Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 41
ÓFERMDI DRENGURÍNM. Í 35 reisti hana upp. En hún var svo máttfarin, að hún var eins og dauður hlutur. Hann meira bar hana en Ieiddi að næsta leiði. »Ha, ha, ha!« glumdi við úr hópnnm. »Rað er þá Tumi! Rað er þetta, sem hann hefur verið að læra í vetur, að faðma »vit- lausu Gunnu.c Hann hefur haldið að hann yrði fermdur upp á það. Ha, ha, ha.c Tumi gaf sig ekkert að hlátrinum og óp- inu. Hann kraup niður við hliðina á Guðrúnu, hagræddi henn eins vel og hann gat; strauk og klappaði ho'dlausuin og köldum höndunum á henni, og spurði hana hvort hún hefði meitt sig, hvar hún fyndi til, og hvernig best færi um hana. Þegar hann hafði búið svo vel um hana, sem hann gat, tók hann nokkra kopar- skildinga úr budduræfli, sem hann bar í vasa sínum, og gaf henni. Rað var aleigan söfnuð á mörgum árum. Svo gekk hann þegjandi burtu upp holtin, sömu Ieið og hann kom. Á meðan þessu fór fram hafði maður nokk- ur í hópnum fengið að vita hver Tumi var og hvernig á stóð með fermingu hans. Þessi maður var háskólagenginn og lét sér mjög ant um uppeldismál og skólamál. Hann stóð um stund þegjandi eftir að hann hafði fengið upplýsingarnar um Tuma. Svo gekk hann upp í kirkjudyrnar og mælti: »Mér þætti vænt um, ef þér vilduð hlusta á mig fáeinar mínútur. Eg skal vera stuttorður. Eg ætlaði aðeins að segja það, að undan- teknum drengnum þarna, sem hleypur upp hólana, mættum við öll skammast okkar eftir þennan litla atburð, sem hér hefur gerzt. Eg heyri sagt, að hann hafi ekki náð ferm- ingu vegna þess að hann vissi ekki nógu mik- ið. Gelur vel verið! En hvað gerir hannPHann einn hefur í sér fólginn kjarna og merg þess sem Kristur brendi helst og frekast inn í mann- kynið: „Pað sem þér gerið einum af minum minstu brœðrum, það gerið þér mér.“ — En við sem álítum okkur kristin, og erum nýbúin að hlýða á ræðu af kristnum presti í kristinni kirkju og teljum okkur standa himinhátt yfir þessum fávfsa og fátæka dreng, við stöndum eins og dauðar kaldar styttur, þegar tækifærið býðst til að hjálpa »einum af þessum minstu bræðrumc. Á þessu augnabliki hefur enginn okkar — ekkert okkar átt skilið að vera fermt nema hann einn, ef fermingin hefur nokkurt gildi í þessa átl. En vonandi munum við það öll næst, þeg- ar dæma á um, hvort einhver er hæfur til ferm- ingar eða ekki, að það er í hjartalagi, eðlis- göfgi, kjarna mannsins, sem maður verður að leita að guði í manninum, en ekki í því hve mikið hann hefur getað tileinkað sér og lært af fræðikenningum, helgisögnum og skýringum um guð, því þar er hann ekki. Guð er i manns- hjartanu.« Maðurinn þagnaði og gekk niður. En mannfjöldinn varð ósjálfrátt litið upp í holtin, þar sem ófermdi drengurinn gekk í einhverri undarlegri sæluleiðslu í kringum lamb- ærnar. Vísubotnar. í 7. hefti Nýrra Kvöldvaka s. I. ár, er vísu- helmingur, sem óskað er eftir botnum við. Fyrri parturinn var svohljóðandi: Hér á landi háð er strið við hafis, eld og sjóinn, Kvöldvökurnar hafa meðtekið þessa botna frá einum manni: Vonabrigði, vofulýð, villutrú og — snjöinn, Sólin þó á sumartið sveipar gulli möinn. Margra endar œfitið áður' en hann er róinn. En hrauna svörð mun seinni tíð sýna blómum gröinn. J- Ö. j.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.