Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 37

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 37
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 69 — Og hverí er erindi ykkar á þessum slóðum? — Við erum á seglskipi, svaraði Webb- er, og vorum á vesturleið, þegar við kom- um auga á þessa eyju. Eru selir hérna? Eí svo er, þá munum við stunda hér veiðar, ef yður er það ekki á móti skapi. Maðurinn hristi höfuðið. — Þér munuð ekki veiða mikið hérna. Ég hef sjaldan séð seli hér á klöppunum. Síðast sá ég þá fyrir rúmum tíu árum. Maðurinn þagði. Hann lét olnbogann hvíla á borðinu og studdi hönd undir kinn. Webber fann ósjálfrátt að hann horfði rannsakandi á sig. Löngun hans til þess að kynnast íbúum þessarar kletta-eyjar var svo mikil, að hann var hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að bera fram ákveðnar spurningar, en við nánari um- hugsun hætti hann við það. Gestgjafi hans var auðsjáanlega skynsamur maður, sem skildi vel að gesti hans kom þetta litla þjóð- félag undarlega fyrir sjónir. Ef hann hefði ástæðu til að þegja, þá ætlaði Webber að sætta sig við það. Ef hann aftur á móti vildi svala forvitni hans, þá mundi hann taka því fegins hendi. — Þér eruð Englendingur, ef mér skjátlast ekki, sagði gestgjafi hans að lok- um. — Já, en skipið er amerískt. Við kom- um frá Boston í Nýja-Englandi. Maðurinn horfði með athygli á hann. — Það getur ekki verið? Þá er ennþá friður milli okkar og nýlendnanna? — Já, og mikil viðskipti. Hinn kinkaði kolli og þagði stundarkorn. Síðan hélt hann áfram. — Ég hef verið hér í næstum tuttugu ár, herra Webber. Þér er- uð fyrsti maðurinn, sem kemur hingað all- an bann tíma. Webber horfði undrandi á hann. — Tuttugu ár! Þá hafið þér engar fregnir fengið frá umheiminum öll þessi ár. Þér vitið þá ekkert um frönsku byltinguna, Na- poleon, Trafalger og annað, sem skeð hef- ur. Böinin voru nú komin aftur með kókos- hnetur og ýmsa aðra ávexti, sem Webber hafði aldrei séð áður. Hann hafði ekki bragðað ávexti um lengri tíma og borðaði því af góðri lyst. Meðan á máltíðinni stóð, sagði hann í fáum dráttum frá því helzta, sem gerzt hafði í heiminum á hinum um- breytingasömu tímum í lok átjándu aldar- mnar og byrjun þeirrar nítjándu. Gestgjafi hans virtist ekki hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, eða orustum á landi, en þeg- ar liann heyrði fréttir um sigra Englend- inga á hafinu, lifnaði hann allur við og augu hans ljómuðu. Þó að hann virtist vera frjálsmannlegur og opinskár, var eins og hann byggi yfir einhverju leyndarmáli, sem hann reyndi á allan hátt að sneiða fram- hjá. Sólin nálgaðist hádegisstað, þegar Fimmtudagur Oktober kom aftur og bauðst til að fylgja ókunna manninum niður til strandarinnar. — Það mundi vera mér mikil ánægja, ef þér vilduð búa hjá mér, meðan þér dvelj- ið á eynni, sagði maðurinn um leið og hann reis á fætur. — Haldið þér að skip- stjórinn komi í land? — Hann kemur sennilega í land áður en við förum héðan, svaraði stýrimaðurinn, — en hann verður kyrr í skipinu, þar til búið er að flytja vatnið um borð. Ef bað er yður ekki til óþæginda, tek ég boði yðar með þökkum. Evjaskegginn lagði höndina á öxl hans. — Óþæginda, herra Webber? Nei, guði sé lof fyrir að þér komuð hingað. Verið þér hjartanlega velkominn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.