Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 31
KYNJALYFIÐ. 125 og hann skiftir um lit á vesti sínu. Og hvar hann verður, getur enginn séð af Iit hans, því hann svíkur lit hvenær sem hann sér sér ein- hvern ávinning í því. Hraustur í orustum segir þú. Jú, hann ber sig vel á hestbaki og er mannalegur við vopnaæfingar og á leikvelli þegar einungis er brugðið bitlausum sverðum og stangaoddar eru huldir tréhúnum. En varst þú ekki með mér, þegar eg sagði við þennan mikilláta greifa: Við eru hérna þrír kristnir ridd- arar, en þarna eftir sléttunni fara um sextíu Saracenar í hóp, eigum við ekki að ráðast á þá? það eru ekki nema tuttugu trúarvillingar um hvern okkar,« »Jú eg man eftir þessu, og eg man líka hverju hann svaraði, því, að limir hans væru úr kjöti en ekki leir, og að hann kysi fremur að bera mannshjarta en úr dýri, enda þótt það væri úr sjálfu Ijóninu. — En nú sé eg enga leið út úr vandræðunum, því að við erum komnir á sama stað og við fórum frá. Og við getum ekki haft nokkra von um að fá að krjúpa við gröfina helgu fyr en guð gefur Ríkarði konungi heilsuna aftur.« • Við þessa alvarlegu ræðu fór konungur að hlæja — í fyrsta sinn í langan tíma. »Samvizkan er sannarleg náðargjöf, en svefn- stygg er hún, fyrst eins kaldlyndur herra eins og þú frá norðurlöndum getur vakið hana hjá herra sínum. Satt að segja mundi eg Iítið hugsa um þessa ístöðulitlu eða ótryggu höfð- ingja, sem þú nefndir, ef enginn þeirra treyst- ir sér til þess að taka við forustunni og vinna frægðarverkið, sem eg hefi einsett mér að vinna. En það verð eg að kannast við, að ef einhverj- um hugrökkum riddara, og þeir eru til í her- sveitum vorum, sem betur fer, auðnaðist að reisa krossmerki á musteri Jórsala, áður en eg væri fær um að taka þátt í því frægðarverki, þá mundi eg skora hann á hólm upp á líf og dauða, jafnskjótt og eg væri fær um að bera vopn, af því að hann hefði rænt mig frægð þeirri, er eg hafði einsett mér að vinna. — En hvað heyrum við, trumbuslátt í fjarlægð?* »Líklega er Filip konungur á ferðinni.« sRú hefur ekki góða heyrn, Tómas,* sagði konungur og ætlaði að stökkva á fætur. »Heyr- irðu ekki hringlið og glamrið. Það veit him- ininn, Tyrkir hafa brotist inn á milli herbúða vorra, eg heyri nú köll þeirra.« Hann gerði tilraun til að komast út úr rekkjunni, en baróninn hélt honum kyrrum og varð að beita til þess öllu sínu afli og kalla á verðina sér til hjálpar. íRú ert drottinssvikari, Tómas,« sagði kon- ungurinn sárgramur, þegar hann örmagna eftir viðureignina hné aftur niður á koddann. »Eg vildi eg væri orðinn svo heilbrigður, að eggæti molað á þér höfuðið.« »Betur að þér væruð orðinn svo sterkur, herra konungur,® svaraði baróninn með hægð. »Rað væri sannarlega stór ávinningur fyrir krist- indóminn, væri Ríkarður Ijónshjarta orðinn svo heilbrigður, jafnvel þótt Tómas af Qilslandi misti kollinn fyrir það.« »Göfuglyndi, tryggi vinur,« sagði konung- ur og rétti baróninum hönd sína. »Rað er hitaveikin, sem lætur mig tala móðgandi orð til þín. Englandskonungur hefur enga ástæðu til að hallmæla þér. Sýnið mér nú þá velvild að grenslast eftir, hvaða ókunnir menn eru komnir hingað til herbúðanna.« Baróninn þrýsti hönd konungs og skundaði út til að vita um þetta, en um leið skipaði hann vörðunum að gæta konungs dyggilega meðan hann væri fjarverandi; og það gerðu þeir, því næst konungi óttuðust þeir engan jafnmikið og baróninn. (Framh.) Jóhanna við nýju kenslukonuna: »Eg ætla að biðja þig að segja já, ef mamma spyr þig að, hvort þú viljir þiggja hjá sér kaffi- bolla.« Kenslukonan: »Nú, því þá.« Jóhanna: »Eg hefði bara gaman af að sjá þá framan í hana mömmu.« Kennarinn: »Hve mörg grömm eru í kilógramminu.« Tómas: »Rað fer alt eftir því við hvaða kaupmann maður verzlar.s

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.