Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 25
N. Kv. TYRKIR OG UNGVERJAR 57 lega íhaldssamur í menningarmálum og stjórnmálum, t. d. var honum ákaflega illa við prentfrelsi. Hann vildi heldur ekki af- nema sérréttindi jarðeignastéttarinnar, em- hættisaðalsins og múhameðsku kirkjunnar. Hinir frjálslyndu andstæðingar hans meðal tyrknesku þjóðarinnar efldu því flokk á móti honum, nefndist sá flokkur Ung-Tyrk- ir. Að lokum náðu samtök þeirra langt inn í raðir hermanna og embættismanna. Iðn- aður og verzlun í landinu tóku miklum framförum um daga Abdul Hamids, en tyrkneska borgarastéttin var of veik til að hún gæti hagnýtt sér þær framfarir. Armen- ir eru kristnir, rómversk-kaþólskir. Arm- enskir kaupmenn og fésýslumenn, sem voru búsettir víða í borgum Tyrklands fleyttu rjómann af öllu saman. Varð það til þess, að mikill fjandskapur hófst milli Tyrkja og Armeninga. Kom stundum til vopnaðra á- taka. Var mótspyrna Armeninga barin nið- ur og þeir drepnir hrönnum saman, en eigi að síður héldu þeir lengi yfirtökunum í fjármálalífi landsins. Abdul Hamid notaði mikið þá aðferð að siga þjóðflokkum ríkis- ins hverjum á móti öðrum. Hann atti Grikkj- um og Búlgörum saman í Makedoníu, Kúr- dum og Armeningum saman í Litlu-Asíu og hindraði á þann hátt, að hinar undirok- uðu þjóðir gerðu sameiginlegt átak á móti honum. En óánægjan á milli Tyrkja sjálfra með stjórn hans magnaðist að lokum, svo að hann varð að gefa landinu þingbundna stjórn, frjálsa stjórnarskrá og prentfrelsi 1908. Afturhaldsmenn í landinu undu þessu mjög illa. Varð úr þessu borgarastyrjöld og fór svo, að Abdul Hamid veltist úr völdum en Múhameð V. varð soldán með ung-tyrk- neskt ráðuneyti sér við hlið. í því umróti, sem varð út af þessu öllu, notuðu Búlgarar tækifærið og lýstu yfir fullkomnu sjálf- stæði, en Austurríki innlimaði Bosníu. Um- bótatilraunir Ung-Tyrkja fóru allar í handa- skolum. Arið 1911 hófu ítalir styrjöld við Tyrki og unnu af þeim árið 1912 síðustu eignir þeirra í Norður-Afríku, Trípolis og Barka. Haustið 1912 hófu svo kristnu Balk- anríkin, Grikkland, Búlgaría, Serbía og Montenegro stríð á hendur Tyrkjum,og voru Tyrkir ofurliði bornir og misstu öll lönd í Evrópu nema Austur-Þrakíu, sem þeir kalla Rúmelí, milli Maritzu og Marmarahafs með borgunum Konstantínopel og Adríanopel. Albanía varð sjálfstætt ríki árið 1913. Hinum öðrum skattlöndum Tyrkja í Ev- rópu skiptu kristnu Balkanríkin á milli sín og báru Grikkir mest úr býtum. Þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, vildu Ung- Tyrkir bæta skaðann upp með því að fara í stríðið sem bandamenn Þjóðverja, enda þótt meiri hluti þjóðarinnar væri mjög á báðum áttum og hefði helzt kosið að vera í friði, þá var það svo, að Enver hershöfðingi, að- alleiðtogi Ung-Tyrkja, hafði sitt mál fram, og Tyrkir sögðu vesturveldunum og Rúss- um stríð á hendur. Hinn tyrkneski her reyndist afburða vel í heimsstyrjöldinni. Víða vörðu Tyrkir lönd sín gegn ofurefli liðs, en þó sóttu herir bandamanna fram. Þegnar Tyrkja í Arabíu gerðu uppreisn og arabisku smáríkin brutust algerlega undan yfirráðum Tyrkja. I Sýrlandi og Iraq sóttu herir Englendinga og Frakka fram, en á Kákasusvígstöðvunum gátu Tyrkir boðið Rússum byrginn. Á tyrknesku landamæra- svæðunum sunnan við Kákasus bjó margt Armeninga. Lifðu þeir þar aðallega á land- búnaði, en ekki á verzlun eins og landar þeirra í stórborgunum sunnan og vestan til í Tyrklandi. Fyrir sunnan armensku byggð- irnar tóku við byggðir Kúrda, þ. e. herskár

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.