Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 32
64 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. um og er á leið heim. Strönd Perú lá marg- sr sjómílur að baki og Topaz sigldi yfir haf, sem ekkert skip hafði lagt leið sína um síðan 1767 að kapteinn Carteret var þar á ferð á skipi sínu, Svölunni. Þegar Falger hafði tekið sólarhæðina um bádegisbilið, fór hann undir þiljur til þess að reikna út stöðu skipsins og borða, þegar því var lokið. Hann var að snúa sér við til þess að ganga niður káetustigann, þegar honum varð litið á stýrimanninn. — Stýrðu í sömu stefnu, herra Webber, sagði hann. Stýrimaðurinn var Englending- ur, um það bil þrjátíu ára að aldri, rauð- birkinn í andliti og svipurinn alvarlegur og ákveðinn. Hann stóð með krosslagða hand- leggi bkammt frá stýrishjólinu og leit við og við upp í reiðann. Það var miðsumar á suðurhveli jarðar. Himinninn heiður. Loft- ið mátulega svalt af austanvindinum. Litlu eftir vaktaskiptin heyrðist vaktmað- urinn kalla. Idann hafði séð land i hér um bil 35 mílna fjarlægð. Augnabliki síðar kom skipstjórinn á þiljur og hélt á gömlum sjónauka, sem hann rétti stýrimanni. — Farðu upp og athugaðu hvað þetta er. Falger gelck fram og aftur um þilfarið, þar til stýrimaðurinn kom aftur og rétti honum sjónaukann. — Eftir því, sem ég bezt get séð, herra, er þetta hálent, klettótt land. Eg hugsa að við sjáum það ekki allt ennþá. Það er í suð- vestur frá okkur. — Ætli að það sé ekki selur þar? Við skulum stefna þangað. Þegar Webber hafði gefið nauðsynlegar fyrirskipanir, kom skipstjórinn aftur til hans. — Oþekkt land, það er ég viss um, svo framarlega sem ég er Ameríkumaður. Það eru ekki merktar aðrar eyjar á kortið á þessum slóðum en Pitcairn-eyjan, og Car- teret hefur sett liana rúmum 150 mílum vestar. Topaz þokaðist hægt í áttina til landsins, því að vindurinn fór minnkandi. Um sólar- lagið var það langt undan. Það var ekki fyrr en um miðnættið, að skipið hafði veru- lega nálgast landið. í dagrenningu sást, tvær sjómílur fyrir sunnan þá, lítil hálend eyja, skógivaxin fram að sjó með löðrandi hrimgarð meðfram ströndinni svo langt sem hægt var að sjá. Strax þegar birta tók af degi, kom Falger skipstjóri upp á þilfar. Hann horfði á eyna í gegnum sjónaukann, en leit við, þegar hann jieyrði undrunaróp stýrimannsins, sem stóð við hlið hans. — Reykur, herra — þarna yfir hæðar- dragið Skipstjórinn horfði lengi í gegnum sjón- aukann, áður en hann svaraði. — Já, það er rétt. Eyjan er vafalaust byggð. Ég sé reyk irá fjórum eldstæðum. Hann andvarpaði um leið og hann tók sjónaukann frá augun- um. — Já, já. Þá þurfum við ekki að búast við að finna seli hérna .... og vatnstunn- urnar eru alveg tómar. Við megum ganga að því vísu, að eyjarskeggjar séu okkur ó- vinveittir. — Hvort sem eyjan er byggð eða ekki, sagði skipstjórinn, getur enginn bátur lent liérna megin á henni. Hann mundi brotna í spón í brimgarðinum. — Og allir mennirnir drukkna, bætti Falger við og brá aftur sjónaukanum upp að augunum. — Það sést ekkert fjöruborð og sjálfsagt er fullt af blindskerjum utan við ströndina. — Hvað er þetta? Þarna er bátur ug þrír menn á honum. Þeir sáu nú lítinn hát, sem lyftist létti- lega upp á öldutoppana og hvarf svo niður í öldudalina. Að stundarfjórðungi liðnum var báturinn kominn nálægt skipinu. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.