Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 19
TENGDADÓTTiRrN. 113 í fjarska heyrðust enn einstöku sinnum, þór- dunur. Giinther fylgdi frú von Massow upp til haliarinnar. Hvorugt þeirra mælti orð frá vör- um. Er þau komu upp að höllinni, tók greif- inn ofan hatt sinn, kysti á hönd hennar og óskaði henni góðrar ferðar. Svo sneri hann við og gekk heim. (Meira.) KYNJALYFIÐ. Saga frá krossferðatímunum. (Eftir Walter Scott.) (Framh.) Hann Iauk þessari þulu með stuttum spretti, og stökk svo þrjú langstökk áfram, og mundi hann í leikfimisskóla hafa fengið ágætiseinkunn fyrir þau, en fyrir guðhræddan einsetumann virtust þau ekki sem bezt eiga við, eða svo leit skotski riddarinn á það. Saraceninn virtist aftur hafa meiri samhygð með þessum einbúa og skilja hann betur og mælti: »Hann vill að við fylgjum honum til hreysis hans, enda eigum við varla annars úr- kost, ef við viljum fá húsaskjól í nótt. Hann nefnir þig Leópard eftir skjaldmerki þínu en mig Ijónið, sem nafn mitt þýðir, með kiðling- num meinar hann sjálfan sig, af því hann er klæddur geitaskinnum. Við verðum að gæta þess að tapa ekki sjónar á honum, því hann er fóthvatur sem úlfaldi. Sú varð og raun á, að erfitt var fyrir ridd- arana að fylgja honum, því þótt hann við og við næmi staðar og benti þeim með hendinni var vegurinn svo torsóttur, að ekki einasta Evrópumaðurinn heldur einnig Saraceninn áttu erfitt með að komast áfram. Rað gladdi því Skotann ekki lítið, þegar hann um síðir, eftir þetta erfiða ferðalag, sá einsetumanninn standa með blys út fyrir inn- gangi á jarðhúsi, sem hann þóttist vita að vera myndi heimkynni hans. Hann beið eigi heldur boðanna, steig af hcstinum og gekk inn í jarðhúsið. Var þar alt fremur fátæklegt innanstokks. Húsinu var skift í tvent, í fremra rúminu stóð steinaltari og kross úr reyr eða sefi; var auðsætt að þetta var bænahús einbúans. í þessu herbergi bundu riddararnir hesta sína og gáfu þeim fóður. Var Skotanum ekki vel við þetta vegna hinna helgu muna sem þar voru, en Saraceninn hvað það venju að lofa hestunum að standa þarna. A meðan riddararnir voru að gefa hestum sínum, var einbúinn að laga til í innra herberginu og búa sig undir að taka þar móti gestunum, enda komu þéir brátt inn til hans. Innra her- bergið var hvíldarstaður húsráðanda og var þar ekki sem allra óvistlegast. Leirgólfið var jafnað sæmilega og stráð var yfir það hvítum sandi, sem daglega var vættur úr lítilli upp- spretlu, sem kom fram úr kletli í einu horn- inu. Veggirnir voru holóttir og hrufóttir og jurtir og blóm uxu víða út úr rifunum, A gólfinu lágu hér og þar reyrmottur í nánd við veggina, og þar inni var svalt og loftgott, og birtan frá tveimur vaxljósum, sem húsráðandi hafði kveikt á, gerði herbergið ekki óviðfeldið. í einu horni herbergisins Iágu ýms akur- yrkjuverkfæri og í öðru horni stóð stóll og borð og voru þau húsgögn þá ekki vanaleg í Austurálfu; mátti því ætla að einsetumaðurinn hefði sjálfur smíðað þau. Teodorik bar hreinlega fram belgávexti og þurkað kjöt. Hann var þögull og alvöru- 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.