat hann skipað prestinum að ferma Tuma, ef honum fyndist hann óhæfur og einskis vit- andi. Hann var þó svei mér búinn að gera sitt til að fermingin kæmist á hann nokkurn veginn lýtalítið. En hvern fjandann voru þessir kennarar að gera! Slíkir menn voru ekki á marga fiska! Þeir áttu að vera búnir að læra ögn lengur, eða eyða ögn meiru í lærdóminn! Eða hafa hærra kaup, 2 kr. á dag. Og svo dýr- tíðaruppbót! Halldór gamli stundi við, eins og syndaþungi allra kennara og alþingismanna lægi á honum. En að fara nú bónarveg að prestinum, og biðja hann að ferma Tuma, þó hann væri þá fráleitur til þess. Ekki misti nú presturinu himna- ríki eða hempuna, eða dýrtíðaruppbótina, þótt hann fermdi einn föður og móðurleysingja, sem ekki gat lært. Nei, ónei! Pað var Halldór gamli viss um. Ojá, reynandi væri það! Hann skyldi borga honum ríflega fermingartoll. Peir skyldu ekki margir verða hærri þann daginn þótt munaðar- leysingi ætti í hlut. Halldór varð svo viss um sigur þessa máls, ef farin væri þessi leið, að hann gat ekki stilt sig um að taka upp pontuna og fá sér hressi- lega í nefið, þótt hann hefði nú raunar ásett sér að spara tóbakið á meðan alt var í þessu verði. Hann hélt áfram þessum hugsanagangi, sem hann var kominn inn á, áður en hann byrjaði að taka í nefið. Öðru eins hafði Halldór gamli komið til leiðar í búskaparmálum heima í héraði og við- víkjandi reikningum sínum hjá kaupmönnun- um. En þetta var nú reyndar dálítið annað. Pau væru einhvernveginn alt öðruvísi þessi andlegu mál; ekki fyrir hann að fara höndum um þau. Pau voru alt of mjúk og viðkvæm, eiginlega ómögulegt að fara höndum um þau, fanst honum. Á meðan þessar hugsanir vöfðust hver um aðra, varð Halldóri gengið út fyrir bæjarhornið. Sá hann Tuma vera að taka til tófta þar uppi við eitt fjárhúsið. »Það er bezt að eg segi Tuma fréttirnar,« tautaði Halldór gamli við sjálfan sig. Hann sótti upp eftir. Tumi var að roga stórri torfu upp á bunka, sem hann var búinn að hlaða um daginn. »Ekki vantar dugnaðinn til verkanna.* hugs-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.