Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 41
NYTJAJURTIR 35 kvísl og' náskyld. Heimkynni þeirra eru í Suðaustur-Asíu, Kína og’ Indlöndum og finnast þar enn ýmsar villtar plöntur af þessari ættkvísl. Annars hefir fræði- mönnum reynzt það torvelt, að sundur- greina þessar tegundir svo að skýrt sé. Venjulegast er þeim skipt í þrjár deildir, hverri með mörgum undirtegundum. — Deildirnar eru: gullepli (Citrus auranti- um), glóaldin (C. medica) og Mandarín- epli (C. nobilis). öllum þessum tegundum er það sameiginlegt, að þær eru tré með leðurkenndum blöðum og stórum, hvítum eða rauðleitum blómum. Bæði blöð og blóm eru ilmsæt og rík af rokgjörnum olíum, sem af ýmsum tegundunum eru notuð til ilmvatnaframleiðslu. Hið sama á sér stað um aldinhýðið. Hinn sterki ilmur þess og bragð stafar af olíu, sem skapast í kirtlum, sem eru í því. Aldin- hýðið er á öllum tegundunum þykkt og leðurkennt. Aldinin eru ber. Aldinkjötið er safaríkt og lostætt. Er það vaxið úr einskonar hárum eða trefjum, sem vaxa inn úr aldinhýðinu. Aldinin skiptast með einskonar veggjum í hólf, og liggja fræ- in eitt í hverju hólfi. Aldin þessi ganga mjög í verzlun og mikið um allan heim að kalla. Eru þau notuð bæði hrá, og safi þeirra í aliskonar svala drykki. Olíurnar úr aldinhýðinu eru notaðar í krydd, til lyfja og í ýmsa líkjöra t. d. »Curacao«. »Súkkat« er búið til úr gullaldinberki. Gndleplin bárust til Evrópu öndverð- lega á 15. öld, en höfðu þá verið ræktuð frá ómunatíð í Austurlöndum. Eru þau nú ræktuð mjög í Miðjarðarhafslöndun- um öllum og auk þess í Ameríku, fyrir ntan heimalönd sín og hitabeltið yfir- leitt. Þau eru mikil verzlunai-vara víða nni heim, og er gulleplaættin talin af mörgum ein hin merkasta aldintrjáaætt jarðarinnar. Gullepli þau, er til Norður- landa flytjast, munu mest ræktuð í Mið- jarðarhafslöndunum. Glóaldin. Það vita menn fyrst um ræktun þeirra, að Babyloníumenn höfðu þau í görðum sínum 4000 árum f. Kr. Einhver afbrigði þeirra munu hafa bor- izt til Miðjarðarhafslandanna við ferðir Alexanders mikla. Sagnir ganga um það, að sú hafi verið skoðun manna að skiln- ingstréð góðs og ills í Eden hafi verið glóaldintré, enda heitir eitt afbrigði þeirra Paradísa-repli. Glóaldin hafa ekki að rtiarki borizt til Evrópu fyrr en á 10. öld eftir Kr., að Arabar höfðu flutt þau til Gyðinga- og Egiptalands, en frá þeim löndum munu þau hafa borizt til Evrópu. Glóaldin eru, sem kunnugt er, allmikið súrari á bragð en gulleplin, enda er þeirra ekki neytt hrárra, heldur er safi þeirra notaður á ýmsa lund. Til dæmis um hve mikil atvinnugrein glóaldinrækt- in er víða í Suður-Evrópu má geta þess, að árið 1912 fluttust glóaldin frá Mess- inaborg einni saman fyrir nál. 26 mill- jónir króna. Mandcvríneplin eru einkum ræktuð í Austur-Asíii og gefur nafnið hugmynd um, hve mikils þau eru metin þar, a. m. k. í Kína. Til Evrópu fluttust þau fyrst í byrjun 19. aldar, en eru nú ræktuð all- víða í Suður-Evrópu. d. Fikjutré (Ficus carica). Fíkjutréð er af mórberjaxttinni og er þannig skylt mórviðnmn, sem er undir- staða silkiræktarinnar, því að lirfa silki- fiðrildisins lifir á blöðum hans. Til sömu ættkvíslar og fíkjutréð telst mesti fjöldi tegunda, en það er langmerkast þeirra allra. Fíkjan er aldin, sem skapast með alhnikið öðrum hætti en önnur safaaldin. Hið æta aldinkjöt er ekki fræhirzlan heldur blómskipunarleggurinn, Er hann holur innan og krukkulaga, en blómin standa innan í krukkunni. Þegar aldinið þroskast bólgna kmkkuveggimir út og 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.