Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 16
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR friður milli þeirra var fyrst saminn að fullu' 14. okt. 1920 og létu þá Rússar at hendi Petsamohéraðið í Norður-Finnlandi og landamæri ríkjanna voru ákveðin til fulls. Síðan frelsisstríði Finna lauk hefir saga þeirra verið óslitin framsóknarbarátta til menningar og frelsis. Þá kom fyrst í ljós hverjum hæfileikum þjóðin var gædd ekki aðeins í stríði heldur miklu fremur í friði. Stjórnin hefir sýnt festu og rögg í hverju því vandamáli, sem að höndum hefir borið. Þegar það var ljóst að komm- únistar héldu áfram makki sínu við Rússa var flokkur þeirra bannaður 1923, og nokkrum árum síðar, er upp reis í landinu nazistisk hreyfing, sem fór með mannránum og öðrum ofbeldisverkum, sem ógnuðu hverjum frjálslyndum manni og lýðræðisformi ríkisins var sá flokkur einnig bannaður eins og fyrr segir. Sýndu Finnar þar, að þeir hafa enga tilhneig- ingu til að láta stjórnast af einræðis- stefnum og hafa kjark til að verja lýð- ræðið gegn hinum eyðandi öflum þjóð- félagsins. Sá maður, sem lengst hefir far- ið með stjórn landsins er Svinhuvud, sem fyrr er getið. IV. ÞJÓÐARHAGIR. Þess er þegar getið, að blómaskeið hefir verið í þjóðlífi Finna á öllum sviðum síð- an þeir heimtu frelsi sitt. Skal nú drepið á nokkur atriði í þjóðarbúskap þeirra, er skýra þetta nánar. íbúatala landsins er nú 3835000, hefir þjóðinni fjölgað um meira en eina miljón síðan á síðustu alda- mótum og þó langmest hin síðustu 20 ár. Fólksfjölgunin ein er að vísu ekki nokkur beinn mælikvarði þess, að hagur þjóðar- innar fari batnandi, en hún sýnir þó, að lífsþróttur hennar er vaxandi. Höfuðatvinnuvegur Finnlands er land- búnaður eins og fyrr segir. Meira en helmingur þjóðarinnar lifir af honum beint eða óbeint. Jarðirnar eru yfirleitt fremur smáar, en mikill þorri bænda á kotið sem þeir búa á, skýrslur herma, að um 220000 jarðir séu minni en 10 ha., og aðeins 800 jarðir eru yfir 100 ha. að stærð. Hins vegar er athyglisvert að 62% þeirra manna, sem af landbúnaði lifa eiga jarð- næði sitt sjálfir, 6% eru leiguliðar en af- gangurinn er verkafólk. Þessar tölur sýna ljósast, að Finnar eru smábændaþjóð og einyrkja. En mjög hefir sjálfseignarbænd- um fjölgað hin síðustu árin, enda verið sett lög, er mjög bæta hagi þeirra og gera þeim kleift að eignast jarðnæði sín. Eink- um styrkir ríkið nýtt landnám, en mögu- leikar þess eru nær þrotlausir í Finnlandi, enda fer það vaxandi og hverskonar ný- rækt með hverju ári er líður. Er talið, að með aukinni ræktun og landnámi muni mega margfalda þá fólkstölu, er nú lifir af landbúnaði. Finnar þurfa því ekki að óttast landþröng næstu árin. Enda þótt landið geti naumast kallast vel fallið til landbúnaðar, hvorki hvað snertir loftslag eða frjósemi jarðvegsins, þá gegnir samt furðu hversu fjölþættur hann er. í öllum hinum hlýrri héröðum landsins er stunduð akuryrkja og fjöl- þætt garðrækt, en samhliða þessu einnig kvikfjárrækt, einkum nautgripa. Koma þar að góðu haldi grösug beitilönd og engjar, sem hafðar eru til heyvinnslu á líkan hátt og hér á íslandi. Fyrrum voru og skógarhögg og veiðar verulegur þátt- ur í rekstri finnska bóndans, líkt og ís- lenzkir bændur fóru í verið. En nú er það mjög tekið að þverra, veiðidýrum fækk- ar við aukna ræktun og landnám, en skógarhöggið hverfur yfir á aðrar hend- ur. Bændabýlin finnsku standa yfirleitt einstök, en þótt þau séu í þorpum, hefir þar aldrei verið rekinn sameiginlegur bú- skapur eins og þekkist víða á Norður- löndum fyrrum, hver finnskur bóndi hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.