Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 12
44
DANSAR
N.Kv.
máls, en gripu í þeirra stað langspil og
hljóðpípu af hillu. Hið nýja form orkaði
á menn sem endurlausn, sólskin og sunnan-
vindur.
IV.
Oftast mun sá háttur hafa verið á hafð-
ur, að forsöngvari söng sjálft kvæðið, en
allt dansfólkið tók síðan undir og söng við-
lagið. Viðlög þessi voru oftast fegurstu
hlutar kvæðisins, gædd skáldlegum þrótti
og yndisleik, oft glaðvær, en stundum
tregafull. Vil ég nú vitna til nokkurra við-
laga til að sýna fjölljreytni þeirra og þann
andhlæ, sem þau búa yfir. Það skal tekið
fram, að sum viðlög voru notuð með mörg-
um dönsum.
í Jónsbókarhandriti er þetta stef neðan-
máls:
Hind á skógi,
riddarinn veiðir hind á skógi.
Á spassíu annars Jónsbókarhandrits er
þessi vísa:
Blessi drottinn berin á því lyngi.
Hart og lengi harpan mín syngi.
Ari lögmaður Jónsson kvað vísu þessa
við raust, er hann drakk fanga sínum Mar-
teini biskupi til:
Svo er mér gott og gleðisamt,
því veldur þú.
Mig langar út í lundinn
með þér jómfrú.
Gleði og liörpusláttur:
Vítt flýgr valrinn yfir skóga.
Eg kann, ef ég vil,
slá dans yfir lands múga.
Stígum fastar á fjöl,
spörum ekki skó;
guð má ráða, hvar við dönsum
önnur jól.
Dunar lítt, þótt dansi hin hvíta dúfan
ein.
Hér komst ekki gleðin á,
því nóttina syrtir;
Vér skulum dansa betur, þegar birtir.
Mansöngur:
Hýr gleður hug minn
hringa gátt,
þegar ég þig finn,
og þá er mér kátt.
Bíddu mín við Bóndahól
bauga lofnin svinna.
Þar er skjól,
og þar vil ég þig finna.
Hirði ég aldrei, hver mig kallar
vóndan.
Heldur kyssi ég húsfreyjuna en
bóndann.
Að stöðva lax í strangri á
og stikla á hörðu grjóti,
eins er að binda ást við þá,
sem enga kunna á móti.
Sú er ástin heitust,
sem bundin er meinum,
er því bezt
að unna ekki neinum.
Gamlir og ungir gifta sig
gautar rómu tjalda;
engin vill þó eiga mig;
eitthvert skollans ólán má því valda.