Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 41
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 73 þeirrá manna, sem á henni voru, var einn af leyndardómum hafsins. Stýrimaðurinn sneri sér að Srnith og var mikið niðri fyrir. — Svo þér eruð . . . . ? — Já, herra, greip hann rólega fram í. — Eg er einn af mönnum Fletcher Christi- an. Það var hingað, sem við fórum. Fjölda spurninga skaut upp í huga Webber: — Hvað getið þér sagt mér um kaptein Bligh? spurði Smith kvíðafullur. 1— Fréttist nokkurn tíma nokkuð til ferða hans? — Já. Hann komst að lokum heim og flestir menn hans, eftir að hafa farið þá lengstu leið á opnum báti, sem sögur fara af. Smith lét höndina falla þungt á hægra hné sér. — Guði sé lof, andvarpaði hann. — Það er eins og létt sé steini af hjarta mínu, herra. Nú mun ég sofa vel í nótt. Og mennirnir, sem urðu eftir á Tahiti, hvað varð um þá? — Eg hef lesið eina eða tvær bækur um þetta mál, sagði Webber, — og þessi saga er víða kunn. Það var sent herskip til þess að leita að Bounty — látum okkar nú sjá .... Pandora minnir mig, að það hafi heit- ið. Tíu eða fimmtán af skipverjum á Boun- ty fundust á Tahiti. Þeir voru hnepptir í ’jötra og flultir um borð í skipið. Á heim- leiðinni fórst skipið við strendur Nýja Hol- lands. Nokkrir af skipshöfninni og margir fangai-nir fórust þar. Þeir, sem björguðust í hátana, komu heim til Englands ári síðar, ef ég man rétt. Fangarnir voru leiddir fyrir herrétt. Þrír eða fjórir þeirra voru hengdir. Smith hlustaði á frásögnina með athygii, hryggur í bragði. — Þér munið líklega ekki nöfn þeirra manna, sem hengdir voru? spurði hann. Webber hristi höfuðið, og þó að Smith nefndi mörg nöfn, gat hann ekkert munað. — Mér þykir leiðinlegt að ég skuli ekki geta sagt yður þetta, en af skipshöfninni á Bounty man ég aðeins eftir Bligh og Christi- an, liðsforingjanum, sem sagt var að hefði skipulagt uppreisnina. ■—- Það var Fimmtudagur Oktober, son- ur herra Christians, sem flutti yður í land. — Og hvar eru svo Christian og hinir, sem komu með yður hingað? Eftir því, sem ég hezt man, voru það tíu eða tólf menn. — Við vorum níu, sagði Smith. — Nút hvítir menn. En auk þess voru með okkur sex karlmenn og tólf konur frá Tahiti. Kon- urnar, sem þér hafið séð hér í kvöld, eru mæður unga fólksins. — En hvar eru feðurnir? — Það er enginn eftir nema ég. — Þeir hafa þá leitað til einhvers ann- ars staðar? Smith hristi höfuðið. — Þeir eru dauðir, herra. Stýrimaðurinn heið eftir því, að hann héldi áfram. Smith sat og horfði fram fyrir sig nokkra stund, að lokum sagði hann: — Hafið þér til að bera mikla þolinmæði, herra Webber. Vilduð þér hlusta á sögu, sem tekur mig nokkur kvöld að segja yður? — Frásögn eigið þér við, um það, sem komið hefur hér fyrir. — Já. — Það er ekkert sem ég kýs frekar. Það er fjöldi manna í Englandi, kæri vinur, sem vildu leggja á sig hundrað mílna ferðalag, til þess að hlusta á þessa sögu af vörum yðar. Þér þurfið ekkert að óttast. Eg skal vera þolinmóður áheyrandi, því lofa ég. — Eg hef enga löngun til að segja þessa sögu, það veit guð, hélt Smith áfram, ai- varlegur í bragði, og þó, úr því að það verður að vera, þá vona ég að mér verði að því nokkur hugsvölun. Eg er ekki mennt- aður maður, það hljótið þér að hafa tekið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.