Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 47
N.Kv.
PITCAIRN-EYJAN
79
lil bardaga og blóðsúthellinga meðal kven-
fólksins, ef Maimiti og Taurua hefðu ekki
komið í veg fyrir það. Þær vissu að Moetna
og Nanai höfðu engan þátt átt í morðunum
og voru eins saklausar og þær sjálfar.
Frú Ch'ristian bað herra Young að fara
til þeirra og sækja þær, ef hann gæti.
— Skilaðu til þeirra að koma mín vegna,
Young, sagði hún.
Ollum konunum þótti vænt um Young
og gerðu allt, sem hann óskaði eftir.
Klukkustund síðar kom hann aftur og háð-
ar konurnar með honum. Hann fór inn á
undan, en þær stóðu utan við dyrnar. Þér
Lafið séð Moetna herra, ef til vill getið þér
hugsað yður hana sem unga konu. Ég hef
séð þúsundir kvenna í eyjunum hér í Kvrra-
hafina, en engar, sem voru jafningjar Mo-
etna að glæsileik og fegurð.
Það var ekki af hræðslu við Prudence,
Hutia eða hinar konurnar, að hún lét ekki
sjá sig fyrr. En hún vissi að Quintal hafði
drepio mann hennar og var hrædd um að
hún gæti ekki haft taumhald á hefnigirni
sinni. Að vísu var hún ekki eins sterk og
bann, en hatrið brann í brjósti hennar, og
það var hugsanlegt, að hún hefði ráðizt á
hann og drepið hann.
Nanai var veiklyndari. Hún var líka af
göfugam ættum, það þurfti ekki annað en
að líta á hana, til þess að sjá muninn á
henni og konum eins og Jenny og Hutia,
en hún var góðlynd og kurteis. Hún þurfti
að eiga einhvern vin, sem hún gat leitað
athvarfs hjá, og það var lán fyrir hana að
njóta verndar Moetna. Ég gæti hugsað mér
að hinum konunum, sem voru utan við sig
ai harmi og reiði eftir morðin á mönnum
þeirra, hefði getað komið til hugar að ráð-
ast á Nanai og drepa hana, ef Moetna hefði
ekki staðið við hlið hennar.
Eins og áður er sagt, biðu þær við dvrn-
ar. Um leið og Maimiti sá þær, gekk hún til
þeirra, tók í hönd þeirra og leiddi þær inn
I herbergið. — Moetna, sagði hún. — Það,
sem menn okkar hafa gert, verður ekki
bætt. Það er hugsanlegt að maðurinn þinn
hafi drepið manninn minn, en nú eru þeir
báðir dánir. Nanai .... Christian og Teta-
hiti voru vinir. Við höfum alltaf verið eins
og systur. Ég ber innilegan vináttuhug til
ykkar beggja. Viljið þið búa hér með mér.
Ég get endurtekið orðin, en ég get ekki
lýst hvernig þau voru sögð. Þér munið
aldrei kynnast konu, sem er jafn blíðlynd
og ástúðleg og frú Christian. Hún hafði
lagra. djúpa rödd, næstum því eins og karl-
maður. — Já, ég vil það, sagði Moetna.
Svo grétu þær allar þrjár og vöfðu hver
aðra órmum. Það gladdi mig að vera þarna
viðst iddur. Það var í fyrsta sinn, sem ég
sá frú Christian gráta.
Jafnskjótt og ég gat farið á fætur, spurði
hún mig, hvort hún mætti búa í mínu húsi
og ég vildi flytja yfir í hennar hús. Mér var
undir eins Ijóst, hvað fyrir henni vakti.
Hún þorði ekki að koma aftur inn í húsið,
þar sem hún bafði búið með herra Christ-
ian. Síðan flutti ég og konan mín þangað
ásamt Hutia og Prudence, sem ætluðu að
búa hiá okkur. Herra Young flutti i hús
Mills ásamt Taurua og Jenny. Quintal og
Mc Coy voru áfram, þar sem þeir höfðu
áður verið ásamt konum sínum og Sus-
annah.
Sár mitt gréri seint. í lok októbermánað-
ar gat ég staulazt um herbergið, en ég gat
ekkert gert með vinstri hendinni fyrr en
jeið að jólum. Ég gat lítið haft fyrir stafni,
svo að ég var mest innandyra. Þetta voru
rólegir tímar, en þungbærir, eins og ég hef
áður sagt. Quintal og Mc Coy komu aldrei
iil mín, en því undi ég vel, þar sem mér
var illa við þá báða. Ég vissi vel, að það