Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 38
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. íHvetnig dó Kristur?« »Hann varð uppnuminn.« ^Rað vaj ekki dauðdagi háns. Rað var inn- gangur í dýrð guðs eftir endað æfistarf. Manstu ekki eftir neinum stað, sem heitir Golgata?« »Jú.« »Manstu ekki hvað fór þar fram ?« »Marja grét þar.« »Af hverju?« »Hún átti bágt.« »Hversvegna átti hún bágt?« Steinhljóð. Prestur þagði um stund. »Á hvern trúum við kristnir menn?« »Á . . . á . . , á . . .« »Já, á hvað, Tómas minn?« »Á englana,« kom eftir langa þögn. »Á englana! Nei. Við trúum ekki á engl- ana. En við eigum að líkjast þeim.« Presturinn stakk kverinu í vasann. »TiI hvers lifum við?« Steinhljóð. »Er gott að lifa og trúa á guð?» Steinhljóð. Pað voru að koma smádrættir í kríngum munninn á Tuma. »Hvert förum við þegar við deyjum?« >-Ofan í gröfina.« Röddinn var óstyrk. Og verðum við þar altaf, — sálin líka?« Nú var Tumi farinn að gráta. »Jæja, veslingur, þú mátt fara. Biddu Hall- dór að finna mig.« Tumi lét ekki segja sér það tvisvar. Halldór kom inn eftir stundarkorn. »Hvað segir nú séra Björn?« »Ef Tumi á að fermast verður einhver annar að gera það en eg. Drengurinn veit ekkert, bókstaflega ekkert, sem hægt er að byggja fermingu á.« Halldór varð að tómri undrun, og hún breyttist smámsaman í hrygð svo djúpa og sára, að presturinn fór að kenna í brjósti um hann. »Undarlegt þykir mér þetta,« stundi hann upp eftir langan tíma. »Eg get varla trúað þessu. Eftir allan þennan tíma, sem búið er að kenna drengnum,* »Svo er það samt. Eg þori ekki sam- vizku minnar vegna að staðfesta skírnarheit á þessum unglingi frammi fyrir kristuum söfnuði, sem eg gæti ekki komið með öruggur fram fyrir auglit guðs.« »Eg rengi þig ekki, prestur minn! En eg vona að þú skiljir það, að mér þykir þetta ári harr, rækalli leiðinlegt. Mér finst hálfpartinn, að Hólsheimilið fái á sig einhvern blett. Já, sjáðu uú til. Pað getur ekki neinum húsbónda ekki neinu heimili staðið á sama um það, hvort unglingur, sem er alinn þar upp, kemst í kristinna manna tölu eða ekki. Fólkið talar ekki um það, hvað mikið búið er að stríða við hann, og hvað mörgum krónum búið er að kasta út, heldur hvar hann hafi verið alinn upp.« »Ó, sei, sei! Ef maður hefur rólega sam- vizku, þá er alt gott. Pú hefur gert það, sem þú hefur getað í þessu efni. Svo látum við drottinn vorn sjá fyrir hinu, hvernig hann fer með okkar ófullkomnu verk,« »En mér er ekki öldungis sama um Tuma garminn. Hann er ekki búinn að súpa úr fermingarleysinu enn þá. Pað loðir við vænti eg fram eftir æfinni.« »Guð ræður öllu, Halldór minn, því líka, hvað þessum unglingi hlotnast í lífinu. Við erum skyldir að vona þess bezta af honum.« Stuttu síðar kvaddi prestur og fór. * * Hvítasunnudagurinn rann upp. Tumi var einkar dapur þann morgun. Pó var uppáhalds veðrið hans: sólbjartur undur- samlega hlýr og fagur morgun, með sauðfjár- jarmi, hestagneggi, kýrbauli og mörgu og mörgu sem hann hafði aldrei gert sér grein fyrir hvað var, en aðeins fundið að var til í loftinu í kringum hann. Hann fór mest einförum um morguninn. Vildi sem allra minst vera saman við aðra. Pó fanst lionum sjálfs hans vegna þetta gera ekk- ert til. Hvað átti fermingin að þýða? En það var vegna Halldórs. Hann hafði heyrt hann segja við einhvern á heimilinu, að það væri í fyrsta skifti síðan hann kom í Hól, að hvíta-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.