Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 8
2
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
strákarnir vakandi og á varðbergi. Þeim
er alltaf uppsigað við þokuna. Hún er
erfðaóvinur allra smala á Austurlandi.
— Þeir taka því á moti henni með grjót-
kasti og siga hundunum á hana, svo að
hún verður að snauta öfug ofan aftur.
Og svo líta strákarnir hröðugir og bros-
andi framan í sólina:
»Svona á ’ún að hafa það, ókindin sú
arna! — Þetta er ’enni mátulegt!«
Og sólin er þeim alveg sammála. Hún
skín brennandi heitt út yfir Víðátturnar
og Fláakinnina. Og ærnar leggjast jórtr-
andi niður í forsælunni, og strákarnir
stökkva strípaðir út úr fötunum, og
fara að busla í tjöminni meðfram
síðustu ísskörinni. En gráflekka gamla, *
sem alltaf stelst úr hjásetunni, hefur
lagzt undir stóra steininn gráa efst
í Kinninni. Og er hún verður þess
vör, að strákarnir hafa öðru að sinna,
rís hún upp og læðist gætilega upp
lækjarfarveginn, unz hún hverfur upp
af brúninni. Þá tekur hún á rás og
sést hvergi þegar að er gáð. —
En niðri í hlíðinni hnyklar Austfjarða-
þokan brýrnar og hugsar strákunum og
sólinni þegjandi þörfina. Hún man svo
sem eftir öllum þeim skiptum, sem hún
hefur unnið á sólinni hérna eystra, slökkt
hana algerlega um hádaginn, vafið sig
hráblaut og nöpur utan um smalastrák-
ana, svo þeir hafa orðið að vælandi ve-
sælingum og týnt úr hjáseturini og feng-
ið skammir og skell í viðbót, er þeir
komu heiln aftur. Ha-ha-ha! Það var
þeim mátulegt, peyjunum þeim arna!
Og sólartetrið, hún er nú svo sem ekki
almáttug heldur héraa á Austfjörðum!
O-sei-sei-nei! Þokan hestímeraði hana
ekki meira heldur en hvern annan
Hornafjarðarmána! Það mátti hún vita,
sú góða kona. — Það sat svo sem ekki
á henni að hreykja sér hátt og blamera
náungann, þótt hún gæti látið sjá fram-
an i smettið á sér um hádaginn í björtu!
Óekki! — Hún verður þó alltaf að skríða
í felur að fjallabaki á kvöldin, maddama
góð, og þá ræður þokan völdum bæði
hátt og lágt. Sú hin eina og sanna sæ-
borna Austfjarðaþoka! — Gái hún að
sér, kindin hún sumarsól, og þakki hún
sínum sæla og þokunni fyrir að fá að
skína — svona öðru hvoru — og þótt
eigi sé nema á fjallatindunum innan um
skitnar kvíarollur og strípaða stráka! —
Og sér er nú hvert gamanið! — En það
skal ég segja henni, þeirri snoppufríðu
stássmey, að Guð borgar fyrir hrafninn.
En Austfjarðaþokan borgar fyrir sig!
II.
»Já, segið þið mér ekki af henni »Aust-
fjarðaþoku«,« mælti Vernharður gamli
formaður og tók ríflega upp í sig. —-
»Ég held nú svo sem að ég ætti að vera
farinn að þekkja hana, eftir hálfrar ald-
ar sambúð við hana á sjó og landi. —-
Stundum er þetta hreinasta mdrmtásaf
svo það mætti hæglega troða henni allri
í meðal ullarpoka norðan frá Langanesi
suður að Papey. Og þá er hún svo sauð-
meinlaus, að það má varla blaka við
henni. — En það er svo sem ekki lengi
að þykkna í henni, og þá getui' hún á
svipstundu orðið svo svört og stinn, að-
það gengur ekki í hana enskur hnífur, og
er það þó ósvikið stál, piltar mínir! —
Já, við höfum marga hildi háð hérna úti
fyrir, og mátti oft ekki á milli sjá, hvort
okkar bæri sigur úr býtum. En þó ég
segi sjálfur frá, býst ég nú samt við, að
það hafi verið ég, sem jafnan var hlut-
skarpari og þyiigri á árinni. Enda er nú
við kvenmannsvæflu kappi að etja, þar
sem þokan er. — En satt er það, að
Austfjarðaþokan á ekki sinn líka á öllu
þessu landi', og þótt víðar sé leitað. Það
hef ég sannfrétt, enda er reynslan ólygn-
ust, eins og dæmin sanna.