Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 54
86 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. Iienriar fram af björgunum. Ég var sjálfur glltof mikið drukkinn, til þess að ég gæti þaggað niður í honum og átti víst .minn þátt ! því, að konurnar fengju ennþá meiri við- bjóð á okkur. ; Það, sem síðar gerðist man ég óljóst, en ég veit, að konurnar voru sem þrumu lostn- ar yfir hinni dýrslegu hegðun okkar. Quin- tal og Mc Coy slógust öðru hvoru, en ég hélt áfram að drekka og tók engan þátt í því. Snemma næsta morgun þegar ég vaknaði varð ég þess var, að af einhverri ástæðu hafði ég klifrað upp á loft. Herra Young svaf í rúmi í sama herbergi. Ég fór ofan stigann og kom auga á Mc Coy og Quintal liggjandi endilanga á gólfinu. Það var ófög- ur sjón. Mc Coy var allúr blár og mai'inn, og bver spjör á honum rifin í tætlur. Andlit og skegg Quintals var atað blóði frá djúpu sári á enninu. Einhver konan hlýtur að hafa greitt honum ægilegt högg. Borð og bekkir höfðu oltið um koll og gólfið var þakið flöskubrotum. Ég fór heim til mín, en þar var enginn. 011 húsin voru mannlaus. Ég hélt áfram til húss Christians, þar sem Hutia og Prudence höfðu búið. Maimiti hafði aldrei komið þar gíðan hún flutti í Autédalinn. Skipsklukk- unni á Bounty hafði verið komið fyrir í þessu húsi. Christian hafði séð um, að hún gengi stöðugt, frá því að hann tók skipið úr höndum Bligh skipstjóra og þar til hann dó. Síðan tók Young við, þar til drykkiu- skapur hans fór að keyra fram úr hófi. Eft- ir það sá ég um að klukkan gengi aldrei út. Ég veit ekki hvers vegna ég gerði það, ef t ! vill var það vegna þess, að klukkan tengdi mig við heimilið og minnti mig á þá daga, sem hún hafði talið, áður en ógæfan dundi yfir okkur. Það leið ekki sá dagur, að ég drægi hana ekki upp, og ég hélt einnig á- fram dagatali herra Christians. Hann hafði eitt sinn sagt við mig: — Alex, ef eitthvað skyldi koma fyrir herra Young og migj verður þú að halda áfram dagatalinu, ann- ars vitum við ekki hvað tímanum líður. Þér munuð ef til vill halda, að við höf- um að síðustu orðið leiðir á drykkjusvall- inu, en það var öðru nær. Við héldum á- fram dag eftir dag, en einn morguninn þótti mér nóg komið. Það var um sama leyti og mig var farið að gruna, að konurnar væru að undirbúa eitthvað. Enginn þeirra kom til okkar og við áttum ekkert að borða nema pisanger. Quintal, Mc Coy og ég tilreidd- um máltíð úr þeim, og ég færði matinn upþ til herra Young, sem lá uppi á lofti. Hanri var alltaf eins mikið út af fyrir sig og hann gat. Einstaka sinnum kom hanu niður til okkar, en talaði ekki annað en það allri nauðsynlegasta. Ég talaði um konurnar við hann, en hann var í vondu skapi og bað mig að fara og lofa sér að vera einum. Mc Coy og Quintal hirtu ekki lengur um stað né stund. Þeir vissu ekki einu sinnþ hve lengi við höfðum haldið drykkjuskap:'1 um áfram, og voru algerlega kærulausir: Um morguninn, þegar ég yfirgaf húsið, voru þeir báðir út úr drukknir. Ég gekk til vatnsþróarinnar neðan við Brownslindina, en þar var enginn. Síðan hélt ég áfram eftir stígnum, sem lá yfir vest- ara hæðadragið niður Autédalinn. Þegar við komum hingað til eyjarinnar var allt hálendið skógi vaxið, en sums sta'ií’- ar höfðum við rutt smábletti. Varla er hægt að hugsa sér fegurra landslag en umhveUi Autédalsins. Þrjá síðustu mánuðina hafði enginn okk- ar komið þangað. Eins og ég hef áður sagt -\orum við stöðugt drukknir allan þennan tíma og konurnar unnu öll þau verk, seni gera þurfti. Balhadi og Taurua höfðu fæ 't mér og herra Young mat, en Mary og Sarah

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.