Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Qupperneq 48
42
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hafði tengzt ástar- og tryggðaböndum við
fólkið í Arabíu og gat því aldrei komið
til hugar að bregðast því. Og ættstofn
Ahmed Ben Hassans er mjög ólíkur þeirn
mönnum, sem þú hefir séð til þessa. Þeir
eru sjálfbyrgingslegir hermenn, og reynir
því bæði á hreysti og hugkvæmni að
halda þeim í skefjum.
Þú mátt eigi ætla, að líf föður þíns sé
neinn leikur. Og þótt eigi hefði verið nein
ástæða til þess — hm — að láta undir
höfuð leggjast að fara til Englands, þá
hefði hann sennilega samt ekki farið.
Hann myndi hafa talið það órétt gegn
sinni eigin ætt“.
Caryll lét nú greinilega í ljósi fyrirlitn-
ingu þá, er fyllti huga hans.
„Nei, ég get svo sem búizt við, að hann
hafi eigi getað treyst þessu „fólki sínu“
svo langan tíma, sem þurft hefði til þess
að bregða sér til Englands. Jú, jú, það eru
kyndugar kringumstæður. En þótt þann-
ig sé nú ástatt með hann, get ég eigi hugs-
að mér, að móðir mín sé bundin sömu
skyldum og hann“.
Rödd piltsins varð viðkvæm og angur-
vær að öðrum þræði, þótt hún á hinn
bóginn titraði af gremju.
„Á henni hafa einnig hvílt margar
skyldur, Caryll. Og hún hefir haft marg-
ar byrðir að bera. Hún hefir starfað óslit-
ið að því að bæta aðstöðu kvennanna.
Það er t. d. eingöngu henni að þakka, að
hin skæða augnveiki, sem geisaði hér áð-
ur fyrr, er nú svo að segja úr sögunni“.
„O, nei, hún hefir víst ekki mátt vera
að því að hugsa um son sinn“, greip Ca-
ryll fram í.
Saint Hubert skipti litum. —
„Gáðu að því, hvað þú segir, Caryll.
Hefði það verið óhjákvæmileg nauðsyn,
að hún færi til Englands, myndi hún hafa
rutt úr vegi öllum tálmunum og rifið sig
lausa. En þú verður að muna, að þú hefir
aldrei verið veikur og aldrei legið, og þú
ert sterkur og hraustur eins og björn. Þú
mátt samt ekki halda, að móður þína hafi
eigi alltaf langað til að sjá þig. Það hefir
einmitt verið sárasta sorg hennar í lífinu
að þurfa að skiljast við þig og vera í fjar-
vistum við þig. En til þess eru margar
ástæður, að hún hefir aldrei getað komið
til þín. Faðir þinn ann henni mjög, og eins
og eðlilegt er, hefir hann sömu skoðun á
þeim málum og fólk hans. Hann hefir því
— það er að segja, hann hefir eigi get-
að... . Saint Húbert varð orðaskortur, og
Caryll kom honum því til aðstoðar á kald-
hæðnislegan hátt: „Vertu ekki að þessu,
Raoul frændi, segðu heldur blátt áfram að
hann hafi neitað henni að fara“.
Saint Hubert varpaði öndinni mæði-
lega. Honum virtist samræða þessa vera
orðin nógu löng og kinkaði því aðeins
kolli. Honum var á móti skapi að reyna
að afsaka það, sem honum geðjaðist
eigi að.
Honum þótti mjög vænt um Caryll, og
engum var það ljósara en einmitt honum,
hve erfið og ill aðstaða piltsins var um
þessar mundir. Það var eigi fyrr en í
þessari löngu ferð þeirra, að þeir höfðu
átt með sér rækilegt samtal eins og góðir
vinir. Allt til þessa hafði pilturinn verið
háður siðvenjum og háttum og því staðið
honum fjarri.
Á leiðinni til Biskra og síðan á hinni
löngu reið til Touggourt hafði Caryll ver-
ið berorður um allt, er að höndum bar og
honum datt í hug. Hann hafði fundið að
öllu og dæmt um allt án rækilegrar yfir-
vegunar. Hann gat t. d. ekki séð hér
neina náttúrufegurð, og virtist helzt, að
honum væri meðfædd óvild og hatur
til þjóðarinnar og landsins. Honum varð
alltaf að hugsa til þess, hve óhreinir
landsmenn voru undir hinum litskrúðugu
búningum sínum.
Og dvöl hans í Touggourt hafði heldur
eigi á nokkurn hátt mildað dóma hans um