Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 17
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 11 — Kærar þakkir, sagði Leslie. Tennur hans glömruðu af kuldahrolli. Niðri í káetunni var kveikt á lampan- um, og drengirnir töluðu saman eða lásu, með druríur þokulúðursins að undirspili allan tímann, sem Pétur þeytti kappsam- lega. — Það hlýtur að fara að daga, sagði Guy að lokum. Klukkan er bráðum þrjú, og sólin kemur upp klukkan hálf fimm. Ég er ekki vitund þreyttur. Ert þú það? Áður en Leslie gat svarað heyrðu þeir fótatak hlaupandi manna á þilfarinu og köll og hróp frá skipstjóra og hásetum. Drengirnir Iitu hissa hvor á annan og hlupu síðan að káetustiganum, báðir gripnir af sömu grunsemdinni. Áður en þeir komust út úr dyrunum heyrðu þeir ógurlegt brak. Skútan tók kipp og hallaðist yfir á stjórnborða. Lampinn slóst við hágluggann og brotn- aði og litli klefinn fylltist kolamyrkri. Drengirnir duttu, og er þeir komust á fætur, urðu þeir þess varir, að sjórinn streymdi inn í skipið. Þetta var síðasta ferð »Laughing Las- sie«, sem lauk á botni Norðursjávarins. Gufuskip með trjáviðarfarm hafði siglt með fullum hraða á miðja skútuna. Hún var gereyðilögð. Stuttu síðar, eða rétt urn leið og skips- brotsmennirnir höfðu klifrað upp í kinn- unginn á trjáviðarskipinu, losnaði það frá »Laughing Lassie«, sem var að síga niður í hafdjúpið með drengina tvo inn- anborðs. II. Teflt um líf «ti dauða. Leslie Ward varð fyrri til að ná sér eftir þetta skyndilega áfall, sem orsakaði þnð, að drengjunum lá við óviti. Hann greip í handlegginn á Guy og ðró hann að káetustiganum. Þá náði sjórinn þeim í kné. — Upp með þig, drengur, hrópaði hann, eða gengur nokkuð að þér? — Það held ég ekki, andvarpaði Guy lafmóður. Farðu á undan! Drengirnir flýttu sér upp á þiljur. Það var enn niðdimmt af völdum þok- unnar. Einhverstaðar í námunda lieyrðist hávaði frá skipsskrúfu og köllin frá æstri áhöfn gufuskipsins. Kinnungurinn á »Laughing Lassie« var nú kominn í kaf, en afturendinn stóð enn nokkur fet upp úr vatnsborðinu. Leslie minntist þess, að hann hafði séð bjargdufl liggja uppi á háglugga káet- unnar daginn áður. En það hafði nú hrokkið útbyrðis við áreksturinn. Tvö önnur voru bundin við smásiglureiðann, en hnútarnir á böndunum, sem þau voru fest með, höfðu runnið fastar saman, er þeir blotnuðu, og reyndist örðugt að leysa þá. < Meðan Leslie hamaðist við hnútana eins og óður væri, skalf »Laughing Las- sie« um öll samskeyti, og í kófmekki þok- unnar og loftsins, er þrýstist upp úr skútunni, sökk hún niður í djúpið. í sama bili lá Leslie í sjónum. Þótt hann væri vel syndur, var hann frámuna- lega hræddur, því um leið 'og honum skaut upp, rak hann höfuðið í kaðlaum- búnaöinn í smásiglutoppnum. ósjálfrátt streyttist hann við að hafa sig upp úr sjónum, en slíkt var árang- urslaust. »Laughing Lassie«, sem sökk dýpra og dýpra, dró hann með sér. Allt í einu lenti hann í hringiðu og losnaði þannig frá reiðastaginu. Honum varð Ijóst, að nú var hann úr hættu og tók sundtökin til að ná sem fyrst upp á yfirborðið. Hann gat ekki haldiö niðri í sér and- anum lengur og saltvatnið þrýstist inn í munn hans. Það olli honum óþæginda í fyrstu, en svo færðist kynleg og óeðlileg 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.