Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 18
50 N.Kv. Baldur Bjarnason: Tyrkir ©s? (Jn^verjjar Útdráttur úr nokkrum útvarpsfyrirlestrum. I. T Y R K I R. 1. Sléttuhirðingjar og málaherir. Land það í Mið-Asíu, sem nefnist Turan eða Túrkestan, var í fornöld byggt erönsk- um þjóðum. Síðar flæddu Mongólskar hirð- ingjaþjóðir yfir landið, Túrknemar, Uð- spekar og fleiri. Þessar þjóðir nefnast einu nafni túrenskar eða tyrkneskar þjóðir. Þær byggja landið enn í dag. Upprunalega voru það flökkuþjóðir, sem lifðu hirðingjalífi á sléttum Síberíu og reikuðu þar um með hjarðir sínar. Þær voru herskáar mjög. Hin- ir friðsömu erönsku frumbyggjar urðu því fljótt að lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þær tóku upp mál þeirra og siði, yfirgáfu bæi sína og fóru líka að lifa hirðingjalífi um langt skeið. En hinir hörundsljósu frum- byggjar voru miklu fleiri en hinir gulbrúnu skáeygðu innrásarmenn. Þess vegna er það svo, að meiri hlutinn af íbúum Túrkestan ber meiri einkenni hvítra manna en Mong- óla. Það er talið, að hinum túrönsku þjóð- flutningum hafi verið lokið á 6. öld eftir Krists fæðingu. Nokkru síðar eða á 8. öld höfðu Arabar lagt undir sig öll lönd frá Indusfljóti til Atlantshafs. Hermenn og em- bættismenn Araba í Persíu komust fljótt í kynni við sléttuhirðingjana í Túran. Arab- iskir rithöfundar á 8. og 9. öld tala um þjóðflokkana á Túransléttum sem menning- arsnauða villimenn, en geta þess, að þeir séu herskáir og ötulir að berjast. Minna lýsingar þeirra mest á lýsingar Tacítusar hins rómverska á Germönum hinum fornu. Víst er það líka, að þjóðirnar í Túran tóku fljótt Múhamestrú á sama hátt og German- ar tóku við kristni af Rómverjum. Síðan er arabiska ríkinu fór að hnigna tóku kalífar þess hina túrönsku þjóðflokka á mála á sama hátt og keisarar Rómverja höfðu tek- ið hina germönsku bændaþjóðflokka á mála. Síðan þegar hinum túrönsku mála- höfðingjum öx fiskur um hrygg, þá reynd- ust þeir kalífunum ofurefli á sama hátt og þjóðkonungar Gota og Herúla Rómakeisur- um. Þeir hrifsuðu til sín heil lönd og settu þar ríki á stofn. í Persíu, Iraq og Afganist- an glötuðu hinir túrönsku þjóðfiokkar að mestu máli og þjóðerni á sama hátt og Got- ar, Frankar og Langobarðar glötuðu tungu sinni og fóru að læra rómönsku málin í Gallíu, Spáni og Ítalíu. En í Litlu-Asíu og í nálægum héruðum fór á annan veg. íbú- arnir þar glötuðu tungu sinni, trú og þjóð- erni og fóru að mæla á túranskt mál, sem nefnist tyrkneska. Lönd þessi höfðu nefni- lega aldrei fullkomlega verið undirokuð af Aröbum, en lotið lengst af gríska keisaran-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.