Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 14
8 NÝJAR KVÖLDVÖKUR asta og virðulegasta bókmenntastarf að i'æða. Það er bókmenntastárf, sem ekki krefst einungis leikni í því að mála blæ- rikar myndir upp úr litrófi orðanna, heldur krefst hún einnig fræðilegrar skólunarogdjúprar, alvarlegrar hugsunar. Gildi ritgerðarinnar er fólgið í því, að Kún grundvallast á djúpskyggnri hugs- un, framsettri í rökstuddu formi. Rit- gerðin stendur í sama hlutfálli við venju- Iegan skáldskap og starfsemi dugnaðar- manns við leik barna, sem á torgum sitja og spila á hljóðpípur. Leikurinn getur verið misjafnlega fagur — stundum nauðaleiðinlegur, stundum undurfagur og heillandi og starfið getur verið misjafn- lega veigamikið og gagnsamlegt. En ef spurt væri að, hvort af þessu væri meira virði, mundu flestir svara: starfið. Þvf að starfið er lífsnauðsyn. En starfið má líka vinna af list, sem speglar alla hæfi- leika mannsins, vilja hans, drauma hans og mátt. í leiknum getur verið mikið af skrumi og uppgerð. En starfið sýnir manninn eins og hann er. Þannig er ritgerðin heiðarlegt starf alvarlegrar sálar, sem hugsar og vill kanna málefni sín til hlýtar og bera ein- ungis fram úr sjóði hjarta síns verð- mæta þekkingu eða grandskoðaðar hugs- anir, sem lúta að almennri lífsreynslu. Dr. Guðbrandur Jónsson hefur yfir- leitt ágæta kosti til þessarar ritmennsku. Hann hefur á ýmsum sviðum mikla þekkingu og skarpa greind. Hann er víð- förull maður og eftirtektarsamur, sann- gjarn þegar því er að skipta en getur orðið meinhornóttur ef það dettur í hann og lumar á ekki svo litlu af smellinni fyndni í pokahorninu. Hann er gagnrýn- inn mjög og lætur sér ekkert fyrir brjósti bxænna í þeim sökurn, ef honum býður svo við að hoi’fa. — Ritgerðir frá hendi slíki'a manna eni ágætt salt í graut- inn — við og við. B. K. Dóri. Nóttin læðist að ljóra og lítur inn til hans Dóra. Hann hallast að herðadýnu og hxýtur í í'úmi síxxu, hann hvílist fi'á önnum og erli, þótt enn sé koixan á ferli: — óvær er yngsti hnokkinn, ennþá þeytir hún rokkinn. En loks verður kyrrð í kofa, koixan og börnin sofa. En Dóri er fyi'stur á fætur, ferðbýst um miðjai- ixætur og ýtir fi'á ægisandi, — ekki er sætt í laixdi. — Ólögum möi'gum að rnæta, margs er stöðugt að gæta: Bátiixn sem hæst að hlaða, hreppa þó aldi'ei skaða. — í myi'kriixu mávar flögi'a. Marglynt er hafið við Gjögra Á miðin er langt að leggja, lófanxir harðixa seggja, þó er ei bi'otið boðið: Börnin þui'fa í soðið, og konuixa í hlóðahita hana langar í bita; — því er í fötin farið og fram á miðin barið. Þi'eyttur er Dói'i að þjai'ka í þessu og stöðugt slai'ka úti á bárubökum, berjast í þi’öngum vökum. En — fegimx er kai'liixn á kveldin að komast í hitann við eldinn, og fast munu flestir sofa í fátæklings moldarkofa. Jóhwnn Frímann*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.