Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 24
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. lofa klaustrunum að standa og fólkinu að vera þar í friði. Petta var Kenneth kunnugt um, en engu síður hafði þessi fagri söngur og skrúðgangan afarmikil áhrif á hann og fundust honum þes=ar guðhræddu meyjar í hinum fagra skrúða vera himneskar verur, og hann kraup á kné af lotningu fyrir þessum hátíða brag. Söngurinn hætti, en meyjarnar héldu skrúðgöngunni áfram þegjandi hringinn í kring í kapellunni. í annað skifti setn þær gengu fram hjá Kenneth, þar sem hann kraup, kom það fyrir, að blómknappur losnaði í kransinum hjá einni af meyjunum, sem báru hvítu blæjuna og hún lét hann falla fyrir fætur riddarans. Hann kiptist við sem elding hefði hitt hann, en náði þó valdi yfir sjálfum sér og fór að hugsa um að ef til vill hefði þeita verið til- viljun ein. Eftir þetta hafði hann ekki augun af þessari ungfreyju, og hjarta hans barðist um eins og það ætlaði að springa. Meyjaskarinn var ekki lengi að fara hringinn í kapellunni en honum fanst þó sá tími aldrei ætla að líða. í þriðja skifti þegar þær fóru framhjá honum, sá hann að hin föngulega mær, sem hann hafði ekki haft augun af, stakk nettu hvítu hendinni undan hvítu blæjunni og altur lá blómknappur við fætur hans. — í þetta skifti gat það ekki verið tilviljun, og þessi fagra hönd var svo lík fagurri kvenhönd, sem hann hafði kyst fyrir nokkru og eiganda hennar hafði hann þá svarið að hlýða boðum hennar og sýna fullan trúskap. Rað sem ennfremur hrakti brott allan vafa um hver hendina ætti, var dýrindis rauðsteinshringur sem skréytti hana og þótt blæjan hyldi ásjónu liennar, hafði dökkbrúnn og óstýrilátur hárlokkur læðst und- an blæjunni og hann minti riddarami á hára- lit meyjarinnar, sem mest áhrif hafði haft á hann á lífsleiðinni og sem hann eigi gat gleymt. En hvernig því vék, við að svo tiginborin og göfug jómfrú var horfin þangað inn í þessa eyðimörk, var honum huliu ráðgáía. Eftir þetta stefndu kórdrengirnir og klaustur- systurnar til dyranna fcak við altarið og hurfu þar út, um leið og meyjan sem Kenneth stöð- ugt fylgdi með augunum hvarf út úr dyrunum Ieit hún til hans. Svo lokuðust dyrnar og Ijós- in dóu í kapellunni og riddarinn varð þar einn eftir í myrkri. En því skeytti hann nú lítið. Hann hugs- aði eigi um annað en hina yndislegu sýn og meyjuna vænu, sem hann hafði verið og var enn ástfanginn í. Hann leitaði á gólfinu eftir blómknappinum sem hún hafði látið falla, kysti hann og geymdi við hjarta sér. Ast hans var svo áköf að hann jafnvel kysti góifið þar sem hann liélt að fótur hennar hafði stigið. Að sönnum riddarasið fanst honum það þó neðan við virðingu sína að veita henni eftirför eða að njósna um hvernig á því stæði, að hún væri þar komin; enda fanst honum þessa stund- ina, sem hún væri yfirnáttúrleg vera. Voru þessar tilfinningar hans í fylsta samræmi við hinn riddaralega hugsunarhátt sem ríkti á þeim tímum. Ástasaga hans var eigi gömul en dálitið einkennileg. Hann hafði t. d. aldrei heyrt þessa yngismey tala, sem svo mikil áhrif hafði haft á hann. Hún var við hirð Ríkarðar kon- ungs og honum nákomin. Honum var að vísu heitnilt samkvæmt stöðu sinni sem riddari, að sýna henni fagurgala og aðdáun en naumast að umgangast hana óþvingað og sitja á tali við hana. Sein fátækur riddari var hann því neyddur til að leyna ást sinni og tilbeiðslu á þessari ungfrú, þrátt fyrir það þótt hann hefði unnið sér orðstír sem ágætur hermaður og væri einn með fremstu krossförunum í öllum riddaralegum íþróttum. En engin ungfrú var á þeim tímum svo stolt, að hún lítilsvirti ást og aðdáun mann- vænlegs og frækins riddara, sem var göfug- menni og eðallyndur, þótt hann væri fátækur og eigi af aðli. Hún varð þess vör að hann hafði ást á henni. Augu hennar fylgdu honum því við heræfingar, þar sem hann bar af öllum nema konunginutn og hún hlustaði hrifin á hrós það sem hann ávalt fékk fyrir framgöngu sína á vígvellinum. Og á sama tíma sem her- togar og greifar keptust um að ná hylli henn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.