Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 10
42 DANSAR N. Kv. | (r, f r , C T-1 -T—-----------C'“T' -. I.—i~TT og leikurum á Norðurlöndum, sem komnir voru af Þýzkalandi eða Frakklandi, léku og sungu fyrir konungum og öðrum höfð- ingjum eða á markaðstorgum og kaupstefn- um, þar sem fjölmenni var fyrir. Islenzkt skáld, Einar Skúlason af Mýramannaætt, sem uppi var um miðja 12. öld, kvartar um það í lausavísu, að sér hafi verið illa laun- að gott kvæði, er hann flutti Danakonungi, vegna þess að meir hafi verið í hávegum hafðir píparar og fiðlarar: Ekki hlaut af ítrum Einarr gjafa Sveini (öld lofar öðlings mildi æðru styggs) fyr kvæði; - ' danskr'harri metr dýrra ! (dugir miðlung þat) fiðlur, ræðr fyi ræsis auði Rípa-Ulfr, ok pípur. Elzta heimild um dansa á Norðurlöndum er þó Jóns saga biskups helga eftir Gunn- laug munk Leifsson á Þingeyrum (Jón varð biskup 1106). Þar segir svo: „Leikur sá yar kær mönnum, áður en hinn heilagi Jón varð biskup, að kveða skyldi karlmaður til konu í dans blautleg kvæði og regileg og kona til karlmanns mansöngsvísur. Þennan leik lét hann af taka og bannaði sterklega. Mansöngsvísur vildi hann eigi heyra né kveða láta, en þó féklc hann því eigi af kom- ið með öllu.“ Eftir þessu að dæma hefir dans verið farinn að tíðkast hér á landi nokkuð um aldamótin 1100. Áðurnefndir trúðar og leikarar, fiðlarar og píparar eru manna líklegastir til að hafa borið dansana til Norðurlanda sunnan úr heimi. í fyrstu munu þeir hafa tíðkazt ein- vörðungu með aðli og heldra fólki, en ekki orðið alþýðueign fyrr en síðar. Kvæðin hafa mest verið kveðin á skemmtisamkom- um, en þó hefir einnig verið farið með þau utan þeirra og þannig hafa þau orðið þátt- ur í daglegu lífi manna. Dansarnir ollu byltingu í ljóðagerð Evrópuþjóða, urðu undirstaða þjóðlegs skáldskapar, um leið og þeir útrýmdu forn- um bragreglum og kveðskaparformum víð- ast hvar nema hér á íslandi. Flestar ger- manskar þjóðir létu af stuðlasetningu, en tóku upp endarím, brugðu af gömlum og stirðlegum bragarháttum og tóku að yrkja undir hinum léttu, einföldu og látlausu danskvæðaháttum. Má segja, að ljóðagerð þessara þjóða húi að þessari byltingu enn í dag. II. í íslenzkri bókmenntasögu skiptast dans- arnir í tvær greinar: eldri dansa og yngri dansa. Þótt undarlegt megi virðast, eru ekki til nema tvö brot af eldri dönsunum, en auk þess má gera ráð fyrir, að allmikið af við- lögum yngri dansanna sé fengið úr eldri dönsum. Eldri dansarnir hafa aðallega ver- ið tvenns konar: kersknivísur um náungann og vísur eða stutt kvæði um ástir og ástar- harma, e. t. v. nokkuð klúryrt, eftir sögu Jóns biskups að dæma. Elztu dansakvæðin frönsku voru stutt, ljóðræn og oft trega- blandin ástakvæði. Fyrra dæmið, sem til er nú um eldri dansana og er um leið elzta ferskeytla, sem til er á íslenzku, var ort árið 1221, er þeir Loftur biskupsson og Sæmundur Jónsson (Loftssonar) í Odda flýðu fjandskap Þor- valds Gissurarsonar í Hruna eftir fall Bjarnar Breiðbælings, sonar hans, Loftur til Vestmannaeyja, en Sæmundur á Þórs- mork. Vísan er svona: Loptr er í Eyjum, bítr lunda hein;

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.