Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 7
Helgi Vaitýsson:
I Austfjarðaþokunni.
i.
Austfjarðaþokan hefur ótal andlit.
Stundum er hún sólhvít og broshýr, létt-
stíg og ljúf, eins og kóngsdóttur í álög-
um ber og sómir. Þá dansar hún á
draumbláum fjallatindunum, unz himin-
bláminn tekur hana í faðm sér og hylur
hana í sólbryddri skikkju sinni. Stundum
beltar hún sig eins og breiður, glitofinn
'lindi um miðjar hlíðarnar og sýnir lit-
skraut Austfjarðafjallanna skýrara og
skærara en nokkru sinni ella.
Hitt veifið getur hún verið hundblaut,
úlfgrá óvættur, sem flatmagar yfir allan
Flóann og andar hráslaga, ógnum og öm-
urleik framan í sjómennina. Þá er Aust-
fjarðaþokan í almætti sínu. Heimasætan
frá Hafgörðum á yztu miðum. Þá heldur
hún í heimsókn til nesjamanna og dala-
bænda. Þeir búa á láglendinu og er því
engin þörf að halda sér til fyrir þeim.
— Smábátarnir hverfa á örstuttu færi,
og á hafskipunum sér ekki frá stjórn
að stefni. Rá og reiði verða að risa-
vöxnu æfintýri langt úti og hátt uppi í
takmarkalausum geimi.
Og óvætturin skríður inn Flóann, rétt
svo, að hún hylur siglutoppa stærstu
skipanna. Hún fyllir firðina, rís svo upp
á afturfótunum, steypir sér inn yfir dal-
ina og barmafyllir þá á svipstundu al-
veg upp undir fjallabrúnir, svo sláttu-
fólkið gaufar í myrkri og gremju niðri
a blautum engjum, hulið þokugrárri úða-
hrynju frá hvirfli til ilja.
En uppi á fjallabrúnunum er glaða
N.-Kv. XXXVIII. árg., 1.-3. h.
sólskin, grænir hagar, lyngrauðir móar
og mosabrún börð og flesjar, kvíablakk-
ar ær á beit og kátir smalar. Heiðmyrkr-
ið er eitthvert inndælasta æfintýrið í
hjásetunni austur þar! Allur himingeim-
urinn barmafullur af sótsvartri þoku
upp að fjallabrúnum. En allt yfirborðið
er sólhvítt og silfurgrátt haf með undra-
fögTum bylgjum og bárudölum. Storm-
úfið haf í kyrrð! — Hreyfingarlaus
himnasmíði mótuð og steypt úr mýksta
efni. Og á þessu töfrahafi synda fjalla-
tindarnir eins og draumbláar og hvit-
bryddar æfintýraeyjar með sólhvíta
brimgarða hreyfingarlausa með strönd-
um fram, eins langt og augað eygir í
norður og suður.
Aldrei er sólin bjartari, sólskinið
hlýrra né háfjalladagurinn indælli og
elskulegri en á Austfjarðafjöllunum í
heiðmyrkri!
Slíka daga standa smalarnir hreyknir
á klettabrúnunum og horfa með fullorð-
inslegum meðaumkvunarsvip ofan í botn-
laust myrkrið. Þarna óralangt niðri í
kafinu er aumingja engjafólkið í myrkri
og bleytu og kulda! En sá munur! Hérna
þorir þokuskömmin ekki að liætta sér
lengra en rétt upp að tánum á sólinni,
sem stendur brosandi á efstu klettabelt-
unum. Hætti hún sér hærra, brennur hún
upp til agna á svipstundu. En áleitin er
hún samt. Hvar sem gjóta er eða
sprunga leitast hún við að smeygja inn
fingrunum og klifra upp í laumi. En gái
sólin ekki að þvi í tæka tíð, þá eru þó
1