Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 46
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Góugæla 1917. Eitt hringhendu-erindi fyrir hvern dag mánaðarins. Eftir Ara Jochumsson. Formáli. Hér skal varast van og of, vísna tjá í letri; oftar hefur last en lof lent á Góu tetri. 5. 1. Heilsar Góa hýr á brá; heitir ró og friði, þýða snjóinn ekru á, eyða sjóar kliði. M. 2. Helgan stiptir friðar fund, frjáls viðskifti tnagna, margan sviptan myrkri lund, meiri giptu fagna. P. 3. Grænan reit og gróinn völl, gefa sveit að veði; þessi heit ef efnir öll, oss hún veitir gleði. M. 4. Öskudagsins blíða brá, bætti hagsældina; byrjar faxi foldar á, frerann strax að lina. F. 5. Elzta bróður öskudags, okkar þjóð má trega, gaf ’ann úr sjóði heillahags, hlut sinn góðfúslega. F. 6. Sunna gljáir svellin blá, sólar þá við loga, leyst úr ánauð, lífs með þrá, líta upp stráin voga. L. 7. Hlákan þíðir mel og mó, meyrna hríðarleifar, velli, hlíðar, vötn og sjó veðurblíða reifar. S. 8. Sýnir þunnan þokuvörð, þessi sunnudagur, en skín fyrir unnarnámu njörð nægtabrunnur fagur. M. 9. Ofur smágert fannaföl foldu á er sorfið; loftvog spáir dægurs dvöl, sem dögg sé þá alt horfið. R. 10. Veðurblíðan veitir frið, veslum lýð og hrumum, þá misklíðin varir við og valdastríð hjá sumum, M. 11. Tá og hæl hvar tyllum vér, tíva- mælir -stika, hvort harmkvæli æfin er eða sæluvika. F. 12. Lækir tryllast, leysir snjá, loftið fyllist raka, leiðir spillast ísum á, autt á millum jaka. F. 13. Ó, þú stilling unaðsblíð, andrúms fyllir geyminn, þótt að spilling þras og stríð, þjái og trylli heiminn. L. 14. Veðurblíðan vori lík vottar hríð sé farin; vetrartíðinn verði slík vonar lýðaskarinn. S. 15. Manndáð slyng og vitið verst, voði í kring þótt geisi. Ekki tímgast tápið bezt með tilbreitingarleysi. M. 16. Sólin hjalla signir brá, svitnar hjalli í framan, lækir falla fram að sjá forugir allir saman. F*. 17. Hauðri frá nær horft er á Himins dásemdina,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.