Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 53
ÞAÐ HREIF 47 ar, samt sem áður. Gleymdu ekki gimsteinunum. Það eru smámunir, en ég hefi samt áhuga fyrir smámunum. Að eilífu þín, Clotilde. P. S. „Móðir þín má alls ekki vita um mig. Ef þú verður spurður, þá sverðu, að þú hafir aldrei heyrt mín getið“. Arum saman hafði frú Heasant leitað í bréfum Berties eftir merki um gjálífi og æfintýraflækja æskunnar, og að síðustu höfðu þessar grunsemdir, sem höfðu svo mikið örfað hnýsni hennar, sannað henni það, með þessum þó þokkalega feng. Að einhver, sem bar þetta annarlega nafn »Clotilde“, skyldi skrifa Bertie með þessu glæpsamlega „að eilífu“ var nægilegt til þess að koma manni í æst skap, fyrir ut- an þessa tilvitnun til gimsteinanna. Frú Heasant minntist skáldsagna og leikrita, Þar sem gimsteinar höfðu æsandi og ahrifamikil hlutverk, og hér, undir henn- ar eigin þaki, rétt fyrir augunum á henni svo að segja, var hennar eigin sonur í einhverri ástarflækju, þar sem gimstein- ar voru aðeins smámunir. Það var ekki að búast við Bertie fyrr en að klukkutíma liðnum, en á meðan bitnaði allur þungi hins hneykslaða huga hennar á systrum hans. „Bertie er verkfæri í höndum einhverr- •ar æfintýrakvenveru", æpti hún, „hún heitir Clotilde“, bætti hún við, eins og hún hugsaði að bezt væri, að þær þekktu hið versta. Það er oft að það gerir meira illt en gott, að halda hinum svörtu hliðum lífs- ms leyndum fyrir ungum stúlkum. Meðan að Bertie kom ekki, var móðir hans búin að koma með allar mögulegar °g ómögulegar getgátur viðvíkjandi þessu glæpsamlega leyndarmáli hans; en syst- urnar höfðu aftur á móti komist að þeirri niðurstöðu, að bróðir þeirra væri miklu fremur ístöðulaus heldur en hann væri slæmur piltur. „Hver er Clotilde“, var spurningin, sem mætti Bertie, næstum því áður en hann var kominn inn í anddyrið. Öllum neitunum hans um, að hann þekkti þessa kvenveru, var svarað með bitrum hlátri. „Þú hefir lært vel lexíuna!“ hrópaöi frú Heasant. En kaldhæðni hennar snerist brátt upp í fullkomna reiði, þegar hún komst að því, að Bertie hugsaði sér ekki að varpa meira ljósi yfir uppgötvun hennar. „Þú færð ekki að borða, fyrr en þú hef- ir játað allt saman“, þrumaði hún. Svar Berties var það, að hann safnaði til sín úr búrinu í fyrirvaralausa máltíð og lokaði sig sjálfur inni í svefnherbergi sínu. Móðir hans gerði tíðar heimsóknir að lokuðum dyrunum og kom með eina spurninguna á fætur annarri með þráa þess, sem hugsar það, að ef spurt er nógu oft, þá fáist svar að lokum. Bertie gerði ekkert til þess að leysa úr ágizkunum hennar. Klukkutími hafði liðið í árangurslausri mærð, þegar annað bréf til Berties kom í póstkassann, og það var merkt „privat“. Frú Heasant hremmdi það með ákafa, eins og köttur, sem hefir mist af mús og önnur kemur óvænt í færi. Ef hún hefir vonast eftir annarri opinberun, þá varð hún áreiðanlega ekki fyrir vonbrigðum. „Svo þú hefir þá gert það“, byrjaði bréfið. „Aumingja Dagmar. Nú er bú- ið að vera með hana, ég kenni hálf- gert í brjósti um hana. En þú gerðir það vel, slæmi drengur, allir þjón- arnir halda, að það hafi verið sjálfs- morð, og það mun ekkert uppistand
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.