Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 14
46
DANSAR
N.Kv.
dans um annan íslending, Gauk Trandils-
son að Stöng í Þjórsárdal. Ur honum er
þetta skemmtilega erindi varðveitt:
Onnur var þá öldin,
er Gaukur bjó á Stöng.
Þá var ekki Steinastaða
leiðin löng.
V.
Ekki leið á löngu, unz ýmis skáld tóku
að semja afbrigði af bragarháttum dans-
anna, fága rím og stuðlasetningu, skapa ný
lögmál, flúr og dýra kveðandi, tóku jafnvel
upp heiti og kenningar dróttkvæðanna.
Urðu, er fram liðu stundir, úr þessu hinar
slungnustu rímþrautir. Á þann hátt urðu
rímurnar til. Elztu rímurnar eru taldar
ortar um miðja 14. öld, en síðan hafa þær
lifað góðu lífi fram á þennan dag, þótt
nærri lægi, að Jónas Hallgrímsson greiddi
þeim rothögg með ritdómi sínum um Rím-
ur af Tristan og Indíönu eftir Sigurð Breið-
fjörð í Fjölni 1837. En síðan hafa ortar
verið , ýmsar góðar rímur, þótt beztar séu
Olafs ríma Grænlendings eftir Einar Bene-
diktsson og Rímur af Oddi sterka eftir Orn
Arnarson. Er jafnvel óvíst, að betri rímur
hafi nokkurn tíma ortar verið.
Algengasta form alþýðukveðskapar á
íslandi, ferskeytlan, er afkomandi dans-
anna. Allar aldir hefir verið lögð mikil
rækt við hana, ef til vill aldrei meiri en ein-
mitt nú. Þótt ekki séu tekin fleiri dæmi til
vitnis, sést, að áhrif dansanna hafa verið
furðu langæ og lífseig í íslenzkum bók-
menntum. Óbein áhrif hafa einnig orðið
geysileg í þá átt að breyta smekk þjóðar-
innar á ljóðagerð.
Yngri dansarnir áttu, ekki síður en eldri
dansarnir, mjög í vök að verjast. Andstæð-
ingar voru margir. Kirkjunnar menn höm-
uðust gegn þeim vegna siðspillandi áhrifa,
er þeir töldu stafa frá dönsum. Þjóðskáld-
in fyrirlitu þá, töldu þá ekki boðlegan eða
hlutgengan skáldskap sakir hins lausa
forms, töldu þá mundu tortíma ljóða- og
kvæðasmekk fólksins. Loftur ríki Guttorms-
son orti Háttalykil í byrjun 15. aldar í
sama skyni og Snorri hafði samið Eddu og
Háttatal sitt til að hamla gegn eldri dönsun-
um. En hin gamla stefna var þá búin að
ganga sér til húðar, svo að háttalykill Lofts
hafði engin áhrif á þróun kveðskapar.
Engu síður voru dansarnir leystir af
hólmi um siðskipti af svonefndum vikivök-,
um, sem voru alinnlendar frumsmíðar und-
ir sömu háttum (aðallega ferskeyttum),
en þó voru notuð áfram ýmis stef og viðlög
frá dönsum.
Segja má, að dansar hafi lifað áfram í
tveim niðjum sínum og afkomendum, rím-
um og vikivökum. En enn í dag lesum við
þessi undrafögru kvæði okkur til ánægju
og syngjum um Ólaf, sem reið með björg-
um fram. Mörg ljóðskáld hafa orðið fyrir
beinum og óbeinum áhrifum frá dönsum,
og sum hafa form danskvæðanna fullkom-
lega á valdi sínu og beita því, þegar þeim
finnst við eiga. Það sjáum við e. t. v. skýr-
ast á hinni heillandi ljóðperlu Davíðs Stef-
ánssonar frá Fagraskógi, sem þið syngið
stundum á morgnana:
Ég beið þín lengi, lengi,
mín liljan fríð,
stillti mína strengi
gegn stormum og hríð.
Ég beið þín undir björkunum
í Bláskógahlíð.
Ég leiddi þig í lundinn,
mín liljan fríð.
Sól skein á sundin