Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 41
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
73
þeirrá manna, sem á henni voru, var einn
af leyndardómum hafsins.
Stýrimaðurinn sneri sér að Srnith og var
mikið niðri fyrir. — Svo þér eruð . . . . ?
— Já, herra, greip hann rólega fram í.
— Eg er einn af mönnum Fletcher Christi-
an. Það var hingað, sem við fórum.
Fjölda spurninga skaut upp í huga
Webber: — Hvað getið þér sagt mér um
kaptein Bligh? spurði Smith kvíðafullur.
1— Fréttist nokkurn tíma nokkuð til ferða
hans?
— Já. Hann komst að lokum heim og
flestir menn hans, eftir að hafa farið þá
lengstu leið á opnum báti, sem sögur fara
af.
Smith lét höndina falla þungt á hægra
hné sér. — Guði sé lof, andvarpaði hann.
— Það er eins og létt sé steini af hjarta
mínu, herra. Nú mun ég sofa vel í nótt. Og
mennirnir, sem urðu eftir á Tahiti, hvað
varð um þá?
— Eg hef lesið eina eða tvær bækur um
þetta mál, sagði Webber, — og þessi saga
er víða kunn. Það var sent herskip til þess
að leita að Bounty — látum okkar nú sjá
.... Pandora minnir mig, að það hafi heit-
ið. Tíu eða fimmtán af skipverjum á Boun-
ty fundust á Tahiti. Þeir voru hnepptir í
’jötra og flultir um borð í skipið. Á heim-
leiðinni fórst skipið við strendur Nýja Hol-
lands. Nokkrir af skipshöfninni og margir
fangai-nir fórust þar. Þeir, sem björguðust
í hátana, komu heim til Englands ári síðar,
ef ég man rétt. Fangarnir voru leiddir fyrir
herrétt. Þrír eða fjórir þeirra voru hengdir.
Smith hlustaði á frásögnina með athygii,
hryggur í bragði.
— Þér munið líklega ekki nöfn þeirra
manna, sem hengdir voru? spurði hann.
Webber hristi höfuðið, og þó að Smith
nefndi mörg nöfn, gat hann ekkert munað.
— Mér þykir leiðinlegt að ég skuli ekki
geta sagt yður þetta, en af skipshöfninni á
Bounty man ég aðeins eftir Bligh og Christi-
an, liðsforingjanum, sem sagt var að hefði
skipulagt uppreisnina.
■—- Það var Fimmtudagur Oktober, son-
ur herra Christians, sem flutti yður í land.
— Og hvar eru svo Christian og hinir,
sem komu með yður hingað? Eftir því, sem
ég hezt man, voru það tíu eða tólf menn.
— Við vorum níu, sagði Smith. — Nút
hvítir menn. En auk þess voru með okkur
sex karlmenn og tólf konur frá Tahiti. Kon-
urnar, sem þér hafið séð hér í kvöld, eru
mæður unga fólksins.
— En hvar eru feðurnir?
— Það er enginn eftir nema ég.
— Þeir hafa þá leitað til einhvers ann-
ars staðar?
Smith hristi höfuðið. — Þeir eru dauðir,
herra.
Stýrimaðurinn heið eftir því, að hann
héldi áfram. Smith sat og horfði fram fyrir
sig nokkra stund, að lokum sagði hann:
— Hafið þér til að bera mikla þolinmæði,
herra Webber. Vilduð þér hlusta á sögu,
sem tekur mig nokkur kvöld að segja yður?
— Frásögn eigið þér við, um það, sem
komið hefur hér fyrir.
— Já.
— Það er ekkert sem ég kýs frekar. Það
er fjöldi manna í Englandi, kæri vinur, sem
vildu leggja á sig hundrað mílna ferðalag,
til þess að hlusta á þessa sögu af vörum
yðar. Þér þurfið ekkert að óttast. Eg skal
vera þolinmóður áheyrandi, því lofa ég.
— Eg hef enga löngun til að segja þessa
sögu, það veit guð, hélt Smith áfram, ai-
varlegur í bragði, og þó, úr því að það
verður að vera, þá vona ég að mér verði
að því nokkur hugsvölun. Eg er ekki mennt-
aður maður, það hljótið þér að hafa tekið