Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 15
Percy F. Westerman:
Æfintýri úr íshafinu.
Jakob Ó. Péluisson íslenzkaði.
I.
Ásiy'Iing.
— Ég fékk því framgengt, Guy! kall-
aði Leslie Ward ákafur. Runswick gamli
er drengskaparmaður. Hann ætlar að
taka okkur báða í viku ferð. Skútan fer
með kvöldflóðinu.
Leslie Ward, sonur alþekkts raffræð-
ings og félagi hans, Guy Anderson,
dvöldu leyfistímann í litla fiskiþorpinu
Pilgrimswick, sem lá á afskekktum stað
á Yorkshire-ströndinni.
Vináttan milli þessara tveggja drengja
var aðeins nokkurra vikna gömul; en
það var vinátta, sem forlögin höfðu á-
kveðið að endast skyldi alla æfi þeirra,
grundvölluð á sameiginlegum hættum og
æfintýrum.
Drengirnir voru báðir fimmtán ára.
Leslie Ward var hár, herðabreiður og
vel vaxinn og virtist eldri en hann var
i raun og veru. Þekking hans á vélfræði
og eðlisfræði var víðtæk, og jafnvel fað-
ir hans neyddist til að viðurkenna, að
hann liti út fyrir að verða ágætur mann-
virkjafræðingur.
Guy Anderson var öðruvísi mótaður.
Hann var þrem þumlungum lægri en fé-
lagi hans og skorti nokkuð á líkamsþrótt
Leslies; en hann var vel vaxinn og gat
þolað ýmiskonar hrakninga.
Þeir höfðu áður fengið leyfi foreldr-
auna til að leggja í ferð með fiskiskút-
unni »Laughing Lassie« og nú var bara
eftir að útvega nægilegan klæðnað og
vistir til fararinnar.
— Gott kvöld, piltar! rumdi í Runs-
wick skipstjóra, þegar drengirnir komu
um borð um kvöldið. Þá kom hann auga
á stóru nestiskörfuna, sem þeir höfðu
með sér og bætti við: Hvað á þetta að
þýða? Haldið þið, að þið fáið ekki nógan
mat á skipinu?
— Jú, jú, Runswick skipstjóri, flýtti
Leslie sér að segja, — þetta er bara
framlag frá okkur. Við göngum út frá,
að allir leggi eitthvað af mörkum í vista-
foröann.
■— Nú, jæja, svaraði skipstjóri kulda-
lega. Grípið nú hvor ykkar kaðal og tog-
ið í eins og þið getið!
Förin til fiskimiðanna var hafin fyrir
alvöru.
Runswick hafði stýrt »Laughing Las-
sie« nálega fjörutíu ár. Skútan hafði á
engan hátt verið ný, þegar hann í fyrsta
skipti steig á þilfar hennar, en eins og
svo mörg önnur veiðiskip á Norðursjón-
um, var þessi tvímastraða skúta úr góð-
um viði. Hún var nú orðin veðurbarin
en hafði þó góðan hraða. Enginn dirfðist
að leggja henni hnjóðsyrði í návist skip-
stjórans.
Skipstjórinn var maður af gamla skól-
anum. Hann þekkti fiskimiðin eins vel
vel og Lundúnabúi þekkir »Strand«, —
og jafnvel ennþá betur. Og leiðina þang-
að rataði hann án þess aö nota sextung1).
Leslie og Guy sváfu illa um nóttina.
Rekkjurnar voru óþægilegar; það brak-
J) sekstant.
2