Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 43
N Kv.
PITCAIRN-EYJAN
75
Taurua heim til Christian, til þess að tala
við konu mína. Hún sagði henni að frú
Christian væri svo óróleg, að það væri því
nær alveg ómögulegt að halda henni í rúm-
ínu. Allir voru ásáttir um að hún skyldi fá
að vita sannleikann.
Herra Young hafði oft orð á því eftir
þetta, að hann vildi heldur standa augliti
lil auglits við böðulinn. en að lifa þennan
morgun upp aftur. Þau reyndu að segja
frú Christian sannleikann með eins mikilli
varúð og liægt var, en hún skyldi strax
hvað það var, sem átti að leyna fyrir henni.
Hún sté af sænginni, fleygði kápu yfir
lierðar sér, tók barnið í fangið og gekk út,
án þess að mæla orð. Þegar hún kom heim
lil okkar, gekk hún beint að rúminu og gaf
Hutia merki um að víkja til hliðar.
Herra Christian lá með lokuð augu og
mikla hitasótt. Hutia tók barnið og konan
hans settist við höfuðlagið til þess að geta
skipt sem oftast um köldu bakstrana á enni
hans. Þér vitið hvaða áhrif svona snögg
geðshræring getur haft á konu, sem líkt
stendur á um og frú Christian. Um kvöldið
voru brjóst hennar orðin alveg þurr. Þegar
barnið grét, mataði Balhadi það á sætri
mjólk úr kokoshnetum, sem kölluð er ono.
í heilt ár fékk barnið ekki aðra fæðu, en
þreifst þó vel af henni.
Alla þessa nótt og næsta sólarhring, lág-
um við herra Christian, þar sem við vorum
komnir. Herra Young og konurnar hjúkr-
uðu okkur. Herra Young hafði sagt frú
Christian hvað fyrir hafði komið. Þegar
hún hafði heyrt alla málavexti, sagði hún
ekki orð. Það mun hafa verið að morgni
hins þriðja dags, sem hitasóttina linaði, og
eg lauk upp augunum.
Þar lá ég heima hjá Young máttvana eins
og lítið barn og alvarlega særður. Eg gat
ekki hreyft vinstri öxlina. Þegar ég reyndi
að hreyfa mig fann ég til sárra þrauta.
Vegna hitasóttarinnar, var ég ákaflega rugl-
aður, svo að það leið góð stund, áður en
ég áttaði mig. Smám saman komst ég til
meðvitundar. Eg mundi þegar Jenny kom
til mín í Larogarðinum, hvernig ég klifraði
upp að geita-húsinu í þeirri von að mæta
herra Young þar, hvernig ég faldi mig hjá
veginum í Aðaldalnum, til þess að reyna
að ráða niðurlögum einhvers blökkumanns-
ins og náði í byssu hans. Þegar liðið var
að sólsetri, skreið ég af stað áleiðis til
pisanggarðs herra Young, til þess að reyna
að ná í eitthvað að borða. Síðan minnir
mig að ég hafi séð Te Moa og Nihau með
höfuð Mills við belti sér, koma í ljós. Eg
man að ég fékk skot í öxlina og féll til
jarðar. Síðan reyndi ég að standa upp og
hlaupa. Ég man einnig óljóst, að Jenny kom
lil mín aftur, en svo hvarf mér alveg ver-
öldin. Þegar Jenny hitti mig í tarogarðin-
um, sagði hún mér að fjórir menn væru
dauðir, það var allt, sem ég fékk að vita.
Rúmið mitt stóð við norðurhlið herberg-
ísins undir opnum glugga. Þetta var kyrr-
látur morgunn, glaða sólskin og engin and-
blær. Sumstaðar sást á milli trjánna út á
hafið, sem var spegilslétt. Svo mikill frið-
ur og fegurð var umhverfis okkur, að eríitt
•var að sætta sig við þá tilhugsun, að nokkrir
menn skyldu hafa getað framið ægileg
morð á slíkum stað. Eg beit á jaxlinn og
snéri mér að rúminu.
í rúminu, sem stóð við þilið andspænis
mér, sá ég mann, sem ég gat ekki séð hver
var. Frú Christian sat við rúmið hans 02:
snéri baki að mér. Eg gat hvorki séð andlit
Lennar né hans. Maðurinn hreyfði sig ekki,
svo að ég hélt að hann væri dauður. Taurua
og kona mín voru að gefa litlu barni að
borða og herra Young stóð hjá þeim. Ég
hallaði á hann. Balhadi og hinar konurnar