Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 35
POMPEJI 29 geröur skurður til að veita vatni úr ánni Samo í bæinn Torre Annunziata. Fund- ust þá nokkrir steinar með áletrunum, en svo lítið mark var á þeim fundi tekið, að það var ekki rannsakað nánara. Um miðja 18. öld var svo farið að grafa á þessum stöðvum í því skyni að finna hinar sokknu borgir, og eftir nokk- ur ár komust menn að raun um, að þar var Pompeji undir, en ekki Herculanum eða Stabiæ, eins og flestir höfðu haldið. 'Gröftur þessi var haiia óvandlega gerð- ur framan af, því að mest var leitað eftir dýrgripum, listaverkum og þess háttar, en minna hirt um að draga fram í dags- ljósið borgina sjálfa eins og hún hafði verið. Var svo greftri haldið áfram öðru hvoru fram yfir miðja 19. öld. Eftir það er italía sameinaðist í eitt konungsríki um 1860, komst verulegur skriður á gröftinn. Er það Iangmest að þakka fornfræðingnum Fiorelli, hve góðan á- rangur uppgröfturinn hefur borið síð- ustu tvo mannsaldrana, og að makleg- leikum er brjóstmynd þessa merkismanns reist á aðaltorginu í Pompeji. Hann fann upp á þvl að gera gipssteypur af líkum þeim, er fundust, lét grafa var- lega frá yfirborðina og niður á við, til þess að húsin héldu sér sem bezt, en öll- um fundnum munum lét hann raða ná- kvæmlega, svo að allt gæti sem bezt bor- ið lifandi vottinn um borgina og híbýla- háttu íbúanna. — Vandvirkni manna við gröftinn hefur vaxið mjög síðustu ára- tugina. Svo sem áður er sagt, sliguðust og hrundu flest húsþök undan ofurþunga vikurs og ösku. Nú eru þakhellur, oltnar og brotnar súlur og brostnir bogar sett í sínar réttu, gömlu skorður jafnóðum og grafið er ofan af, en alstaðar þar sem finnast opnar rennur í samanþjapp- aðri öskunni eftir fúnaða loftbjálka og burðarása húsþakanna, er nú skotið inn nýjum bjálkum, áður en grafið er und- an. Haldast því mörg af húsum þeim, sem grafin hafa verið upp á síðustu ár- um, því nær ósködduð og með réttu lagi. Er nú ekki mikið eftir ógrafið af Pom- peji, en þar sem ekki er fullgengið frá, hefur enn ekki verið opnað almenningi til skoðunar. (Framhald). Eg gekk h|á glugga þínum. Ég gekk hjá glugga þínum - einn glitrandi sólskinsdag, og út um opna rúðu mér ómaði hálfgleymt lag. Ég gekk hjá glugga þínum þar glampar á augun þín, brosandi hneigir þú höfuð og hendi veifar til mín. Ég gekk hjá glugga þínum, glerið var autt og kalt. Ekkert andlit né kveðja þar inni. Ég skil það allt. Ég gekk hjá glugga þínum, — Það er gaman að hafa dreymt — Æfintýrið er úti. Á það að vera gleymt? Nú geng ég hjá glugga þínum, ég get ekki sofið rótt. Er einhver inni, sem vakir.... — Elskan mín, góða nótt! A. : Jæja, hvernig gengur það síðan þú giftist? B. : ó, alveg eins og í Paradís. A. : Það gleður mig að heyra. B. : Já, við höfum ekki spjör til að vera í og búumst þá og þegar við að- vera rekin út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.