Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 9
FINNLAND 3 fætur til að hefja erfiði dagsins“, segir einn finnskur rithöfundur. Náttúra Finnlands er ekki auðug að hinum stórfelldu eða hrikalegu svipbrigð- um, enda þótt þau séu þar til. Það er ekki land víðsýnisins, því að hvervetna byrgir skógurinn sýn. En það er því auð- ugra hinna smáfelldu svipbrigða. Hvert vatn eða jafnvel hver vík er með sér- kennilegum svip. Um sunnanvert landið mætir auganu oftast sama umgerð lands- lagsins. í dölunum, vötn og ár umkringd háu sefi og girt engjum og ökrum. Uppi í hlíðunum er dökkur og þungbúinn barr- skógurinn, og í jöðrum hans bændabýlin. En efst uppi á kollum ásanna er skógur- inn gisinn og þar gægjast fram stórgrýt- isbjörg og ísnúnar klappir. Mestur hluti landsins eða 75% er skógi klætt. Skógurinn er hvorttveggja í senn skartklæði landsins og meginauður. Aðal- skógartréð er fura, en greniskógar eru þó víða um sunnanvert landið og yfirleitt þar sem landið er frjóast. Allvíða, einkum í mýrlendum, eru birkiskógar. Vötn, skóg- ar og mýrlendi gera landið torvelt yfir- ferðar og hafa því áður fyrr og eru enn hin traustustu varnarvirki hinna löngu landamæra, sem ókleift er að víggirða. Hinir endalausu skógar eru þunglamaleg- ir tilsýndar en eru fylltir duldu seið- magni. Helmingur skóglendisins er eign ein- stakra smábænda, um þriðjungurinn er ríkiseign en afgangurinn er í eigu stór- eignamanna og hlutafélaga. Skógarnir gefa landinu megintekjur þess. Þeim auð- æfum, sem frá skógunum hafa verið tek- in, þakka margir Finnar framfarir síðustu áratuga, þar sem þjóðin hefir orðið að reisa heilt menningarríki frá grunni að kalla. Frá skógunum fá þeir mikilvægustu útflutningsvöruna, timbrið er það hráefni, sem iðnaður landsins er reistur á, og fátt veitir fleiri mönnum atvinnu en skógur- inn eða skógarvinnan í einhverri mynd. Þetta er Finnum fullljóst, enda veitir rík- ið árlega stórfé til viðhalds og ræktunar skógunum. Mýrar eru þurrkaðar, svo að landið verði hæft fyrir skógargróður og nýskógur er græddur, þar sem áður voru skóglaus svæði. Og vísindamennirnir leit- ast við að finna ný afbrigði, sem veita verðmeiri við en gömlu trén gera. En skógurinn hefir einnig verið þránd- ur í götu landnámsins. Enn eru geysivíð- lend landflæmi um norðanvert landið ó- numin, eða lítt byggð. Þar kalla Finnarn- ir „ödemarkerna“. Bændabýlin, sem þar kunna að hittast, eru afskekkt og einmana líkt og heiðarkotin hér á íslandi. Byggðin. Finnar eru landbúnaðarþjóð, og hafa verið það frá öndverðu. Um 60% landsbúa lifa af landbúnaði, og enn býr margt af iðnaðarverkalýð landsins úti um sveitir og rekur smábúskap við hlið daglauna- vinnunnar. Af þessu leiðir að borgir eru fáar og engar stórar. Langþéttbýlast er um landið sunnanvert, enda er landið þar frjóast. Þar eru og helztu borgirnar. Höfuðborgin er Helsingfors (Helsinki). Hún stendur nálægt miðri strönd finnska flóans. Innsigling til borgarinnar er hin fegursta milli skógi vaxinna skerja og eyja. Spölkorn fyrir utan borgina eru hin ramgervu virki Sveaborg. Eru þau á 7 eyjum, og er talið að þau verði torveld- lega með vopnum unnin, og trauðla muni útlendur her geta haldizt við í Helsing- fors, meðan Sveaborg stendur. Annars verður ferðamaðurinn, sem siglir þarna framhjá eyjunum lítið var við að nokkuð sé við þær að athuga. Þær eru skógi klæddar og virkin öll neðanjarðar, nema nokkrir gamlir kastalar, sem standa mest 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.