Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Síða 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ingu þeirra. Finnar eru íþróttahneigðir, einkum til þeirra rauna, sem mest þreyta krafta eða þol. Skíðamenn eru þeir ágæt- ir, enda hafa skíðaferðir verið þjóðar- íþrótt frá ómunatíð. Annars iðka þeir flestar greinir nútímaíþrótta a. m. k. úti- íþróttanna. Og síðan 1908 að þeir fyrst sendu menn á hina Olympísku leika, hafa þeir staðið í fremstu röð þeirra þjóða, sem þar hafa þreytt leika. Einna frægastur íþróttamanna þeirra er þolhlauparinn Paavo Nurmi. Finnar gera mikið fyrir í- þróttamenn sína, í öllum bæjum og þorp- um eru leikvellir og íþróttahús, og finnsk baðstofa á hverju býli. En íþróttagarparn- ir eru óskabörn þjóðarinnar. Svo var á- kveðið að Olympíuleikarnir í ár yrðu haldnir í Helsingfors, var það einhver hin mesta viðurkenning, sem unnt var að veita Finnum sem íþróttaþjóð. Þjóðin öll hafði búið sig af kappi undir leikana og hvorki sparað þar til fé né fyrirhöfn, er og lítill vafi á að þeir hefðu orðið þjóð- inni til ómetanlegrar sæmdar, en litlar líkur eru til að þar verði komið saman í sumar til friðsamlegra alþjóðaleika. Hér er ekki rúm til að ræða um þá andans menn finnsku þjóðarinnar, sem hæst ber, en nokkur nöfn verður þó að nefna. Lengi var fátt um bækur á finnsku, enda þótt fyrsta bókin á því máli væri prentuð 1542, og finnskan var lengi fram eftir lítt þjálfað ritmál. En á vörum al- þýðunnar lifðu söngvar og sögur. Fræg- ast þeirra allra er ljóðasafnið Kalevala, sem Elias Lönnrot safnaði og gaf út 1835. Það hefir reynst Finnum álíka mikilvægt og okkur Eddur og fornsögur, enda ekki ólíkt að efni. Þ. e. frásagnir um goðkynj- aðar verur, jötna, menn og dísir, og upp- haf heims. — Kalevalaljóðin eða þættir úr þeim hafa verið þýdd á fjölda tungu- mála og þykir hvervetna mikið til þeirra koma. Einn helzti endurreisnarmaður finnskrar tungu og meðal þeirra beztu skálda er talinn Aleksis Kivi, og er eink- uð rómuð saga hans „Sjö brœður“. Af núlifandi höfundum, sem finnsku. rita ber tvímælalaust F. E. Sillanpad hæst, enda hlaut hann bókmenntaverð- laun Nobels síðastliðið ár. Hin undurfagra skáldsaga hans Silja hefir verið þýdd á. íslenzku. Fram yfir miðja síðastliðna öld var sænska aðal ritmálið, og á sænsku rituðu. höfuðskáld þeirrar aldar Johan Ludvig- Runeberg og Zachris Topelius, en engu að síður eru þeir jafnt metnir og þeim unn- að af báðum þjóðflokkum landsins. Þeir eru áreiðanlega mest kunnir finnskra rit- höfunda hér á landi, en báðir voru þeir ásamt Elias Lönnrot og J. V. Snellman forvígismenn finnskrar þjóðernisbaráttu og endurreisnar á öldinni sem leið, mætti að nokkru léyti kalla þá alla Fjölnismenn Finnlands. Margt núlifandi rithöfunda finnskra ritar á sænska tungu, en einna fremstir þeirra munu taldir sagnaskáldið Jarl Hemmer, og ljóðaskáldin Arvid Mörne og Bertel Gripenberg. Finnska þjóðin er söngelsk, og hver- vetna heyrist þar sungið og raulað. Það er engu líkara en niður vatnanna og þyt- ur skóganna hafi læst sig inn í eðli fólks- ins og komi fram í söng og tónum. Finn- ar eiga mesta fjölda alþýðulaga og ágæt tónskáld hafa þeir einnig eignast, en mestan hróður hefir Jean Sibelius hlotið í því efni, enda er hann af fróðum mönn- um talinn í fremstu röð tónskálda, hvar- sem leitað er. Þá hafa og Finnar eignast marga af- burðamenn á sviði myndlistar bæði mál- ara og myndhöggvara, og áður er getið hins mikla húsameistara þeirra Eliel Saarinen. Það þarf eigi að fjölyrða um það, að fá- menn þjóð, sem á skömmum tíma hefir þannig eignast fjölda afburðamanna, sem hlutgengir eru á heimsmælikvarða, er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.