Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 9
TENGDADÓTTIRIN. 103 lifa, ef þér hefðuð ekki ostrur og sveppa til þess að eta og silkiflos og kniplinga til að klæðast daglega.* Frú von Massow stóð við borð eitt og raðaði í fjölda af kerum og skálum, er á því stóðu. »Eg held,« sagði hún í gamni blandinni alvöru, »að eg hefði ekki verið fær um að búa við fátækt. Eg mundi heldur ráða mig af dög- um en þurfa að nota þvegna hanska og kiæð- ast upplituðum kjólum.« Létl fótatak heyrðist og Óskar kom hlaup- andi inn í stofuna. »Mamma,« kallaði hann og lá við spreng af mæði. »Má eg ríða út í skóg á morgun, á litla hestinum mínum?* »Rað mátt þú drengur minn. Á morgun eiga allir að vera glaðir og skemta sér. En nú áttu að fara. Þú veist að þú mátt ekki koma hingað inn, þegar gestir eru hér.« Þegar drengurinn var genginn út, sagði Gunther: »Er yður það ljóst, að þér eruð ekki ein3 og aðrar konur, og kvenlegs eðiis verður mað- ur varla var hjá yður. Yðar eigin börn mega varla koma til yðar. — Hafið þér ekki mist tvö ungbörn?« »Jú, guði sé lof, misti eg tvö á nokkrum mánuðum. Eg get ekki hugsað til þess að hafa stóran barnahóp ávalt í kringum mig, og mér leiðast smábörn. — Lítið þér á. Er þetta ekki fallegt blóm?« og rétti honum terós. »Nú þykist þér vera verri en þér eruð,« sagði Gúnther, »og það er alls ekki tilhlýði- iegt, að láta í Ijósi svona viðbjóðslegar mann- hataraskoðanir.«‘ Hún leit til hans undrandi. »Eg skil ekki hvað þér eruð að segja, hr. greifi,« sagði hún, »og þetta er í fyrsta sinni, sem þér ámælið mér fyrir að segja sannleik- ann. — Það hefði auðvitað verið miklu skyn- samlegra af mér, að látast elska manninn minn og láta svo^ sem mér þætti vænt um börnin mín og þættist vera þeim ástrík móðir, en eg hefi aldrei viljað sýnast önnur en eg er. Eg vil ekki draga neinn á tálar, að minsta kosti ekki yður, Gúnther.« Rödd hennar titraði lítið eitt, er hún sagði síðustu orðin. Gúnther greip um hönd hennar, sem enn hélt á hinni ilmandi rós og sagði: »Edith, haldið þér áfram að vera eins og þér hafið verið. Varðveilið yðar góða hugar- þel og gleymið ekki vináttu minni. Mér finst vera svo mikill styrkur að vináttu yðar og eg þarfnast vina.« Fæðingardagur frú von Massow rann upp heiðríkur og sólfagur. Klukkan níu árdegis komu gestirnir saman í hallargarðinum. Var nú haldið af stað og riðu riddararnir samsíða, tveir og tveir. Boðsgestir þeir, er voru við aldur, óku á eftir í opnum vögnum. Hermann von Berge reið við hlið Elísabet- ar. Sagði hún honum, að reiðhesturinn sinn hefði orðið haltur og hefði hún orðið að fá hest lánaðan hjá Gúnther. »Gættu þín frænka mín,« sagði hann.« íRessum hesti er ekki treystandi. Gættu þess að láta hann ekki stökkva yfir skurði eða girð- ingar, því honum er gjarnt að fælast. Eg vildi óska, að eg gæti riðið við hlið þér og gætt þín.« »Rá væri mér borgið, þú trúi Eckart,« sagði Elísabet hlæjandi. En hún kendi gleði, er frú von Massow skipaði þannig fyrir, að Dossow skipstjóri skyldi ríða við hlið Elisabetar. Hún haföi ekki séð hann síðan þau voru saman í skóginum og það var vika síðan, en hann hafði ekki liðið úr huga henni. Henni var ómögulegt að gleyma þeim degi. Ávalt stóð henni fyrir hugskots- sjónum hvassa augnatillitið hans. Hún hafði ekki Iengur vald á tilfinningum sínum. Hún var hætt að skilja sjálfa sig. Frú von Massow og Gúnther riðu nú í broddi fylkingar út um hallarhliðið, en Elísa- bet og Willy riðu síðast. Var nú farið að spretta úr spori. Elísabet var í góðu skapi og veifaði hún keyrinu í kringum sig og gerði þyt með þvf í loftinu til þess að hvetja hest sinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.