Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 22
54
TYRKIR OG UNGYERJAR
N.Kv.
að þeir höfðu, strax þegar þeir voru undir-
okaðir, verið afvopnaðir. Þess vegna var
Tyrkjaher ætíð mjög hraustur og vel æfður
þjóðarher, en miðað við þjóðarher Rússa,
sem gátu boðið öllum þegnum sínurn út í
• stríð, fremur fámennur. Allt frá dögum Pét-
urs mikla var það takmark rússneskra
stjórnmálamanna, að ná yfirráðum yfir öll-
um Svartahafslöndunum og gera Konstan-
tínopel að þriðju höfuðborg Rússlands,
enda er svo fyrir mælt í erfðaskrá Péturs
mikla. Katrín mikla, Rússadrottning, tók í
tveim mannskæðum styrjöldum öll héruð
r.orðan Svartahafs af Tyrkjum og innlim-
aði þau í Rússland. Þá losnuðu líka öll
bönd milli Tyrkja og Kákasusmanna og
náðu Rússar síðan á næstu mannsöldrum
yfirráðum yfir öllum Kákasuslöndum.
Vesturveldin, Frakkland og Bretland studdu
alla jafna Tyrki ljóst og leynt í styrjöldun-
lim við Rússa. Þeim var ekki um, að veldi
Rússa næði að Miðjarðarhafi. Frakkar og
Tyrkir höfðu líka stundum verið banda-
menn meðan báðir höfðu átt í styrjöldum
við Austurríki. í lok 18. aldar lentu þó
Tyrkir í stríði við fornvini sína, Frakka.
Idinn ungi og metorðagjarni hershöfðingi
franska lýðveldisins, Bonaparte frá Kors-
iku, sem síðar varð keisari með nafninu
Napoleon I., ætlaði að leggja Indland und-
ir sig og aðrar eignir Breta í Asíu, til þess
þurfti hann að ná undir sig Egyptalandi.
Hann fór með franskan her til Egyptalands,
gersigraði heri Tyrkja og Egypta og hélt
síðan norður á Sýrland. Hann var stöðvað-
ur í Suður-Sýrlandi, en varð að lokum að
fara aftur til Frakklands vegna innanríkis-
ástæðna í Frakklandi. Frakkar héldust ekki
lengi við í Egyptalandi eftir þetta, en bönd-
in milli Tyrklands og Egyptalands fóru nú
að bresta smátt og smátt. Tyrkir áttu í
mörgu að snúast. Rússar voru ágengir mjög
og tóku Bessarabíu og innlimuðu hana í
Rússland. Þeir knúðu síðan Tyrki til að
veita Dónárfylkjunum rúmensku víðtæka
sjálfstjórn. Árið 1816 urðu Tyrkir einnig
að veita Serbíu heimastjórn eftir harða við-
ureign. Fengu Serbar sérstakan fursta, sem
þó varð að gjalda Tyrkjum skatt líkt og hið
gamla furstadæmi í Montenegro (Svart-
fjallalandi). Tyrkland var nú oltið úr tölu
stórveldanna sem sjá má af því, að þegar
Vínarfundurinn var haldinn 1815 og Ev-
íópu skipt milli þjóðhöfðingjanna eftir fall
Napoleons mikla, þá var soldáni ekki boð-
ið á fundinn. Astandið í Tyrkjalöndum var
nú yfirleitt slæmt. Stjórnarfarið var mótað
af því og auðugur jarðeigendaaðall hafði
smátt og smátt náð öllum tökum í landinu.
Sjálfseignabændastéttin var að mestu liðin
undir lok bæði í hinum kristnu og múham-
eðsku löndum. A sviði verzlunar og iðnað-
ar hafði ríkið dregizt svo aftur úr, að það
var í engu samkeppnisfært við hin kristnu
ríki. Það þurfti mikinn her til að halda rík-
inu saman og miklu fé þurfti að verja til
hersins. Af því að tekjur af verzlunartollum
og öðru slíku voru litlar, urðu hinir beinu
skattar afar þungir og kom það harðast nið-
ur á kristnu þjóðunum. Oánægjan meðal
hinna kristnu þjóða var því orðin mikil.
Grikkir voru sérstaklega óánægðir með
það. Grikkir voru taldir bezt menntaðir
allra þegna Tyrkjasoldáns, enda áttu þeir
við betri kjör að búa en aðrar Balkanþjóð-
ir. Á grísku eyjunum og í hafnarborgum
Grikklands hafði myndazt öflug borgara-
stétt, sem lifði á verzlun, siglingum og út-
gerð. Siglingarnar á Miðjarðarhafinu voru
nú að miklu leyti komnar í hendur Grikkja.
Hinn gríski verzlunarfloti hafði lagt grund-
völlinn að auð og velmegun víða í landinu.
Þjóðarstolt Grikkja hafði vaxið. Gríska
kirkjan, sem var mjög þjóðleg, hvatti fólk-