Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 16
10
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
aði, hrikti og buldi í skipinu, og loftið
var þungt. Þeir urðu því fegnir, er þeir
gátu farið upp á þilfar, er dagaði.
Það var dásamlegur morgunn. Sólin
var nýkomin upp yfir lágan þokubakka
neðst við sjóndeildarhringinn. Hœgur
svali gáraði hafflötinn. Á allar hliðar
mættust haf og himinn í óbrotinni línu.
Hvergi var segl sýnilegt.
Af skipshöfninni var aðeins einn kom-
inn á þilfar. Það var Pétur, skipsdreng-
urinn, sem stóð við stýrishjólið og stýrði
eins vel og þaulvanur sjómaður.
— Góðan daginn, Pétur! sagði Guy.
Það er útlit fyrir bezta veður.
— Ekki fyrir okkur, svaraði Pétur
mannalega. Það er gott fyrir fólk á
skennntisiglingu. En golan hverfur, þeg-
ar sólin kemur upp, og líklega verður
þoka.
— Hvar getum viö þvegið okkur?
spurði Leslie hógværlega.
Pétur glotti.
— Það er segldúksfata þarna frammi
á, svaraði hann. Klæddu þig úr og fáðu
vin þinn til að hella vatni yfir þig.
Þannig förum við nú að hérna.
Eins og Pétur hafði sagt fyrir, lægði
goluna og það varð blæjalogn. Leslie og
Guy fóru útbyrðis til að synda og voru
síðan dregnir upp í skipið á kaðli.
Það sem eftir var dagsins mjakaðist
»Laughing Lassie« letilega áfram, þar til
einni klukkustund fyrir sólarlag, að
hressandi gola fyllti segiin.
Runswick skipstjóri skýrði frá því, að
netin yrðu lögð út óðar og skútan kæmi
á miðin. Það yrði næturvinna, sagði
hann, en ungu mennimir mundu áreiðan-
lega geta sofið, þrátt fyrir hávaðann.
— Við viljum heldur vera á fótum, ef
þér hafið ekkert á móti því, sagði Leslie
og hugsaði um leið til hörðu fletanna í
litla klefanum. Og svo var það líka til-
gangur ferðarinnar að sjá netin dregin
upp, full af giitrandi fiski.
— Nú, jæja, svaraði Runswick stuttur
í spuna. Við getum líka sjálfsagt haft not
af ykkur.
Eftir ráðleggingu skipstjórans gengu
þó drengirnir til rekkju með því loforði,
að þeir skyldu verða vaktir, þegar netum
yrði varpað.
Svo ólíklega fór, að þeir sváfu eins og
steinar til klukkan eitt, er Pétur drap
fast að dyrum og sagði, að allt væri und-
irbúið.
Þeir settu upp þykka vettlinga og
gengu upp á þilfar. Tvö ljósker héngu
niður úr framsiglunni og lýstu yfir þil-
farið. Að öðru leyti var niðamyrkur.
Engin stjarna var sjáanleg. Veðrið var
nálega kyrrt, sjórinn hreyfingarlaus og
maurildin lýstu kynlega í vatninu.
Drengirnir hjálpuðu til að gefa netin
út, meðan skútan seig rólega áfram.
— Allt komið út, skipstjóri! sagði einn
hásetinn að lokum. En undarlegt þætti
mér ef ekki kæmi þoka.
Á skömmum tíma var »Laughing Las-
sie« líka svo umvafin þéttri þoku, að ó-
gerlegt var að eygja ljóskerin aftan af
skipinu.
— Þetta er svart! hrópaði skipstjóri.
Pétur, hlauptu niður eftir þokulúðrinum!
Þú færð rétt aðeins að þeyta hann. Guði
sé lof, við erum þó ekki á venjulegri
gufuskipaleið, bætti hann við lágt.
Kaldur suddi kom úr þokunni, og
drengjunum var kalt, þrátt fyrir þykku
vettlingana, sem þeir höfðu á höndunum.
— Ekkert að gera nú sem stendur,
sagði skipstjórinn og var nærri hlaup-
inn á gesti sína, þegar hann fór fram á
skipið. Farið niður í káetu. Ef þokan fer
ekki, drögum við netin inn fyrir dögun.
Ef ykkur langar svo til að sjá það, skal
ég kalla á ykkur.