Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Side 35
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS
29
og þó höfðu þeir ætíð komið heim heilir
á hófi. Og hversvegna ættu einhver óhöpp
að steðja að einmitt núna. Hún leit á
klukkuna. Það var liðið langt á dag.
Bráðum myndi Gaston koma með síðdeg-
isteið. Hún yrði sveimér að herða upp
hugann! Eftir á ætlaði hún að ríða spöl-
korn út á eyðimörkina. Friða hugann og
ná sér aftur. Það var alltaf heilsubót I
hverjum spretti.
Gaston kom inn, bjarteygur og broshýr,
eins og hann var vanur, og bar fram teið.
„Einn dagurinn enn, Gaston“, sagði hún
og brosti angurvært.
Þótt það gengi honum til hjarta að sjá
og heyra hina kæru húsmóður sína sorg-
bitna, lét hann, sem ekkert væri og brosti
áný.
„Enn einn dagur, madame, — já, það er
svo — en ef til vill síðasti dagurinn á
þann hátt“, sagði hann glaðlega, þótt hann
í rauninni meinti allt annað.
Hún yppti öxlum. „Incha Allah“, sagði
hún á tungu þeirri, sem nú var orðin
henni jafntöm og hennar eigin tunga.
„Já, madame, eins og Guð vill“, svaraði
hann og vék samtalinu þegar að öðru.
„Madame var að tala um bréf — til
monsieur Comte. ... “
Díana gat eigi annað en dáðzt að bjart-
sýni hans og glaðværð, hvor.t -sem það var
raunveruleiki eða látalæti. Hún stundi
lítið eitt og rétti honum bréfið.
„Sendu það af stað í kvöld áleiðis til
Touggourt, og láttu þá fara tvo saman, ef
nokkuð skyldi verða að. — Og, Gaston,
ieggðu svo á hestana og hafðu þá tilbúna
eftir tíu mínútur“.
„Bien, madame“, sagði hann rólega og
tók við bréfinu og var í þann veginn að
fara út, er hún kallaði á hann.
„Heyrðu, Gaston. .. . Hún þagnaði allt
1 einu og beit á vörina.
„Madame“. Gaston kom hægt inn aftur
og stóð kyrr og beið og horfði alvarlega á
hana.
„Gaston, heldurðu. ... “
Hvort hann héldi? Hamingjan góða,
þegar fyrir mánuði síðan var hann tekinn
að óttast hið versta.... En enginn skyldi
komast á snoðir um þennan ótta hans.
Hann svaraði því nærri því harðneskju-
lega: „Nei, madame, ég held það ekki, og
það mun líða langt, áður en ég trúi því,
sem þér eruð að hugsa um núna“, sagði
hann þvert á móti sannfæringu sinni.
En þetta svar hans jók aðeins óró henn-
ar og kvíða.
„Monseigneur hefir verið svo lengi í
burtu, ég er orðin svo hrædd — svo
hrædd“. Hún hvíslaði síðustu orðin. ■-=-
„Ég er svona bleyða, Gaston, aumasta
bleyða.....“
Nýjum bjarma brá fyrir í augum hins
trygga Frakklendings, og sem allra
snöggvast gleymdi hann vanalegu rólyndi
sínu. ...
„Þér bleyða, madame! Hamingjan gefi,
að vér hefðum marga eins og yður“, sagði
hann hlýlega. Svo flýtti hann sér út.
Hann var lengi að jafna sig aftur. Hann
var því eigi vanur að missa taumhaldið á
geðsmunum sínum, og honum gramdist,
að svo skyldi hafa farið núna. Hann varð
því að svala sér á því, að skeyta skaps-
munum sínum á sendimönnunum tveim-
ur, sem áttu að fara með bréfið, og hellti
yfir þá heilli dembu af illyrðum, áður en
þeir lögðu af stað. Honum hægði nokkuð
við það. En hann kveið því að koma aftur
fyrir augu húsmóður sinnar.
Díana lét ótta sinn eigi í Ijósi við neinn
annan en Gaston. Er hún kom ferðbúin
út úr tjaldinu, var hún róleg og brosandi
eins og áður. Hún gekk að hestinum,
svarta folanum, sem var uppáhaldshestur
höfðingjans. Hann var styggur og tryllt-
ur við alla aðra en hana og höfðingjann,