Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 36
130 [NÝJAR KVÖLDVÖKUP. sögunum, svona nóg til þess að hann geti talist fermingarfær.® »Við sjáum nú hvað setur,« mælti prestur. »Eg skal borga sómasamlega fyrir strákinn. Pað skulu ekki margir fermingartollar verða ríf- legri þann daginn.® Og Halldór varð íbygg- inn á svip. »Já, eg er ekki hræddur um borgun fyrir hann Tuma, Halldór. Síður en svo. Ha, ha!« »Pú skalt ekki trúa því, séra Björn, hvað mér þætti vænt um að fermingin kæmist á hann, greyið. Hann er nú búinn að vera hjá mér í tólf ár. Eg hef tekið hálfgerðu ástfóstri við hann. Þetta er föður og móðurleysingi, má óhætt segja. Þau hlupu þarna bæði frá honum til Ameríku, foreldramyndirnar, og fátæklingsgarm- arnir, sem höfðu hann,áttu nóg með sjálfa sig, svo eg tók hann. Og síðan hefur hann ekki farið frá mér.« »Já, það var fallega gert af þér, Halidór. Hún léttist ekki fyrir það, góðgerðametaskálin þín hinumegin.« »En eg vil að drengurinn komist í krist- inna manna tölu. Pað er það sem eg vil.« »Pað væri æskilegast,« mælti prestur. Halldór þakkaði fyrir kaffið. Séra Björn fylgdi honum út. »Pað er ekki slóðalegt veður nú,« mælti séra Björn, um leið og Halldór gekk út úr hlaðbrekkunni. »Það er blessað og gott fyrir menn og skepnur; og ekki að gleyma jörðinni. Grasið þýtur upp eins og um hásumar.« Halldór hélt áfram en prestur gekk inn. * * Svo kom prestur um kvöldið. Rétt þégar síðustu sólargeislarnir dönsuðu yndislegan, vor- kátan dans á tjörnunum fyrir neðan Hól, og gyltu skýjadrögin upp yfir fjallsbrúninni með alla vega himneskum, dreymandi litum. Tumi stóð upp í einu bæjarsundinu og starði ýmist á tjörnina eða skýin. Hann fann að það var hvorttveggja svo óumræðilega fallegt nú. Hann braut heilann um, hvernig á því stæði. Honum var ómögulegt að skilja það, að það var sólsetrið, sem breytti jörðinni í Paradís, þessi síðustu augnablik, sem hún helti dýrðar- hafi sínu yfir hana — þennan daginn. Séra Björn var svo kunnugur á Hóli, að hann gekk beina leið upp í baðstofu. Fyrir framan húsdyrnar mætti hann Halldóri. »Nú, þú ert þá kominn. Gerðu svo vel og gáttu þarna inn í húsið á meðan eg næ í Tuma. Hann er að slæpast einhversstaðar úti við, strákurinn.« Prestur gekk inn í húsið. Halldór hitti Tuma í sundinu. Hann stóð enn og glápti ýmist á skýin eða tjörnina, sem nú voru að missa dýrðlegustu fegurðina, því sólin var komin hálf undir fjallsbrúnina. »Hvað er þetta, drengur? Ertu búinn að missa vitið? Pú glápir ýmist upp í Ioftið eða ofan á jörðina, eins og þú hafir hvorugt séð fyrri.« Rómurinn var svo fullur undrunar, að Tuma fanst hann hafa verið staðinn að ein- hverju ódæði. Hann skaust eins og kólfi væri skotið niður úr sundinu. Presturinn er kominn til að vita, hvort þú ert aldeilis fráleitur til fermingarinnar. Pú skilur líklega hvað nú er í húfi fyrir þig, andleg og iíkamleg heill, hvorki meira né minna.« Tumi hafði aldrei skilið að framtíðarheill sín stæði í nokkru sambandi við ferminguna, og hann skildi það ekki enn. En hann ásetti sér að gera alt sem hann gæti — Halldórs vegna. » Jæja,« sagði Halldór gamli, »eg trúi því ekki, að þú látir það ásannast, að Halldór á Hóli hafi alið upp ungling, setn ekki verður hægt að klessa fermingu á. Eg trúi því ekki.« Og það var komin sama sigurvissan í róminn eins og áður en hann fór til prestsins. »En farðu nú inn og skolaðu af þér torf- rykið. Presturinn bíður eftir þér inni í húsinu.« Eftir stundarkorn var Tumi kominn inn í húsið hreinn og þokkalega klæddur. »Jæja, Tómas minn,« sagði prestur um leið og hann tók upp iærdómskverið. »hvað get- urðu sagt mér mikið úr þessari bók? Pú þekkir hana, það er kverið.« Tumi þagði. Hann fyltist ótta og skelfingu, þegar hann sá þessa bók. Yfir henni hafði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.